Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.02.2015, Blaðsíða 33
LÍFIÐ 6. FEBRÚAR 2015 • 7 MYNDAALBÚMIÐ Fjölskyldan slakar á í náttúrulaug við Eldborg. Mæðgurnar við útskrift Þórdísar úr UGA. Ásamt Brynhildi samstarfskonu sinni við móttöku forvarnaverðlauna Stíga- móta fyrir heimildarmyndina „Fáðu Já“. pabbi, læknirinn sjálfur, hrósaði heilaslettunum í hástert fyrir að vera afar trúverðugar.“ Ritstörfin hófust fyrir alvöru árið 2005, þegar Þórdís Elva hóf störf sem blaðamaður og pistla- höfundur á tímaritinu Grapevine. Sama ár var fyrsta leikrit henn- ar sett upp í Hafnarfjarðarleikhús- inu. „Mér varð smám saman ljóst að ég vildi frekar vera röddin á bak við leikverkið heldur en túlk- andinn á sviðinu, enda hefur leik- skáldið meira tækifæri til að koma skilaboðum á framfæri við sam- félagið heldur en leikarinn á svið- inu. Ég játa að stundum sakna ég leiklistarinnar, en leikkonan í mér fær samt útrás í fyrirlestrahaldi,“ segir Þórdís. „Þetta eru ekki ósvip- uð störf, sem fyrirlesari þarf maður að tileinka sér ákveðinn texta og flytja hann fyrir framan áhorfendur. Stundum fær maður meira að segja lófatak, líka.“ Þórdís Elva gaf sig ritstörfun- um æ meira á vald og hafa níu leik- verk eftir hana verið sett á svið. Árið 2009 kom út fyrsta bók henn- ar, Á mannamáli, sem var ein verð- launaðasta bók ársins og fjallaði um stöðuna í ofbeldismálum hér- lendis. Tveimur árum síðar skráði Þórdís sig Háskóla Íslands þar sem hún tók meistaranám í ritstjórn og útgáfu og vann hún í kjölfar- ið á fréttastofu RÚV. „Ástríða mín snýst fyrst og fremst um að koma upplýsingum á framfæri, sem er akkúrat það sem starf frétta- mannsins snýst um. Það var mikill skóli fyrir mig.“ Þórdís Elva hefur ekki verið að tvínóna við að koma upplýsingum á framfæri við ung- linga landsins, til dæmis með verð- launuðu stuttmyndinni „Fáðu já!“ sem var fyrsta leikstjórnarverk- efni poppstjörnunnar Páls Óskars. Myndin fjallar um mikilvægi þess að fá samþykki í nánum samskipt- um en framhaldsmyndin „Stattu með þér!“ er tilnefnd til Eddunn- ar í ár. „Stærstu verðlaunin eru þó fólgin í því að skynja hugarfars- breytingu hjá krökkum, en tæp 70% þeirra sögðust skilja betur muninn á klámi og kynlífi eftir að hafa séð „Fáðu já!“ Það þykir mér vænst um.“ „Ég er miðlafrík“ Þórdís er trúlofuð leikaranum Víði Guðmundssyni en hann er menntaður leikari sem vinn- ur sem leiklistarkennari með- fram talsetningu á barnaefni. „Víðir hefur verið að kenna leik- list á öllum skólastigum og kenndi meðal annars áhugaverð- an áfanga í Leiklistarháskóla Ís- lands þar sem nemendur skiptu um kyn. Einnig sameinumst við í leiklistarástríðunni en hann lék meðal annars í verki sem ég skrifaði og leikstýrði sjálf, Fyrir- gefðu ehf. Við erum mjög sam- hent og hann hefur skilning á minni ástríðu og ég hans, svo við erum aldrei uppiskroppa með um- ræðuefni.“ Saman eiga þau Víðir einn son sem byrjar í grunnskóla í haust en að auki fékk Þórdís tvær dætur hans í heimanmund eins og hún segir sjálf. „Þau eru á ólíkum aldri, frá 6 og upp í 16 ára, svo þeim fylgja mismunandi áskoranir, allt frá því að velja fyrstu skólatöskuna og yfir í að velja rétta framhaldsskólann.“ Framtíðin liggur bein og breið fyrir Þórdísi Elvu og kemur vel til greina að senda frá sér aðra bók enda með eindæmum hæfi- leikaríkur penni. „Mig langar rosalega mikið að skrifa aðra bók, ég er miðlafrík og finnst gaman að koma upplýsingum á framfæri með ólíkum miðlum. Bækur, leikrit, stuttmyndir og netið bjóða upp á ólíka en óþrjót- andi möguleika sem nýtast einn- ig í herferðarvinnu þar sem þarf að koma skilaboðum á framfæri sem víðast.“ Eitt er þó víst að fróðlegt verður að fylgjast með framvindu verkefna Þórdísar og á hún án efa eftir að gera líf margra einfaldara og ánægjurík- ara með áhrifum sínum og ein- beittum vilja til betra samfélags. TILBOÐSDAGAR Í LYFJU Viltu heilbrigðara hár? Eucerin DermoCapillaire hárvörurnar takast á við erfiðustu vandamálin í hári og hársverði. Viltu hreina og ferska húð! Eucerin DermatoCLEAN hreinsilínan hreinsar og lætur húð þína sannanlega anda betur. GILDIR FRÁ 2. - 20. FEBRÚAR Viltu endurnýja húðina? Eucerin DermoDENSIFYER eykur teygjanleika og þéttleika og hraðar endurnýjunarferli húðarinnar. Ertu hrædd við hrukkur? Húðlæknar mæla með Eucerin HYALURON til að minnka hrukkur. Endurheimtir stinnleika húðarinnar! Eucerin VOLUME-FILLER endurheimtir stinn- leika húðarinnar, gefur henni meiri fyllingu og endurmótar útlínur. 20% AFSLÁTTUR AF EUCERIN VÖRUM Viltu meiri fyllingu Eucerin VOLUME-FILLER CONCENTRATE eykur enn frekar virknina í daglegri andlitsumönnun þinni. Færðu bólur? Eucerin DermoPURIFYER berst gegn bólum og feitri húð á fjóra vegu. 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 F 0 -D F D 8 1 7 F 0 -D E 9 C 1 7 F 0 -D D 6 0 1 7 F 0 -D C 2 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.