Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Síða 46
44*
Búnaðarskýrslur 1961—63
Safnþrær Áburðarhús Haugstæði
1954 3 033 13 142 533
1957 .................... 2 440 21 880 400
1960 ................ 2 309 15 453 1 087
1961 ................... 1 543 14 873 629
1962 ................ 1410 15 945 620
1963 ................ 747 15 166 127
Aðaláherzla við sjálfar jarðabæturnar hefur verið lögð á nýrækt
túna og framræslu lands til túnræktar. Frá aldamótum 1900 til ófriðar-
loka 1945 höfðu eigi verið brotnir til nýræktar túna nema 14 931 ha
lands samkvæmt jarðabótaskýrslum, en auk þess er talið, að 2 481 ha
hafi verið teknir til nýræktar án þess að jörð væri bylt (útgræðsla með
áburði einum saman). Slík nýrækt hefur ekki verið metin frá stríðs-
lokum. En frá ófriðarlokum hefur verið tekin út og styrkt nýrækt, túna-
sléttur og nýir sáðreitir, þ. e. garðlönd og akrar, sem hér segir, talið í ha:
Nýrœkt Túnasléttur Nýir sáðreitir
1946 ................................ 1 162 801 34
1947 ................................ 1 205 746 43
1948 ................................ 1 562 850 43
1949 ................................ 1 296 568 42
1950 ................................ 2 196 708 162
1951 ................................ 2 461 680 92
1952 ................................ 2 674 610 106
1953 ................................ 3 016 437 138
1954 ................................ 2 638 1 054 39
1955 ................................ 2 474 750 26
1956 ................................ 3 382 88 18
1957 ................................ 3 576 133 23
1958 ................................ 3 960 132 19
1959 ................................ 4 500 85 30
1960 ................................ 3 675 96 44
1961 ................................ 3 990 103 42
1962 ................................ 3 827 115 572
1963 ................................ 4 445 225 374
Samtals 52 039 8 181 1 847
Svo sem tölur þessar sýna, hefur nýrækt túna farið vaxandi að kalla
má með hverju nýju ári, þó að viljað hafi svo til, þegar veðrátta hefur
verið hagstæð til jarðabóta, að aukningin hafi orðið svo mikil, að næstu
ár dragi úr aukningunni. Túnasléttur hafa hins vegar verið litlar síð-
ustu árin, og stafar það mest af því, að 1950—55 var beinlinis stefnt að
þvi að eyða öllu túnþýfi, og bændum í því skyni greiddur sérstakur
aukastyrkur þessi ár. En tún vilja hins vegar víða fara í þýfi á mörg-
um árum, og tekur því seint eða aldrei fyrir það, að einhvers staðar
þurfi að gera einhverjar túnasléttur. Hin mikla aukning nýrra sáðreita,
er fram kemur 1962, er að mestu kornakrar, en styrkur til að brjóta
land til akuryrkju var fyrst veittur það ár. Landið, sem styrkurinn var
greiddur fyrir, var þó að mestu brotið 1961.
Víða, þar sem land er tekið til nýræktar, er það meira eða minna
grýtt. Einkum er svo á Vestfjörðum. Grjótnám vegna nýræktar hefur
verið, talið í m3: