Fréttablaðið - 06.02.2015, Side 50

Fréttablaðið - 06.02.2015, Side 50
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR LÍFIÐ 6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR „Þetta er heilmikið safn, meðal annars frá ferli mínum í París, þegar ég var að vinna hjá tísku- húsi Louis Féraud,“ segir tísku- hönnuðurinn Helga Björnsson. Í dag verður sýningin Un peu plus á fjölda teikninga og skissa eftir Helgu opnuð í Hönnunar- safni Íslands. Segja má að skiss- urnar séu upphaf hönnunarferlis- ins og Helga segir þær bæði skemmtilegan og mikilvægan hluta þess. „Mér finnst mjög gaman að skissa og svo tekur annað við, oft dettur eitthvað út eða lifnar við upp á nýtt þegar maður vinnur hugmyndina áfram.“ Nafn sýningarinnar kemur af gömlu minnisblaði sem fannst innan um teikningar og skissur Helgu. Á blaðið hafði hún skrifað niður nokkur stikkorð og þýða má Un peu plus sem „aðeins meira“. „Þeim fannst þetta vera svolítið upplagt, sumir eru svo duglegir að halda hlutunum hreinum, beinum og einföldum en einhvern veginn á ég svolítið bágt með það,“ segir Helga glöð í bragði, nafnið er því lýsandi fyrir verk Helgu sem eru allt í senn litrík, fjölbreytt og ævintýraleg. „Það er alveg svakalega erfitt,“ segir Helga og hlær þegar hún er spurð að því hvort hún sé ekki stressuð yfir því að opna skissu- bókina fyrir sýningargestum. Hún segir að skissurnar veki upp margar minningar, um atburði, tilfinningar og hugarástand. „Stundum dauðskammast maður sín fyrir eitthvað sem maður var að reyna að koma út úr sér og svo er annað sem maður er ánægður með. Maður er rosa mikið að opna sig, finnst bara eins og maður sé að opna inn til sín.“ Þegar hún vinnur skissurnar gefur hún ímyndunaraflinu laus- an tauminn og segir auðveldara að byrja á fantasíunni. „Ég fór oft Skissurnar upphaf sköpunar Sýningin Un peu plus með tískuskissum Helgu Björnsson verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag. Sumir eru svo duglegir að halda hlut- unum hreinum, beinum og einföldum en ein- hvern veginn á ég svo- lítið bágt með það. Facebook: NAME IT ICELAND Instagram: @NAMEITICELAND 8 þykkar beikonsneiðar, skornar í bita 2 msk. ósaltað smjör 2 laukar, skornir í þunnar sneiðar ¼ tsk. salt 1 msk. púðursykur 2 hvítlauksrif, fínhökkuð 1 tsk. ferskmalaður pipar 350 g óðalsostur, rifinn Hitið pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið beikonið svo að fitan byrjar að renna af því og beikonið er aðeins byrjað að steikjast. Það á eftir að klára steikinguna í ofninum. Færið beikonið af pönnunni yfir á disk þakinn eldhúspapp- ír og myljið pipar yfir. Látið fituna vera áfram á pönnunni, lækkið hitan í lágan hita og bætið smjöri saman við. Þegar smjörið er bráðnað er laukurinn settur á pönnuna ásamt salti. Setjið lok yfir og eldið við vægan hita í klukkustund, en hrærið í lauknum á 10 mínútuna fresti. Eftir klukkustund er púðursykri bætt á pönnuna og látið krauma áfram undir loki í 15 mínútur. Hrærið hvítlauk saman við og takið af hitanum. Færið laukinn yfir í skál og leggið til hliðar. Fletjið pitsubotnana út og stráið helmingnum af ostinum yfir þá. Setjið laukinn yfir ostinn og þar á eftir beik- onið. Endið á að setja ost yfir og bakið við 180°C í 30–35 mínútur, eða þar til botninn er gylltur og osturinn bráðnaður og kominn með fallegan lit. Uppskrift fengin af Ljufmeti.com Ljúff eng pitsa með lauk og beikoni Pitsur eiga sérstaklega vel við á föstudögum. Hér er ein með karamelliseruðum lauk og pipruðu beikoni. PITSA Hentar stórvel sem kvöldmatur á föstudagskvöldi. MYND/SVAVA GUNNARSDÓTTIR HELGA Hér sést Helga ásamt broti af þeim skissum sem hún hefur teiknað í gegnum árin. „Upphaflega ætlaði ég að reyna að finna einhvern milliveg á milli myndlistarbakgrunns míns og tón- listarinnar og var með rosa pæl- ingu. En þetta er bara tengingin, hún kom bara af sjálfri sér,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, mynd- og tónlistarkona, um verkið Hauginn sem verður sýnt í Galleríi Gróttu. „Við í FM Belfast vorum að túra allt síðasta ár og við skreytum allt- af sviðið þegar við túrum,“ segir Lóa og bætir við: „Í fyrra byrj- aði ég að tína skrautið saman eftir tónleika. Í fyrstu til þess að spara pening, svo af því það var svo fal- legt. Svo fór þetta bara að stækka og stækka.“ Haugurinn varð hluti af sviðs- myndinni og ferðaðist með hljóm- sveitinni um alla Evrópu. Hann hefur því komið víða við og Lóa segir persónulega tengingu hafa orðið til á milli hljómsveitarmeð- lima og Haugsins sem varð að nokkurs konar sjöunda meðlim hljómsveitarinnar. „Stundum var fólk orðið fúlt út í hann af því að hann tók svo mikið pláss á sviðinu og var að stela alls konar dóti. Guð má vita hvað leynist inni í þessari flækju,“ segir Lóa og hlær. Sýningin verður opnuð á Safna- nótt klukkan sjö í Galleríi Gróttu sem staðsett er á annarri hæð á Eiðistorgi við hlið Bókasafns Sel- tjarnarness. Einnig mun Lóa verða með leiðsögn um Gallerí Gróttu klukkan tíu í kvöld. - gló Skrautið varð Haugur dálítið langt í skissunum, bætti við og gat ekki hætt.“ Helga notast enn við skissurnar en undanfarin ár hefur hún meðal annars hannað búninga fyrir leik- hús og að vinna slæður með fyrir- tæki sem heitir Saga Kakala. „Ég fór yfir í það að skissa í tölvu líka og hef gert það svolítið. En mér líður aldrei eins þegar ég geri það í tölvu og þegar ég geri það sjálf. Ég kemst ekki í jafn mikið stuð,“ segir hún og bætir við: „Höndin verður einhvern veginn að koma við blaðið og litina.“ Un peu plus verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands í dag klukkan fimm. gydaloa@frettabladid.is 2 8 -1 2 -2 0 1 5 0 0 :5 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 F 0 -A 4 9 8 1 7 F 0 -A 3 5 C 1 7 F 0 -A 2 2 0 1 7 F 0 -A 0 E 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 5 2 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.