Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 16
14*
Búnaðarskýrslur 1961—63
Veðurfar árið 1963. Fyrri hluta janúarmánaðar voru stillur um allt
land, frost 10—15 stig í lágsveitum, en 15—20 stig í uppsveitum. Síðari
hluta mánaðarins var hlýrra, þíðviðri öðru hverju, en 5—10 stiga frost
aðra daga. í febrúar, marz og fyrstu viku aprílmánaðar voru veður
oftast hlý og hæg. Frá 9. apríl til 22. maí voru stórhríðar öðru hverju
á Norðurlandi, en þurrastormar á Suðurlandi. 23. mai hófst vorbati
með hlýrri sunnan- og suðvestanátt á Norður- og Austurlandi, en á
Suðvesturlandi voru í fyrstu miklar úrkomur með sunnanveðrunum,
og voru það slæm veður fj'rir lambfé. Júnímánuður var hlýr og veður
hagstæð, og miklir hitar um mánaðamótin júní—júlí. Eftir það var
sumarið kalt, einkum á Norðurlandi, frostnætur öðru hverju bæði í
júlí og ágúst og snjóaði oft í fjöll. Viku af september gerði stórviðri af
norðri með mikilli snjókomu á heiðum og fjöllum um austanvert
Norðurland. Fennti þá jafnvel sauðfé á heiðum uppi, einkum milli
Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum, en snjó þann, er þá gerði, tók
eigi að fullu í lægðum það, sem eftir var haustsins. Enn gerði norðan
áhlaup 24. september, og var það verst í Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslum. Á Suður- og Suðvesturlandi var sumarveðráttan miklu hag-
stæðari en á Norðurlandi, litlu kaldari en í meðallagi, úrkoma lítil og
hagstæð veður til heyskapar. Á norðanverðum Vestfjörðum og norðan-
verðu Austurlandi líktist veðráttan þvi, er var á Norðurlandi, en á Mið-
vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðu Austurlandi
liktist veður því, er var á Suðurlandi. Fárviðri gerði um allt land 24.
október, og snemma i nóvember gerði stórhrið með mikilli snjókomu
um austanvert Norðurland. Eftir það voru veður mild og hæg til árs-
loka.
4. Jarðargróði 1961—63.
Production of field crops etc. 1961—63.
Töflurnar II A og B (bls. 4—7) sýna jarðargróða eftir sýslum, tafla
A jarðargróðann alls, tafla B jarðargróðann hjá bændum einum. Tafla
III sýnir framleiðslu jarðargróða undir gleri og kálrækt, sem aðallega
er stunduð í sambandi við gróðurhús.
Frá aldamótum hefur heijfengur landsmanna verið sem hér segir,
talið í hestum (100 kg.). Vothey er talið með töðu og sömuleiðis hafra-
gras, hvort tveggja umreiknað i þurra töðu:
Taða, Öthcy,
þús. hestar þús. hestar
1901—05 ársmeðaltal 524 1 002
1906—10 526 1 059
1911 15 „ 574 1 138
1916—20 „ 513 1 176
1921—25 647 1 039
1926—30 798 1 032
1931—35 „ 1 001 1 019
1936—40 1158 1 098