Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 18
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Alþingi árið 2014 þingsályktun um aðgerð- ir í þágu lækninga á mænuskaða. Álykt- unin tekur til ýmissa veigamikilla atriða sem gagnast geta veröldinni svo sem eins og Norðurlandasamstarfi um mænu skaða sem nú þegar er komið í farveg. Eitt þeirra atriða sem ályktunin kveður á um er að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að einu af þeim þróunarmarkmiðum sem Sam- einuðu þjóðirnar setja á þessu ári verði beint að framförum í lækningu sjúkdóma og skaða í taugakerfinu. Vegna þessa hefur utanríkisráðuneytið bætt taugakerfinu við sem einni af þeim fimm tillögum sem Ísland leggur fram til þróunarmarkmiða áranna 2015 til 2030 og sent til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Þar var framtakinu vel tekið og Íslandi þakkað sérstaklega fyrir frumkvæði sitt í þágu mænuskaðans/ taugakerfisins. Í skýrslu aðalritarans sem kom út í desember síðastliðnum kom í ljós að hann mælir með að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði þegar aðildarríki Sam- einuðu þjóðanna samþykkja sautján ný þró- unarmarkmið í september næstkomandi. Það skiptir miklu máli að fá „aukinn skiln- ing á virkni taugakerfisins“ samþykkt sem þróunarmarkmið hjá Sameinuðu þjóðunum. Vandinn er afar stór því hundruð milljóna manna um víða veröld þjást vegna sjúk- dóma og skaða í taugakerfinu svo sem MS, MND, Parkinson, flogaveiki, Alzheimer, CP-heilalömunar, geðsjúkdóma, æxlamynd- unar og skaða sem hlýst vegna slysa svo sem heila- og mænuskaða. Afar erfiðlega hefur gengið að finna lækningu í tauga- kerfinu og er ein aðalástæðan sú að lækna- vísindin hafa ekki fullan skilning á virkni þess. Þess vegna þarf alþjóðlegt taugavís- indasvið mjög á athygli og aðstoð að halda frá alþjóðasamfélaginu. Ályktun fylgt eftir Nú þegar eru umræður hafnar í aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna um hver skuli verða næstu þróunarmarkmið. Þar halda á málum utanríkisráðherra Íslands og ráðuneyti hans ásamt sendiráði Íslands í New York. Ekki er að efa að róður fulltrúa Íslands við að fá taugakerfið samþykkt sem þróunarmark- mið mun verða afar þungur og mikinn póli- tískan þrýsting þarf að setja í málið til að fá það samþykkt. Stjórn Mænuskaðastofn- unar Íslands biður því ráðherra og þing- menn um að fylgja vel eftir eigin ályktun og kynna málið þar sem því verður viðkomið svo sem fyrir Norðurlandaþinginu, Evrópu- ráðsþinginu, alþjóðaþingmannasambandinu, Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og leita eftir stuðningsyfirlýsingu frá þessum samtökum um að tillagan „aukinn skilningur á virkni taugakerfisins“ verði gerð að þróun- armarkmiði hjá SÞ í haust. Ísland og þróunarmarkmið SÞ HEILBRIGÐIS- MÁL Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofn- unar Íslands– G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R ÍS LE N SK A S IA .I S M SA 6 55 52 0 9/ 13 M eðan við hrósum okkur af því að hér sé meiri hag- vöxtur en í flestum nálægum löndum, verðbólga sé nokkuð undir viðmiðunum og stöðugleiki meiri en við nánast þekkjum, er annað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Stýrivextir hér eru margfalt hærri en í nálægum löndum, löndum sem við viljum og eigum að bera okkur sama við. Fátt er hentugra til samanburðar en verð á peningum. Seðlabanki hvers lands ákveður verð á peningum sinna þjóða. Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru þeir hæstu í saman- burðinum, eða 4,5 prósent. Og ekki bara það. Þeir eru margfalt hærri en annars staðar. Sem dæmi má nefna að þeir eru 1,25 í Noregi, 0,5 prósent í Bretlandi, 0,05 prósent á evrusvæðinu, núll prósent í Svíþjóð og mínus hálft prósent í Danmörku. Meðal okkar er fólk sem veit fátt verra en Evrópusambandið og stöðu efnahagsmála þar. Samt eru vext- irnir hér nítugfalt hærri en stýrivextirnir á evrusvæðinu. Lengi vel voru helstu rök fyrir hærri stýrivöxtum hér þau að sökum hárrar verðbólgu væru vextirnir hér í raun ámóta og í öðrum löndum. Vextirnir voru sem sagt leiðréttir