Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 16

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 16
14* Búnaðarskýrslur 1961—63 Veðurfar árið 1963. Fyrri hluta janúarmánaðar voru stillur um allt land, frost 10—15 stig í lágsveitum, en 15—20 stig í uppsveitum. Síðari hluta mánaðarins var hlýrra, þíðviðri öðru hverju, en 5—10 stiga frost aðra daga. í febrúar, marz og fyrstu viku aprílmánaðar voru veður oftast hlý og hæg. Frá 9. apríl til 22. maí voru stórhríðar öðru hverju á Norðurlandi, en þurrastormar á Suðurlandi. 23. mai hófst vorbati með hlýrri sunnan- og suðvestanátt á Norður- og Austurlandi, en á Suðvesturlandi voru í fyrstu miklar úrkomur með sunnanveðrunum, og voru það slæm veður fj'rir lambfé. Júnímánuður var hlýr og veður hagstæð, og miklir hitar um mánaðamótin júní—júlí. Eftir það var sumarið kalt, einkum á Norðurlandi, frostnætur öðru hverju bæði í júlí og ágúst og snjóaði oft í fjöll. Viku af september gerði stórviðri af norðri með mikilli snjókomu á heiðum og fjöllum um austanvert Norðurland. Fennti þá jafnvel sauðfé á heiðum uppi, einkum milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum, en snjó þann, er þá gerði, tók eigi að fullu í lægðum það, sem eftir var haustsins. Enn gerði norðan áhlaup 24. september, og var það verst í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum. Á Suður- og Suðvesturlandi var sumarveðráttan miklu hag- stæðari en á Norðurlandi, litlu kaldari en í meðallagi, úrkoma lítil og hagstæð veður til heyskapar. Á norðanverðum Vestfjörðum og norðan- verðu Austurlandi líktist veðráttan þvi, er var á Norðurlandi, en á Mið- vesturlandi, sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðu Austurlandi liktist veður því, er var á Suðurlandi. Fárviðri gerði um allt land 24. október, og snemma i nóvember gerði stórhrið með mikilli snjókomu um austanvert Norðurland. Eftir það voru veður mild og hæg til árs- loka. 4. Jarðargróði 1961—63. Production of field crops etc. 1961—63. Töflurnar II A og B (bls. 4—7) sýna jarðargróða eftir sýslum, tafla A jarðargróðann alls, tafla B jarðargróðann hjá bændum einum. Tafla III sýnir framleiðslu jarðargróða undir gleri og kálrækt, sem aðallega er stunduð í sambandi við gróðurhús. Frá aldamótum hefur heijfengur landsmanna verið sem hér segir, talið í hestum (100 kg.). Vothey er talið með töðu og sömuleiðis hafra- gras, hvort tveggja umreiknað i þurra töðu: Taða, Öthcy, þús. hestar þús. hestar 1901—05 ársmeðaltal 524 1 002 1906—10 526 1 059 1911 15 „ 574 1 138 1916—20 „ 513 1 176 1921—25 647 1 039 1926—30 798 1 032 1931—35 „ 1 001 1 019 1936—40 1158 1 098
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.