Hagskýrslur um landbúnað

Útgáva

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1919, Síða 7

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1919, Síða 7
Inngangur. Introdudion. I. Búpeningur. Le bétail. Framteljendur búpenings hafa verið laldir í búnaðarskýrsl- unum svo sem hjer segir: 1913 .... 10 878 1914 .... 11 086 1915 .... 11070 1916 .... 11443 1917 .... 11-925 Hefur framteljendum samkvæmt þessu fjölgað töluvert mikið tvö síðuslu árin. í fardögum 1917 var sauðfjenaður talinn samkvæmt bún- aðarskýrslunum nál. 604 þúsund. Reynslan liefur sýnt það undan- farið, að fjártalan í búnaðarskýrslunum er æfinlega töluvert of lág. Þannig reyndist sauðfjenaðurinn við fjárskoðunina veturinn 1906—07 um 109 þúsundum fleiri en fram var lalið í búnaðarskýrslunum vorið eftir (1907). En með því að ekki virðist ástæða til að ætla, að framtalið muni vera mun betra eða lakara eitt árið heldur en annað, mun líklega óhætt að byggja á búnaðarskýrslunum saman- burð milli ára um liltölulega fjölgun eða fækkun. Vorið 1916 löldu búnaðarskýrslurnar sauðfjenaðinn 589 þús. Hefur lionum því fjölgað fardagaárið 1916—17 um rúml. 14 þúsund eða 2.4°/o. Vorið 1915 var sauðfjenaðurinn talinn 556 þúsund, svo að á báðum árunum næstu þar á eftir liefur fjölgunin verið alls 48 þúsund. Þessi fjölgun vegur samt ekki nærri upp á móti fækkun- inni tvö næstu árin á undan, sem var alls 79 þúsund. Fyrir fjár- fellinn var fjártalan komin upp í 635 þúsund (vorið 1913).

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.