Fréttablaðið - 06.02.2015, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 6. febrúar 2015 | SKOÐUN | 19
Það er gott að búa í Kópa-
vogi, segir máltækið. Eða er
það málsháttur? Orðatiltæki
kannski? Allavega. Kópavogur.
Kópavogur leysti á dögunum
upp á sitt eindæmi eitt óleysan-
legasta vandamál mannkyns-
ins. Hvílík og önnur eins hug-
vitssemi hefur ekki sést í
áraraðir, ef þá nokkurn tím-
ann. Um er að ræða uppgötvun
á borð við hjólið, eldinn, prent-
vélina og pensilín. Jóhannes
Gutenberg, Alexander Flem-
ing, Ármann Kr. Ólafsson. Ég
vil kalla hana kökumylsnu-
aðferðina.
Jófríður Hanna Sigfúsdóttir,
launa- og rekstrarfulltrúi hjá
Kópavogsbæ, kærði bæinn til
kærunefndar jafnréttismála
í fyrra fyrir að greiða karl-
manni í sambærilegu starfi
hærri laun. Kærunefndin komst
að þeirri niðurstöðu að bærinn
hefði brotið lög. Það er gott að
búa í Kópavogi og þar er launa-
munur kynjanna ekki látinn
viðgangast. Ármann Kr. bæjar-
stjóri brást hratt og vel við eins
og frægt er orðið. Með gjörn-
ingi sem á einhvern óútskýr-
anlegan hátt var í senn í anda
móður Teresu og Maríu Antoin-
ette var óréttlætinu útrýmt.
„Köku mylsna handa öllum.
Voila, hallelúja og bon appetit.“
Karlinn var lækkaður í launum.
Hár í handarkrikum
Fyrir tveimur vikum skrifaði
ég grein sem birtist á þess-
um sömu síðum um launamun
kynjanna. Í einfeldni minni
stakk ég þar upp á að til að
fagna 100 ára afmæli kosn-
ingaréttar kvenna myndum
við útrýma launamun kynjanna
með því að hver einasta kona
færi til yfirmanns síns og bæði
um launahækkun. Ég tek þessa
frómu ósk hér með til baka. Það
er nefnilega til betri leið.
Konur hafa barist fyrir jöfn-
um launum á við karla lengur en
Kópavogur hefur verið í byggð.
Þær hafa hent sér fyrir hesta
og brennt brjóstahaldara. Þær
hafa ræktað hárvöxt í handar-
krikum, klætt sig eins og karl-
menn og svo eins og druslur. En
allt kemur fyrir ekki.
Hundaskítur á húnum
Manninum eru flestir vegir
færir. Hann hefur gengið á
tunglinu. Hann hefur ferðast
hraðar en hljóðið. Hann hefur
alið af sér Mozart, Marie Curie
og Justin Bieber. Hann hefur
beislað náttúruna og útrýmt
drepsóttum. En hvers vegna
hefur gengið svona illa að
útrýma launamun kynjanna?
Ástæðan er sú að við höfum
ekki hugsað út fyrir kass-
ann. Ekki eins og Ármann Kr.
Ármann er kominn svo langt út
fyrir kassann að fyrir honum
er kassinn ekki annað en dep-
ill í fjarska. Kassinn er eins og
Kópavogsbær séður úr geimn-
um.
Í stað þess að ég biðji um
launahækkun í tilraun minni til
að vera metin til jafns við karl-
kyns kollega hefði ég greini-
lega heldur átt að biðja um
launalækkun karlkyns kolleg-
um til handa. Hæ, Guðmundur
Andri. Hæ, Sigurjón M.
Og hvers vegna að láta þar
við sitja. Kökumylsnuaðferð
Ármanns má beita á hina ýmsu
þætti daglegs líf. Ertu með
hausverk? Stingdu nál í lærið á
þér og ég ábyrgist að þú hætt-
ir að finna fyrir honum. Ertu í
vondu skapi? Klíndu hundaskít
á hurðarhún nágranna þíns og
þú getur yljað þér við þá vitn-
eskju að bráðum verður ein-
hver í jafn vondu skapi og þú.
Og hví ekki að hugsa stórt?
Til að lina hugarvíl þeirra sem
eru með skalla, hvernig væri
að raka hárið af öllum íbúum
jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu?
Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk
súrt yfir tollaskertu ostaúrval-
inu? Tökum aftur fyrir inn-
flutning á nammi. Aldrei neitt í
sjónvarpinu. Bönnum rafmagn.
Já, það hlýtur að vera gott að
búa í Kópavogi.
Kökumylsna handa öllum
Í DAG
Sif
Sigmarsdóttir
rithöfundur
Með gjörningi
sem á einhvern
óútskýranlegan hátt var
í senn í anda móður Ter-
esu og Maríu Antoinette
var óréttlætinu útrýmt.
„Kökumylsna handa
öllum. Voila, hallelúja og
bon appetit.“ Karlinn var
lækkaður í launum.
