Fréttablaðið - 06.02.2015, Síða 12
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Björn Már Ólafsson augnlæknir hefur hafið störf hjá Sjónlagi augnlæknastöð.
Björn Már lauk sérnámi í augnlækningum í Falun í Svíþjóð 1981 og starfaði á
eigin stofu í tengslum við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði frá 1981.
Björn Már mun sinna almennum augnlækningum hjá Sjónlagi.
Jens Þórisson augnlæknir hefur hafið störf hjá Sjónlagi augnlæknastöð. Jens
lauk sérnámi í augnlækningum í Svíþjóð 1983. Hann starfaði m.a. í Västerås,
Uppsölum og Örebro. Undirsérgrein Jens er augasteins- og glákuskurðlækningar.
Jens hefur starfað sem sérfræðingur í augasteinsaðgerðum í Stokkhólmi frá
1984, hjá Stockholms ögonkirurger, Sophiahemmet. Jens var sérfræðingur og
yfirlæknir við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði frá 1985 fram að sameiningu við
Landspítala 2011 en eftir það sérfræðingur við augndeild LSH og sérfræðingur í
augasteinsaðgerðum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 2004.
Auk almennra augnlækninga mun Jens sinna augasteinsaðgerðum hjá Sjónlagi en
hann hefur frá 2004 verið annar sérfræðingur Sjónlags í þeim aðgerðum.
Hægt er að bóka tíma hjá Birni Má og Jens
í síma 577 1001.
Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi
hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga.
Auk þess að sinna almennum augnlækningum hefur Sjónlag framkvæmt á tveimur
skurðstofum yfir 10.000 sjónlagsaðgerðir með laser og yfir 2000 augasteinsaðgerðir.
Hjá Sjónlagi starfa sjö augnlæknar, tveir sjóntækjafræðingar og fjórir hjúkrunarfræðingar
ásamt öðru starfsfólki. Nýlega voru öll lasertækin uppfærð og bjóðum við nú upp á
hníflausa Femto-LASIK lasertækni við sjónlagsaðgerðir. Sjónlag hefur verið brautryðjandi
þegar kemur að meðferð við ellifjarsýni en undanfarin ár hafa fjölmargir skjólstæðingar
verið meðhöndlaðir með fjölfókus-augasteinum og PresbyMax lasermeðferð.
Glæsibær . Álfheimar 74 . 5. hæð . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is
Nýir augnlæknar til starfa
hjá Sjónlagi augnlæknastöð
ÚKRAÍNA Ekkert lát er á blóðbaðinu
í Úkraínu en um 5.100 hafa fallið í
bardögum undanfarna níu mánuði.
Francois Hollande, forseti Frakk-
lands, og Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, héldu til Kænugarðs í
gær til þess að kynna friðartillög-
ur sínar fyrir leiðtogum Úkraínu.
Því næst halda þau til Moskvu þar
sem þau ræða við Pútín Rússlands-
forseta.
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fundaði í gær með
Petró Porosjenkó, forseta Úkraínu
og forsætisráðherranum, Arsení
Jatsenjúk, um mögulega vopnaað-
stoð frá Bandaríkjamönnum. Átök
í borginni hafa færst í aukana
undan farna daga og þykir koma
Kerrys vera til marks um stuðning
Bandaríkjastjórnar við úkraínsk
stjórnvöld í baráttu þeirra við upp-
reisnarmenn í austurhluta Úkraínu
en þeir njóta stuðnings Rússa.
Kerry sagði á blaðamannafundi
með Petró Porosjenkó að þetta
væri mikilvæg stund fyrir þetta
svæði, fyrir landið og friðarhorf-
ur. Hann sagði einnig að best væri
að finna pólitíska lausn en ekki
væri hægt að loka augunum fyrir
því að uppreisnarmennirnir væru
að koma yfir landamærin frá Rúss-
landi til Úkraínu.
Sagt er að Barack Obama, for-
seti Bandaríkjanna, sé að íhuga að
senda Úkraínustjórn vopn en hing-
að til hafa Bandaríkjamenn látið
duga að veita þeim annars konar
aðstoð, meðal annars af hræðslu
við að það gæti aukið á vandann
í samskiptum Bandaríkjanna og
Rússlands.
Alexander Lúkasjevítsj, tals-
maður Rússlandsstjórnar, hefur
sagt að ef Bandaríkjamenn sendi
vopn til Úkraínu þá muni það setja
verulegt strik í reikninginn í sam-
skiptum milli landanna.
Francois Hollande Frakklands-
forseti sagði að friðartillögur
þeirra Merkel væru á þann veg
að allir gætu unað sáttir við þær
en þær byggjast á því að lögsaga
Úkraínu sé virt.
Viðræðurnar í Kíev komu í kjöl-
far yfirlýsinga NATO um að fjölga
í her sínum í Austur-Evrópu vegna
ástandsins. Jens Stoltenberg sagði
að það yrðu stærstu sameiginlegu
varnir síðan í lok kalda stríðsins.
viktoria@frettabladid.is
Funduðu í
Úkraínu
Þjóðarleigtogar kynntu hugmyndir sínar um hvernig
koma mætti á friði í Úkraínu. Bandaríkjamenn sagðir
íhuga að senda vopn til Úkraínu.
