Fréttablaðið - 06.02.2015, Page 56
6. febrúar 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 40
Ég er með einkabíl-
stjóra sem sækir mig
venjulega á BMW eða
flottum bandarískum
kagga. Þetta er alvöru
þjónusta.
Viðar Örn Kjartansson
FÓTBOLTI Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skrifaði í
gær undir samning við norska félagið Vålerenga.
Samningur Elíasar er til þriggja ára. Hann var
áður á reynslu hjá félaginu og stóð sig það vel að
hann fékk samning.
Þetta er tvítugur strákur sem var valinn efnileg-
asti leikmaður Pepsi-deildarinnar síðasta sumar.
Elías Már skoraði þá sex mörk í 20 leikjum
með liðinu í Pepsi-deildinni. Hann spilaði
sína fyrstu landsleiki fyrir A-landslið Ís-
lands þegar það mætti Kanada í tveimur
vináttulandsleikjum á dögunum.
Vålerenga seldi Viðar Örn Kjartansson
til Kína í janúar en fær nú til liðsins annan
ungan Íslending. - hbg
Elías Már samdi við Vålerenga
FÓTBOLTI „Þetta er mjög svipað og
Selfoss. Það eru reyndar aðeins
fleiri veitingastaðir hérna,“ segir
framherjinn Viðar Örn Kjartansson
léttur en hann er nýfluttur til Kína.
Viðar Örn og unnusta hans,
Thelma Rán Óttarsdóttir, eru
búsett í borginni Nanjing en rúm-
lega 8 milljónir búa í borginni og
næsta nágrenni. Þau fluttu til lands-
ins fyrir viku en Viðar kom fyrst í
janúar til þess að skoða aðstæður
og skrifa undir þriggja ára samning
við Jiangsu Guoxin-Sainty.
„Við búum í glæsilegri svítu á
flottu hóteli. Það er verið að gera
vel við okkur. Þetta er eiginlega svo
flott að ég vil helst ekki flytja,“ segir
Viðar en skötuhjúin eru komin með
íbúð sem þau eru að fara flytja í.
„Íbúðin er á 30. hæð í flottu
hverfi. Það eru bara blokkir hérna.
Maður sér ekkert einbýlishús. Minn
versti galli er reyndar sá að ég er
mjög lofthræddur þannig að ég verð
líklega ekki límdur við gluggann.
Ég get þó notið útsýnisins úr miðri
íbúðinni. Ef ekki þá bara dreg ég
fyrir.“
Borðar alltaf á sama staðnum
Umhverfið í Nanjing er allt annað
en Viðar og Thelma eiga að venjast.
„Það er allt mjög stórt hérna.
Við verðum að venja okkur á nýjan
mat en við erum samt búin að fara
á sama veitingastaðinn fimm kvöld
í röð. Fundum flott hlaðborð á 60.
hæð á hóteli. Ég var búinn að búa
mig undir miklar breytingar enda
er hér önnur menning og hefðir,“
segir framherjinn en ætlar hann að
leggja í að læra kínversku?
„Ég er með höfuðið í bleyti. Ég er
samt ekki viss um að ég nái tungu-
málinu á þeim tíma sem ég verð
hérna.“
Selfyssingurinn hóf æfingar hjá
sínu nýja félagi á sunnudag. Hann
er ekki með löglegt bílpróf í Kína
og fær það ekki fyrr en hann verð-
ur búinn að læra kínversku táknin á
umferðarskiltunum. Forráðamenn
félagsins bjarga þó málunum. „Ég
er keyrður á æfingar. Ég er með
einkabílstjóra sem sækir mig venju-
lega á BMW eða flottum bandarísk-
um kagga. Þetta er alvöru þjónusta,“
segir Viðar Örn og hlær dátt.
Tveir túlkar á æfingum
Það mega þrír útlendingar vera hjá
hverju liði í kínversku deildinni.
Sainty er með Viðar, Brasilíumann
og svo er Hollendingur á leiðinni.
Þjálfari liðsins er svo kínverskur
og það gengur mikið á þegar æfing-
ar fara fram.
„Ég er með túlk á æfingum sem
er eiginlega alveg upp við mig og
segir mér frá öllu sem þjálfarinn
segir. Svo er annar túlkur fyrir hol-
lenska aðstoðarþjálfarann okkar.
