Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Blaðsíða 14
12*
Búnaðarskýrslur 1961—63
þá þegar mjög lítinn búskap. Síðan, er búskapur þeirra fór enn þverr-
andi (og er nú víða enginn orðinn), hefur ekki þótt rétt að halda
þeim í bændatölu. — Þá hefur bændum einnig fækkað mjög í Barða-
strandarsýslum og á Vestfjörðum, og einnig á Austurlandi öllu. Á Mið-
vesturlandi, Norðurlandi og Suðurlandsundirlelndinu hefur bændum
fækkað liægar, en jió alls staðar nokkuð.
Árið 1954 var i fyrsta sinn talið til búnaðarskýrslu, hverjir voru
sjálfseignarbændur og hverjir leiguliðar. Síðan hefur þetta verið gert
á hverju ári, og hafi eitthvað á skort, að um þetta væri fullkomið fram-
tal í búnaðarskýrslum til Hagstofunnar, hefur verið leitað annarra
heimilda. Niðurstöður þessarar talningar eru ekki öruggar, en ættu þó
ekki að vera fjarri lagi. Fara þær nú á eftir:
1954 1957 1960 1963
Sjálfseignarbændur að öllu .... \ 4 242 3 898 3 903 3 845
— nokkru . / 470 282 257
Leiguliðar 2 275 1 881 1 744 1 458
Samtals 6 517 6 249 5 929 5 560
Framteljendur bufjár og jarðargróða hafa talizt sem hér segir
mteljendur: 1951 1954 1957 1960 1963
nautgripa 7 773 7 454 6 965 6 344 5 689
sauðfjár 10 252 12 565 12 328 11 996 11 783
hrossa 8 878 8 596 7 917 7 293 6 589
heyfengs 7 974 8 156 8 544 8 024 6 869
garðávaxta 9 782 8 104 7 175 6 182 3 771
alifugla 4 154 3 561 2 944 2 795 2 044
Framteljendum nautgripa hefur stöðugt farið fækkandi síðan 1951,
einkum í kaupstöðum og kauptúnum. Framteljendum sauðfjár fjölg-
aði fyrst eftir að aðalfjárskiptum lauk 1953, enda var þá engin sveit
fjárlaus fyrst á eftir. En strax eftir 1954 tók framteljendum sauðfjár
aftur að fækka, og hefur þvi haldið áfram síðan. Framteljendum hrossa
hefur farið fækkandi, enda fer hrossum fækkandi, einkum tömdum
hrossum bænda, og nú er ýmist Iítið eða ekkert orðið eftir af þvílíkri
eign. Síðan 1957 hefur framteljendum heyfengs einnig fækkað, og eins
er um þá, er fram hafa talið garðávexti og alifugla.
Síðan 1952 hefur Hagstofan talið framteljendur úr hópi bænda sér-
staklega. Hefur tala þeirra reynzt sem hér segir:
Framteljendur: 1952 1954 1957 1960 1963
nautgripa.......................... 6 147 6 059 5 893 5 546 5 190
sauðfjár .......................... 5 787 6 173 6 154 5 752 5 282
hrossa............................. 5 719 5 688 5 373 4 795 4 263
heyfengs........................... 6 341 6 233 6 221 5 792 5 369
garðávaxta ........................ 4 518 4 677 4 198 3 815 2 590
alifugla........................... 3 041 2 627 2 305 2 081 1 600