Á síðustu árum hafa mörg
frambærileg og mikilvæg
verkefni hlotið styrki úr
þróunarsjóði innflytjenda-
mála, t.d. rannsóknir á stöðu
húsnæðismála innflytjenda
í Reykjavík, móðurmáls-
kennsla fyrir börn innflytj-
enda, rannsókn á aðstæðum
innflytjenda á vinnumarkaði
og hönnun námskeiðs fyrir
samfélagstúlka. Þetta eru
aðeins nokkur dæmi af fjöl-
mörgum, en sjóðurinn hefur
frá árinu 2007 unnið að þeim
markmiðum að stuðla að
samfélagi þar sem allir geta verið virkir
þátttakendur, óháð þjóðerni og uppruna,
og að auðvelda gagnkvæma aðlögun inn-
flytjenda og samfélagsins alls, okkur
öllum til hagsbóta.
Áhersla á þróunarverkefni
Áherslur þróunarsjóðsins í ár eru í sam-
ræmi við markmið og áherslur þings-
ályktunartillögu um framkvæmdaáætlun
í málefnum innflytjenda 2015-2019, sem
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis-
málaráðherra, mun leggja fram á Alþingi
á komandi vikum, en innflytjendaráð
hefur, ásamt starfsfólki ráðuneyta og
stofnana, unnið að henni í umboði og eftir
fyrirmælum ráðherra. Í fyrsta lagi verð-
ur lögð áhersla á „þróunarverkefni sem
styðja við félög sem hafa það að mark-
miði að efla virka þátttöku innflytjenda
í samfélaginu og vinna að hagsmuna-
málum þeirra“. Ein jákvæðasta þróun
undanfarinna ára í málaflokknum er sú
mikla gróska sem verið hefur hjá félags-
og hagsmunasamtökum innflytjenda, en
slík samtök gegna gríðarlega mikilvægu
hlutverki og er það eindreginn vilji okkar
að styðja þau áfram á næstu árum.
Í öðru lagi er áhersla lögð á „þró-
unarverkefni sem styrkja nærþjón-
ustu við innflytjendur á öllum stig-
um stjórnsýslunnar og í samfélaginu
almennt“. Það er metnaðarmál fyrir
okkur að vinna að bættri þjónustu við
innflytjendur á öllum stigum stjórn-
sýslunnar, og höfum við fundið sterkt
fyrir því sama hjá fagfólki sem vinn-
ur á sviði innflytjendamála. Í þriðja
lagi er áhersla sjóðsins á „þróunar-
verkefni og rannsóknir sem beinast
að auknum tækifærum innflytjenda
til endurmenntunar og starfstengds
náms og stuðla almennt að bættri
stöðu þeirra á vinnumarkaði“. Við
teljum mikilvægt að sérstaklega sé
hugað að þörfum innflytjenda við skipu-
lag náms á öllum stigum, til að tryggja að
þeir njóti í raun jafnra tækifæra og aðrir.
Að sama skapi er mikilvægt að vinna að
því að auðvelda innflytjendum að nýta
menntun sína og hæfileika á vinnumark-
aði, en það er alltof algengt að aðgangs-
hindranir hérlendis komi í veg fyrir að
svo sé.
Síðasta áhersla sjóðsins í ár er „þró-
unarverkefni sem sýna hvernig fjöl-
menning eykur félagsauð og styrkir inn-
viði samfélagsins“. Undanfarna mánuði
og ár hefur því miður borið of mikið á
neikvæðri umræðu í samfélaginu, sem
á engan rétt á sér og endurspeglar ekki
hversu jákvæð fjölmenning er fyrir
íslensk samfélag og allt það jákvæða sem
innflytjendur koma með til íslensks sam-
félags. Þegar fólk af ólíkum uppruna og
bakgrunni tekst í sameiningu á við erf-
iðustu verkefni samtímans, náum við
fram betra og réttlátara samfélagi. Þessa
meginreglu hefur innflytjendaráð haft að
leiðarljósi í störfum sínum við þróunar-
sjóð og framkvæmdaáætlun – og á því
verður engin breyting.
Stór skref með þróunar-
sjóði innfl ytjendamála
INNFLYTJ-
ENDUR
Sigurjón
Kjærnested
formaður inn-
fl ytjendaráðs og
varaþingmaður
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
6
7
7
5
VELDU GÓÐAN BÍL
SUBARU ER EINN ÖRUGGASTI BÍLL SEM ÞÚ GETUR KEYPT
6,5 l / 100 km
í blönduðum akstri
Ný LINEARTRONIC stiglaus sjálfskipting
með þrepastillingum í stýri.
Subaru Forester 2.0 PREMIUM
Nýr lánamöguleiki: 10% útborgun eða 549.000 kr.
Verð: 5.490.000 kr.
Rekstraröryggi og gott endursöluverð er það sem allir þekkja og kemur fyrst upp í
hugann. Lágur þyngdarpunktur, þverliggjandi BOXER vél og sítengt fjórhjóladrif með
tölvustýrðri stöðugleikastýringu er lykillinn að akstursöryggi. Allir Subaru eru með 5
stjörnur í árekstrarprófunum EuroNCAP.
NÚ VÆRI GOTT AÐ VERA Á SUBARU!
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
1
-A
0
6
8
1
7
F
1
-9
F
2
C
1
7
F
1
-9
D
F
0
1
7
F
1
-9
C
B
4
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
_
5
2
2
0
1
5
C
M
Y
K