Þetta er mjög skrítið bæði á æfing-
um og fundum því það eru allir að
tala hver ofan í annan og allir tala
mjög hátt. Ég skil ekki alveg hvern-
ig kínversku strákarnir heyra það
sem er verið að segja við þá.“
Viðari Erni líst vel á strákana
sem eru með honum í liði og segir
þá vera frambærilega knattspyrnu-
menn.
„Þetta er betra en ég hélt allt
saman. Það halda eflaust einhverj-
ir að ég sé að fara að slaka á hérna.
Það er sko ekki þannig. Það er mik-
ill hraði á æfingum og strákarn-
ir hérna eru teknískari en í Nor-
egi. Við erum með sex kínverska
landsliðsmenn. Það er kannski ekki
sterkasta landslið í heimi en ég sé
að það eru hörkuspilarar hérna. Ég
vil meina að gæðin hér séu töluvert
betri en í Noregi. Aðstæðurnar eru
svo stórkostlegar og allt betra en ég
bjóst við. Við æfum tvisvar á dag
og er tekið svakalega á því. Erfið
hlaupaæfing fyrir hádegi og fótbolti
í 90 mínútur eftir hádegi.“
Sainty er með fjóra stóra gras-
velli til að æfa á og þeir eru allir
iðjagrænir á þessum árstíma.
„Heimavöllurinn tekur um 65
þúsund manns og venjulega eru að
mæta um 30 þúsund á leiki. Þegar
stóru liðin mæta þá eru hátt í 50
þúsund manns í stúkunni. Það verð-
ur breyting að spila fyrir framan
SPORT
Með túlk og einkabílstjóra
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er himinlifandi með fyrstu dagana í milljónaborginni Nanjing. Hann
segir aðstæður frábærar. Framherjinn er að fl ytja í íbúð á 30. hæð og þarf að vinna bug á loft hræðslu.
BARÁTTA Viðar berst hér við Maroune
Fellaini, leikmann Man. Utd.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SPENNANDI TÍMAR Viðar Örn er farinn að telja niður í fyrsta leik í Kína en fyrst þarf hann að komast í gegnum erfitt undirbúningstímabil í Nanjing. Hann er hér í baráttu
við Belgann Jan Vertonghen. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
svona marga,“ segir Viðar en fyrsti
leikur hans með nýju liði er 8. mars.
„Ég hugsa að þetta verði
skemmtilegt og spennandi og ég
get ekki beðið eftir fyrsta leiknum.“
Henry Birgir
Gunnarsson
henry@frettabladid.is
ÚRSLIT
OLÍS-DEILD KVENNA
FYLKIR - SELFOSS 21-17 (8-6)
Fylkir: Thea Imani Sturludóttir 7, Hildur Björns-
dóttir 6, Patrícia Szölösi 4, Diljá Mjöll Aronsdóttir
1, Hafdís Shizuka Iura 1, Kristjana B. Steinars-
dóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.
Selfoss: Þuríður Guðjónsdóttir 6, Kristún Stein-
þórsd. 3, Perla Alberts. 3, Hrafnhildur Þrastardóttir
1, Harpa Brynjarsdóttir 1, Carem Palamariu 1.
OLÍS-DEILD KARLA
ÍBV - HAUKAR 17-21 (9-11)
ÍBV: Grétar Þór Eyþórsson 8/1, Magnús Stefáns-
son 3, Agnar Smári Jónsson 2, Sindri Haraldsson
1, Theodór Sigurbjörnsson 1, Andri Heimir Frið-
riksson 1, Einar Sverrisson 1.
Haukar: Einar Pétur Pétursson 7, Jón Þorbjörn
Jóhannsson 5, Adam Haukur Baumruk 2, Þröstur
Þráinsson 2/1, Brynjólfur Brynjólfsson 1, Elías Már
Halldórsson 1, Janus Daði Smárason 1, Tjörvi Þor-
geirsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1/1.
AKUREYRI - ÍR 23-23 (10-6)
AK: Kristján Orri Jóhannsson 7/2, Heimir Örn
Árnason 4, Nicklas Selvig 4, Bergvin Þór Gíslason
3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Þrándur Gíslason 2,
Sigþór Heimisson 1.
ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 6/1, Bjarni Fritzson 4,
Daníel Ingi Guðmundsson 4/1, Arnar B. Hálfdáns-
son 4, Davíð Georgsson 2, Brynjar Steinarsson 1
(1), Jón H Gunnarsson 1, Eggert Jóhannsson 1.
STJARNAN - FH 24-26 (13-13)
Stjarnan: Egill Magnússon 8, Starri Friðriksson
7/4, MIlos Ivosevic 4, Andri Hjartar Grétarsson 3,
Víglundur Jarl Þórsson 2.
FH: Andri B. Haraldsson 9, Magnús Óli Magnússon
6, Benedikt R. Kristinsson 4, Ásbjörn Friðriksson
4, Ísak Rafnsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1.
HK - AFTURELDING 15-25 (7-11)
HK: Leó Snær Pétursson 4, Guðni Már Kristinsson
4, Andri Þór Helgason 4, Þorgrímur Smári Ólafs-
son 2, Tryggvi Þór Tryggvason 1.
Afturelding: Jóhann Gunnar Einarsson 9, Árni
Bragi Eyjólfsson 4, Ágúst Birgisson 3, Elvar
Ásgeirsson 2, Gunnar M. Þórsson 2, Jóhann
Jóhannsson 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Kristinn
H. Bjarkason 1, Örn Ingi Bjarkason 1.
DOMINOS-DEILD KARLA
SNÆFELL - ÞÓR 86-101 (47-49)
Snæfell: Christopher Woods 21/13 fráköst,
Sigurður Á. Þorvaldsson 20/5 fráköst.
Þór Þ.: Grétar Ingi Erlendsson 31/6 fráköst,
Nemanja Sovic 18/5 fráköst.
GRINDAVÍK - KR 71-73 (37-41)
Grindavík: Rodney Alexander 25/12 fráköst, Jón
Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar,
Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst.
KR: Michael Craion 28/13 fráköst, Pavel Ermolins-
kij 12/8 fráköst/10 stoðsendingar.
KEFLAVÍK - NJARÐVÍK 90-100 (41-40)
Keflavík: Davon Usher 28/5 fráköst, Guðmundur
Jónsson 24, Þröstur Leó Jóhannsson 20/11 fráköst.
Njarðvík: Stefan Bonneau 48/12 fráköst, Hjörtur
Hrafn Einarsson 16/4 fráköst.
TINDASTÓLL - ÍR 105-83 (58-38)
Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 19/9 fráköst,
Darrel Keith Lewis 13/4 fráköst.
ÍR: Trey Hampton 16/4 fráköst, Vilhjálmur
Theodór Jónsson 15/8 fráköst.
115 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir,
markahæsti leikmaður deildarinnar,
skoraði eitt mark í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar virðast geta gert lítið rangt þessa dag-
ana eftir að þeir fengu til sín Bandaríkjamanninn Stefan Bonneau,
en hann átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar Njarðvík vann
tíu stiga stigur, 100-90, á útivelli gegn grönnum sínum í Keflavík.
Bonneau skoraði 48 stig, tók 12 fráköst og gaf 4 stoðsendingar, en
með hann í liðinu er Njarðvík búið að vinna fjóra leiki í röð og bara
tapa fyrir ósigruðu toppliði KR á nýju ári.
Bonneau hefur verið magnaður síðan hann kom til Njarðvíkur,
en í fyrstu fimm leikjum sínum með liðinu hefur hann skorað
37 stig, tekið 7,2 fráköst gefið 5,2 stoðsendingar að meðaltali í
leik. Njarðvíkingar eru komnir upp í þriðja sætið og virðast til alls
líklegir með þennan ótrúlega mann í liðinu.
Íslandsmeistarar KR eru enn á toppnum, en þeir komust í hann
krappann gegn Grindavík á útivelli. Michael Craion skoraði sigur-
körfuna, 73-71, þegar örskammt var til leiksloka. - tom
Bonneau óstöðvandi í Sláturhúsinu
MAGNAÐUR Stefan Bonneau hefur fært leik
Njarðvíkur á annað plan. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2
8
-1
2
-2
0
1
5
0
0
:5
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
F
2
-C
8
A
8
1
7
F
2
-C
7
6
C
1
7
F
2
-C
6
3
0
1
7
F
2
-C
4
F
4
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
_
5
2
2
0
1
5
C
M
Y
K