Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Qupperneq 37
Búnaðarskýrslur 1961—63
35*
ing orðið hlutfallslega mest á flutningum á fénaði til slátrunar, einkum
sauðfé, sem áður var aðallega rekið til slátrunar, en hefur mjög verið
flutt á bílum hin síðustu ár.
Kostnaðarliðurinn keyptur búpeningur kemur hér móti andvirði
selds búpenings, sem reiknað er með öðrum tekjum af búfé í töflunni
um verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar.
Annar rekstrarkostnaður er sá kostnaðarliðurinn, sein mest hefur
hækkað hlutfallslega hin síðustu ár. Sá kostnaðarliður nam hjá bænd-
um 24,3 millj. kr. 1957, 43,3 millj. kr. 1960, en 1963 73,1 millj. kr. Þessi
hækkun er að nokkru leyti raunveruleg, en sumpart stafar hún bein-
línis af því, að bændum hefur verið kennt að telja þennan kostnað fram,
en áður fyrr gættu þeir þess ekki. Af því, sem raunverulega hefur
hækkað verulega, er einkum að nefna ýmislegan lækningakostnað bú-
fjárins, umfram allt sauðfjárins, svo sem kostnað við böðun, sem er
framkvæmd árlega, ormalyf, sem sauðfénu er nú öllu gefið einu sinni
eða tvisvar á ári, varnarlyf við lambahlóðsótt og skjögri o. fl. og fl.
Þetta virðist að vísu borga sig, en tekjurnar eru þá reiknaðar í auknum
afurðum. Af því, sem ekki hefur hækkað raunverulega, en var áður ekki
fram talið, má nefna kaup á amboðum og öðrum smáverkfærum við
búskapinn, hundahald o. fl.
Tvennt kemur ekki fram á töflunni um tilkostnaðinn, en ætti þar
þó heima, ef skýrslur um það væru fyrir hendi. Annað er kostnaður við
rekstur bifreiða, sem margir bændur eiga og nota við búskap, bæði
vörubíla og' jeppa. Framtals á þessum kostnaði var ekki krafizt á bún-
aðarskýrslum til Hagstofunnar að þessu sinni, og hafði það þó verið
gert áður. Árið 1960 var framtalinn heildarkostnaður bænda við rekstur
bifreiða, að frádregnum leigutekjum, 5025 þús. kr„ og má gera ráð fyrir,
að hann hafi hækkað síðan til ársins 1963 hlutfallslega eins og rekstrar-
kostnaður landbúnaðarvéla, um nálægt 45% eða í 7,3 millj. kr. — Hitt
er gjald til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, sem tekið er af útborgunar-
verði til bænda og mun liafa numið 9—10 millj. kr. á árinu 1963.
12. Kaupgreiðslur við landbúnaðarstörf 1963.
Farrn ivages 1963.
Tafla XIV (á bls. 52—53) sýnir fram taldar kaupgreiðslur bænda
fyrir búnaðarstörf. í töflunum er greint milli kaupgreiðslu til nánustu
vandamanna, (foreldra og barna) og allra annarra (þar með systkina og
fjarskyldara verkafólks). Hvorum flokki er skipt í þrennt: karlar á
vinnualdri, konur á vinnualdri og unglingar og gamalmenni. Hér á eftir
er sýnt, hve mikið kaup hefur verið greitt í hverjum þessara flokka sam-
kvæmt framtölum 1951, 1954, 1957, 1960 og 1963, talið í þús. kr. (fæði og
önnur greiðsla í fóðri er meðtalin):