Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Síða 26
24*
Búnaðarskýrslur 1961—63
ustu ár. Virðist svo, að 1963 hafi í fyrsta sinn ekki munað miklu, að
hún væri fulltalin. Hagstofan hefur áætlað, að alls hafi vantað 4—4,5
millj. kg á, að mjólkin hafi verið fulllalin í búnaðarskýrslum hin sið-
ustu ár, og hefur sú mjólk, er framleidd var og að notum kom, verið
108 millj. kg 1961, 113,5 millj. kg 1962 og 118,5 millj. kg 1963.
Meðalkýrnijt er misjafnlega mikil í sýslum landsins samkvæmt fram-
tölum. Yfirleitt er meðalnytin talsvert meiri, þar sem mjólk er seld, og
stafar það af því, að þar er kúm meira gefið til mjólkur. Hér fer á eftir
yfirlit yfir meðalkýrnyt (í kg) árin 1960—63 (tölur um meðalkýrnyt
fyrri ár eru í inngangi Búnaðarskýrslna 1955—57 og 1958—60):
1960 1961 1962 1963
Gullbringusýsla 2 475 2 602 2 635 2 723
Kjósarsýsla 2 698 2 856 2 705 2 828
Borgarfjarðarsýsla 2 605 2 665 2 807 2 738
Mýrasýsla 2 529 2 621 2 686 2 738
Snæfellsnessýsla 2 516 2 509 2 548 2 626
Dalasýsla 2 203 2 332 2 288 2 387
Austur-Barðastrandarsýsla 2 351 2 375 2 271 2 400
Vestur-Barðastrandasýsla 2 380 2 432 2 530 2 622
Vestur-ísafjarðarsýsla 2 703 2 657 2 616 2 742
Norður-ísafjarðarsýsla 2 571 2 637 2 706 2 786
Strandasýsla 2 502 2 524 2 469 2 704
Vestur-Húnavatnssýsla 2 503 2 524 2 649 2 693
Austur-Húnavatnssýsla 2 727 2 414 2 542 2 591
Skagafjarðarsýsla 2 521 2 490 2 575 2 647
Eyjafjarðarsýsla 2 898 2 944 2 969 3 039
Suður-Þingeyjarsýsla 2 836 2 813 2 912 3 029
Norður-Þingeyjarsýsla 2 350 2 240 2 395 2 311
Norður-Múlasýsla 2 295 2 292 2 380 2 501
Suður-Múlasýsla 2 347 2 369 2 384 2 600
Austur-Skaftafellssýsla 2 635 2 581 2 730 2 730
Vestur-Skaftafellssýsla .... 2 479 2 537 2 641 2 635
RangárvaUasýsla 2 552 2 639 2 742 2 696
Ámessýsla 2 739 2 876 2 915 2 965
Kaupstaðir 2 801 2 702 2 673 2 810
Allt landið 2 631 2 683 2 742 2 794
Meðalkýrnyt hefur verið mest i Eyjafjarðarsýslu öll árin síðan farið
var að telja mjólk fram til búnaðarskýrslu, nema 1957, þá var hún 12
kg hærri í Kjósarsýslu (2 949 kg, i Eyjafjarðarsýslu 2 937). Þetta er
enn eftirtektarverðara, þegar þess er gætt, að mjólkin í Eyjafjarðar-
sýslu er öll talin fram í lítrum og ætti því raunverulega að bæta 3%
við allar tölur mjólkurframleiðslu þar. Samkvæmt því hefur meðal-
kýrnytin í Eyjafjarðarsýslu verið: 1960 2 985 kg, 1961 3 032 kg, 1962
3. 058 kg, 1963 3 130 kg. — í Suður-Þingeyjarsýslu er um þriðjungur
mjólkurinnar (þ. e. vestan Ljósavatnsskarðs) talinn í lítrum.
Tölur þessar um meðalliýrnyt eru talsvert lægri en tölur nautgripa-
ræktarfélaganna um sama efni. Munurinn stafar af ýmsu: 1) Tölur
nautgriparæktarfélaganna eru miðaðar við vigt mjólkurinnar í fjósi,
sem er um 5% hærri en vigt þeirrar mjólkur, sem til nytja kemur og
fram er talin til búnaðarskýrslu. 2) Kýr nautgriparæktarfélaganna eru