Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Síða 28
26*
Búnaðarskýralur 1961—63
1961 1962 1963
Ær í ársbyrjun ................. 683 989 704 850 674 816
Sauðfé í ársbyrjun ............. 833 841 829 774 777 300
Lömb á móti fóðruðum 100 ám . 120 113 111
Lömb á móti fóðruðum 100 kindum 98 96 96
Síðan farið var að telja fram sláturlömb á hausti, árið 1946, hefur
tala lamba eftir vetrarfóðraðar ær verði furðu jöfn. Fæst urðu lömb
eftir vetrarfóðraðar ær 1949, þá aðeins 102, og flest 1961, 120. Hins vegar
hefur tala lamba eftir vetrarfóðraðar kindur verið nokkuð breytileg frá
ári til árs, einkum fjárskiptaárin, því að þá var oft margt gemlinga á fóðri.
Fjöldi haustlamba eftir vetrarfóðraðar kindur er talsvert misjafn
eftir sýslum, svo sem sjá má af tölu þeirra haustið 1963:
Tala baustlamba móti 100 fóðruðum
kindum óm
Gulibringusýsla 98 116
Kjósarsýsla 91 105
Borgarfjarðarsýsla 97 112
Mýrasýsla 84 97
Snœfellsnessýsla 86 101
Dalasýsla 93 105
Austur-Barðastrandarsýsla 104 119
Vestur-Barðastrandarsýsla 92 106
Vestur-ísafjarðarsýsla 108 122
Norður-ísafjarðarsýsla 91 105
Strandasýsla 109 125
Vestur-Húnavatnssýsla 93 108
Austur-Húnavatnssýsla 95 108
Skagafjarðarsýsla 93 107
Eyjafjarðarsýsla 106 124
Suður-Þingeyjarsýsla 117 135
Norður-Þingeyjarsýsla 111 130
Norður-Múlasýsla 91 104
Suður-Múlasýsla 91 105
Austur-Skaftafellssýsla 98 113
Vestur-Skaltafellssýsla 97 111
Rangárvallasýsla 99 114
Arnessýsla 92 104
Kaupstaðir 94 114
Allt landið 96(96,4) 111
Engar upplýsingar er að finna í búnaðarskýrslum skattyfirvalda um
fallþunga sláturfjár. En um það safnar Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins skýrslum frá öllum sláturhúsum, og eru niðurstöður þeirra skýrslna
birtar i Árbók landbúnaðarins ár hvert. Eftir þeim skýrslum hefur Hag-
stofan reiknað meðalfallþunga sláturfjár í hverri sýslu 1963. Við þann
reikning er þó tvennt að athuga, sem hvort tveggja dregur úr nákvæmni
talnanna. Annað er það, að ekki er fylgt sömu reglu í sláturhúsum um
það, hvort nýrmör er vigtaður með föllunum, hitt, að sums staðar er
farið yfir sýslumörk með sláturfé. En meðalfallþunginn i sýslunum
hefur Hagstofunni reiknazt svo sem hér segir (kg):