Hagskýrslur um landbúnað - 01.02.1945, Blaðsíða 16
12
Búnaðarskýrslur 1943—44
liltölulega meira um alifugla, svin og loðdýr, því að þar eru nokkur stór
hænsnabú, svinabú og loðdýrabú, auk margra smáhópa, enda eru þessar
skepnur ekki eins nátengdar landbúnaðinum. Af svínum er þriðjungur-
inn í kaupsföðunum, af hænsnum tæpl. einn fimmti, en Ys af loðdýrunum.
2. Framteljendur búpenings.
Possesseurs de bétail.
Taldir liafa verið scrstaklega framteljendur nautgripa, hrossa, sauð-
fjár og hænsna, og má finna þær tölur fyrir hvern hrepp og sýslu og kaup-
stað í töflu III (bls. 4—9 og 50—55). Ennfremur hafa verið taldir framtelj-
endur geitf jár, svína og loðdýra, enda þótl þeir séu ekki tilgreindir í töflu
III. Sumstaðar hefur orðið að áætla töluna, þar sein skýrslur fengust ekki
nógu greinilegar, og gildir það einkum um suma kaupstaðina.
Tala framteljenda húpenings árin 1943 og 1944 hefur samkvænit þessu
verið svo sem hér segir:
Gripalala á liverh
1913 1941 1943 1944
Framteljendur lirossa .. 8 544 8 426 7.2 7.2
— nautgripa 8 086 8 556 4.6 4.3
— sauðfjár 9 571 57.8 56.8
— geitfjár 100 138 8.6 7.5
— svína 131 75 11.5 15.3
— hænsna 5 899 5 727 12.i 13.1
— loðdýra 465 431 12.6 11.8
Bæði þessi ár hefur framteljendum nautgripa og sauðfjár fækkað,
en þó ekki eins mikið og þessum gripum hefur fækkað, og koma því færri
gripir á hvern framteljanda nú en áður. Hænsnaframteljendum liefur líka
fækkað, enda þótt hænsnatalan hafi hækkað, og koma því fleiri hænsni á
hvern framteljanda.
II. Ræktað land.
Terrain cultivé.
Túnastærðin er talin hér i skýrslunum að mestu eftir því, sem
tilgreint er í Fasteignabók fvrir árið 1930, að viðbættri nýrækt samkvæmt
jarðabótaskýrslum siðan. Sjá um það nánar i Búnaðarskýrslum 1930
hls. 8*—9*. Síðar var gerð gangskör að því að leiðrétta túnastærðina
1936, þar sem hún virtist tortrvggileg í samanhurði við heyfenginn, og
notið við það aðstoðar Búnaðarfélagsins. 1943 hefur túnastærðin alls á
landinu verið talin 37 208 hektarar, en árið 1944 37 712 hektarar.
Stærð mat j urtagar ða var talin alls 925 ha. árið 1943, en 839 ha.
árið 1944.