MIKILVÆG STUND Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, og John Kerry, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, funduðu í gær. FRÉTTBLAÐIÐ/AP
SVEITARSTJÓRNIR „Ég hef marg-
sinnis gert athugasemdir um
stjórnsýsluna við oddvita, oftast
munnlega, en ekki haft erindi
sem erfiði,“ segir Renate Hanne-
mann sem hefur sagt sig úr
sveitar stjórn Ásahrepps.
Í yfirlýsingu vegna afsagnar-
innar gagnrýnir Renate oddvita
hreppsins, Egil Sigurðsson.
„Ástæðan fyrir afsögn minni er
fyrst og fremst að of oft er grund-
vallaratriðum sveitarstjórnar-
laga í stjórnsýslu Ásahrepps
ekki fylgt,“ segir Renate. Erfitt
sé að draga saman á einfaldan
hátt hvernig stjórnsýslan bregð-
ist. „Og eins er erfitt að benda á
einstök atriði, til dæmis í fund-
argerðum, því það sem sagt er á
fundum ratar ekki alltaf þangað.“
Renate leggur til að sveitar-
stjórnin ræði málið. „Leikregl-
ur sveitarstjórna á landinu eru
mjög skýrar og eftir þeim verð-
ur að fara. Einnig er það von
mín að auglýst verði eftir nýjum
sveitarstjóra til að skapa jöfn og
lýð ræðis leg tækifæri fyrir alla
umsækjendur,“ segir Renate og
vísar þar til að Ásahreppur er nú
án sveitarstjóra eftir að Björg-
vin G. Sigurðsson lét af því starfi
í janúar vegna ásakana um fjár-
drátt.
„Mér þykir leitt að málin
hafi þróast svona, en ég treysti
mér ekki til að vinna við þessar
aðstæður,“ segir í lok yfirlýsing-
ar Renate.
Ekki náðist tal af Agli Sigurðs-
syni í gær. - gar
Gagnrýnir vinnubrögð oddvitans og segir af sér í sveitarstjórn Ásahrepps eftir átta ára setu:
Mér þykir leitt að málin hafi þróast svona
RENATE HANNEMANN „Ég þakka fyrir
allan stuðning og samvinnu í gegnum
tíðina,“ segir í yfirlýsingu Renate vegna
afsagnar hennar.
DÓMSTÓLAR Þörungaverksmiðj-
an á Reykhólum var dæmd til að
greiða Skipasmíðastöð Þorgeirs
og Ellerts á Akranesi 30 millj-
ónir króna auk dráttarvaxta og
18 milljónir króna í málskostnað
þann 9. janúar síðastliðinn í Hér-
aðsdómi Vesturlands.
Þörungaverksmiðjan rifti verk-
samningi við Skipasmíðastöð Þor-
geirs og Ellerts á Akranesi haust-
ið 2010 og komst héraðsdómur
að þeirri niðurstöðu að riftunin
hefði verið ólögmæt. - ngy
Verktaka dæmdar bætur:
Riftun dæmd
ólögmæt
STJÓRNMÁL Vigdís Hauksdóttir
framsóknarþingkona rann í hálku
í heimsókn sinni á Grænlandi og
braut upphandleggsbein. Hún
þarf að fara í aðgerð vegna slyss-
ins og verður frá þingstörfum
í nokkra daga. Sigrún Magnús-
dóttir, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, hleypur í skarðið á bók-
uðum fundum í næstu viku.
Ef Vigdís verður lengur frá
störfum þarf að kalla inn vara-
þingmann hennar, Sveinbjörgu
Birnu Sveinbjörnsdóttur. - kbg
Rann í hálku á Grænlandi:
Brotin og þarf
að fara í aðgerð
Þjálfuðu fálkana sína
ABU DHABI Emírítar fylgjast með dróna sem þeir settu fjöður á til þess að þjálfa
fálkana sína. Með auknum tækniframförum hefur fálkaþjálfun, sem sterk hefð er
fyrir meðal Emíríta, breyst mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
ÖRYGGISMÁL Ólöf Nordal innan-
ríkisráðherra telur rétt að skoða
hvort veita eigi lögreglunni for-
virkar rannsóknarheimildir til
að koma í veg fyrir að alþjóðleg
glæpa- og hryðjuverkasamtök nái
fótfestu hér á landi.
„Við erum ekki með sam-
bærilegar heimildir á við önnur
Scheng en-ríki. Við erum í Scheng-
en-samstarfinu en við höfum ekki
þessar heimildir til þess að vera
sambærileg
þeim þjóðum.
Við þurfum að
meta það hvort
við teljum að það
sé í lagi að þær
séu ekki til stað-
ar og hvort það
sé nauðsynlegt
fyrir okkur að
hafa þær,“ sagði Ólöf í samtali við
fréttastofu Stöðvar 2. - srs
Koma skal í veg fyrir fótfestu glæpasamtaka:
Kannar heimildir
ÓLÖF NORDAL
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
F
1
-F
9
4
8
1
7
F
1
-F
8
0
C
1
7
F
1
-F
6
D
0
1
7
F
1
-F
5
9
4
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
6
4
s
_
5
2
2
0
1
5
C
M
Y
K