fyrir verðbólgunni. Nú hefur tekist að ná verðbólgunni niður, meðal annars vegna lækkandi olíuverðs á alþjóðamörkuðum. Þegar það gerist ætti með sömu rökum að vera kjörið tækifæri til að færa okkur nær öðrum löndum einmitt þegar verðbólgan hér hefur snarlækkað. Leyfa okkur að njóta þess. Eða er ekki svo? Nú er bara því miður ekkert að marka lágu verðbólguna okkar og hún gagnast ekki. Þótt háa verðbólgan kallaði á sífellt hærri vexti er ekki unnt að lækka vexti með lægri verðbólgu. Hvers vegna? Peningastefnunefnd Seðlabankans færir þessi rök fyrir ákvörðun sinni: „Lækkun alþjóðlegs eldsneytisverðs er hins vegar utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi auk þess sem sú minnkun verðbólgu sem af henni leiðir er tímabundin.“ Þetta er gamalkunnugt stef. Það neikvæða hittir okkur strax fyrir en þegar forsendur sýnast jákvæðar og við gætum notið góðs af, kemur alltaf eitthvað í veg fyrir það. Nú er lítt eða ekkert að marka lágu verðbólguna að mati Seðlabankans. Auðvitað skiptir krónan meginmáli í þessu öllu saman. Hún er nú engin heimsmynt, ræfillinn. Haftakróna sem er hvergi gjaldgeng í viðskiptum milli landa. Hún er varla framtíðargjald- miðill. Krónan er okkur dýr. Ríkisstjórn Íslands hefur einbeittan vilja til að slíta okkar einu hugsanlegu lífstaug frá þessu vand- ræðaástandi. Ekkert betra býðst en halda samningsmöguleikum við Evrópusambandið lifandi, þar eru stýrivextirnir nú níutíu sinnum lægri en vextirnir að baki krónunni okkar. Það virðist því vera fullkomið óráð að slíta eina strenginn til okkar, jafnvel þótt tæpur sé. Meðan þessu fer fram borgum við margfalt meira fyrir lánin okkar en þegnar annarra landa. Íslenskt verkafólk er miklir eftirbátar félaga sinna á hinum Norðurlöndunum. Kjör hér eru og verða verri en í samanburðarlöndunum og ekkert er í spil- unum sem vert er að horfa til. Frekar er vilji til að fækka mögu- leikunum en auka þá. Áfram verður Ísland okurland því hér er dýrt að búa. Stýrivextir eru 90 sinnum hærri en á evrusvæðinu: Okurlandið Ísland Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Af þalötunum þekkjum vér þá Í fyrirspurnum fá þingmenn færi til að spyrja ráðherra milliliðalaust um sín hugðarefni og fá greinargóð svör. Nokkurs konar internet, nema á form- legu þingskjali og fjöldi fólks leggur vinnu í að svara. Jóhanna María Sig- mundsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfisráðherra um notkun þalata. Hún er í þremur liðum: Telur ráðherra að nægilegt eftirlit sé með notkun þalata hérlendis og hvernig er því eftirliti háttað? Í hvaða framleiðslu hérlendis eru takmarkanir á notkun þalata? Hefur ráðherra upp- lýsingar um þróun notkunar á þalötum hérlendis? Meira um það þegar svörin berast. Sannleikann eða kontór Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til umhverfis- og auð- lindaráðherra um matarsóun. Hún er í sjö liðum og hafa tveir þeirra fjóra undirliði. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar er til fyrirmyndar: „Hvernig skilgreinir ráðherra matarsóun?“ Hér er spurt hreint út, ekki verið að flækja hlutina. Hver er persónuleg skil- greining Sigrúnar Magnúsdóttur á matarsóun? Hún hefði betur valið kontór. Ermauppbretting Ljóst er að Sigrún þarf aldeilis að bretta upp ermarnar til að svara fyrir- spurninni. Fyrir utan að skilgreina matarsóun þarf hún til dæmis að meta hve miklu af „matarafgöngum sem hefði mátt nýta“ er hent í mötuneytum, í verslunum, á heim- ilum og á öðrum stöðum. Þetta er nokkur starfi. Hér þarf í fyrsta lagi að leggja mat á hvort hefði mátt nýta matarafganga eður ei og ræður þá notkunin nokkru. Flesta afganga má til dæmis nýta í áburð. Þá verður athyglisvert að sjá hve miklu er hent á „öðrum stöðum“ en þeim upptöldu. Erum við að fara að mæla hve mörgum Hlöllabátum er hent í ruslið um helgar, eða hve margar sam- lokur fara til spillis í útilegunni? kolbeinn@frettabladid.is 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 1 -1 1 3 8 1 7 F 1 -0 F F C 1 7 F 1 -0 E C 0 1 7 F 1 -0 D 8 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.