Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Side 34
32*
Ðúnaðarskýrslur 1961—63
Ýmislegt það, er fram kemur í töfluyfirliti þessu, er villandi, nema
skýringar fylgi. Þannig mætti t.d. ætla, að verðmætisaukning sauðfjár-
afurða hefði orðið hlutfallslega miklu meiri en á öllum öðrum afurð-
um, en hún er í raun minni en tölurnar sýna. Árið 1954 komu fram
miklu minni sauðfjárafurðir en eðlilegt verður að telja, vegna hinnar
geysilegu fjárfjölgunar það ár, sem kom ekki fram sem afurðaaukning,
heldur sem bústofnsauki. Aukning sauðfjártölunnar frá árslokum 1953
til ársloka 1954 var úr 543 060 í 635 080. Árið 1963 koma hins vegar
fram meiri afurðir af sauðfé en eðlilegt verður að telja, vegna þess að
þá fækkaði sauðfé verulega, eða rétt við 52 þúsund. Ef tala sauðfjárins
hefði staðið í stað bæði árin, mundu afurðir af sauðfénu hafa numið
um 115 millj. kr. 1954, en um 390 millj. 1963, og verðmætisaukning
sauðjárafurðanna verið nokkurn veginn hin sama og verðmætisaukn-
ing nautgripaafurðanna, — hvort tveggja afurðirnar hefðu rúmlega þre-
faldazt talið í krónum.
Annað er ástæða að minnast á í sambandi við tölur þessar um verð-
mæti framleiðslunnar, ekki þó til skýringar, heldur til ábendingar. Það
er, að samhliða því, að verðmæti landbúnaðarframleiðslu bænda hefur
þrefaldazt að meðaltali þessi 9 ár, hefur verðmæti framleiðslu „bú-
lausra“ aðeins tvöfaldazt. Þetta sýnir, að innan landbúnaðarins er að
gerast tilfærsla, þannig að hann færist meir og meir á hendur sjálfra
bændanna. Þetta stafar bæði af því, að landbúnaður i kaupstöðum og
kauptúnum hefur farið heldur þverrandi, — þó ekki á öllum stöðum,
— og af því að þátttaka „búlausra" í sveitum, í landbúnaðinum, þ. e.
barna og verkafólks í sveit, hefur minnkað verulega.
11. Tilkostnaður við framleiðslu landbúnaðarafurða 1963.
Expenditure of agricultural producers 1963.
Tafla XIII (bls. 50—51) sýnir tilkostnað við landbúnaðarframleiðslu
bænda 1963 eftir sýslum.
í 1. dálki töflunnar eru kaupgreiðslur fyrir aðkeypta vinnu, og skal
um það efni vísað til skýringa við töflu XIV.
Aðkeyptar fóðurvörur eru hey og kjarnfóður, innlent og útlent. Þetta
tvennt er ekki aðgreint, en heykaupin voru mjög lítil á árinu. Þau ættu
að hafa verið jafn mikil og heysalan, sem samkvæmt framtali nam 7 680
heyhestum, sem að verðmæti reiknast 1 152 þús. kr. Fram talið keypt
kjarnfóður hefur þá numið 183,5 millj. kr. Þetta var að langmestu
leyti leyti innflutt fóðurkorn eða innlent fóðurmjöl úr fiski og fisk-
úrgangi. Telja skyldi fram bæði magn og verðmæti kjarnfóðursins, en
framtalið á magninu hefur farið mjög í handaskolum, enda í reynd
óframkvæmanlegt að telja það fram i samnefndum tölum, þar sem um
margar mismunandi gildismiklar og verðmiklar fóðurtegundir var að