Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 39
Ðúnaðarskýrslur 1961—63
37*
bónda og húsfreyju, sé metin að nokkru. En þessi aðfengna vinna hefur
hins vegar minnkað stórlega þessi 12 ár, frá 1951 til 1963, a. m. k. eins
og framtal vinnudaganna, — úr 2 155 þús. vinnudögum 1951 í 1 222
þús. vinnudaga 1963, — sýnir; þó líklega meira, þar sem gengið hefur
verið eftir því síðustu árin, að vinnudagarnir væru taldir.
13. Heildartekjur og -gjöld framleiðenda 1963.
Gross income and expenditure of agricultural producers 1963.
Tafla XV (bls. 54—55) sýnir heildartekjur og -gjöld bænda, svo og
fjárfestingu í Iandbúnaði.
Fyrsti tekjudálkur töflu XV eru samtölur úr töflu XII, og vísast til
athugasemda við hana.
Vinnulaun, er bændur taka utan bús síns og heimilis, hafa mjög
farið hækkandi hin síðustu ár. Árið 1954 námu fram talin vinnulaun
þeirra, tekin í peningum og fríðu, 33,4 millj. kr., 1957 48,7 millj. kr.,
1960 56,1 millj. kr. og 1963 84,0 millj. kr. Ef þessar launatekjur bænda
eru svo bornar saman við kaupgreiðslur þeirra, verður Ijóst, að það
er furðu lítið, sem bændur greiða í kaupgjald umfram það, sem þeir
fá greitt fyrir vinnu sína utan bús og heimilis. Árin 1954, 1957, 1960 og
1963 töldu bændur fram kaupgreiðslur sínar annars vegar, en launa-
tekjur hins vegar, talið í þús. kr.:
1954 1957 1960 1963
62 502 78 853 79 832 107 037
33 389 48 659 56 142 82 951
Mismunur 29 113 30 194 23 690 24 086
Nú er þess að gæta, að mikill hluti kaupgreiðslu bænda hefur farið
til barna og foreldra, og má oft skoða það sem tilfærslu innan heim-
ilis. Þessi sömu ár töldu bændur fram kaupgreiðslu til vandalausra,
þ. e. annarra en foreldra og barna, svo og launa tekjur sinar sem hér
segir (i þús. kr.):
1954 1957 1960 1963
Kaupgreiðslur til vandalausra .. 30 947 39 800 41 048 50 048
Launatekjur ................... 33 389 48 659 56 142 82 951
Mismunur 2 442 8 859 15 094 32 903
Þetta bendir ótvírætt til þess, að búin, sem yfirleitt ber að skoða
sem fjölskyldufyrirtæki, muni oft, jafnvel oftast, selja meiri vinnu en
þau kaupa.
Vextir af innstæðum eru vitanlega aðeins fram taldir af framtals-
skyldum innstæðum og verðbréfum. Þetta er aðeins nokkur hluti af
þeim inneignum og útistandandi skuldum, er bændur eiga, enda er hér
um litlar upphæðir að ræða, aðeins 6,4 millj. kr. 1963.
Kaupgreiðslur
Launatekjur .