Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Page 48
46*
Búnaðarskýrslur 1961—63
Kostnaður við skurðgröft þennan hefur verið á hvern rúrametra
sem hér segir, í kr.:
1948 2.001) 1960
1951 2,84 1961
1954 3,24 1962
1957 3,98 1963
Þá eru og taldar með jarðabótum hlöðubyggingar, súgþurrkunar-
kerfi og matjurtageymslur.
Hlöður hafa verið byggðar, talið í m3:
Þurrheys- Votheys-
hlðður hlöður
1951 ............................................ 66 691 33 618
1954 ........................................... 152 470 20 917
1957 ........................................... 152 735 12 931
1960 ......................................... 110 107 13 390
1961 ......................................... 104 051 8 614
1962 ......................................... 155 741 13 162
1963 ......................................... 136 594 14 211
Það verður nú með hverju ári almennara, að bændur súgþurrki heyið
að nokkru í hlöðum, þ. e. taki það inn aðeins hálfþurrt, og þurrki það
síðan til fullnustu með blástri í gegnum heystæðuna frá blástursholi í
gólfi undir stæðunni. Síðan 1955 hafa bændur notið ríkisstyrks til að
koma sér upp súgþurrkunarkerfi í hlöðum, og er styrkurinn miðaður
við gólfflöt hlöðunnar. Fyrir 1955 höfðu bændur kostað þetta sjálfir að
öllu leyti, og er eigi kunnugt, hversu stór gólfflöturinn var i þeim hlöð-
um, sem þá þegar var komin súgþurrkun í, en gizkað hefur verið á, að
hann hafi verið 60—80 þús m2. Árin 1955—60 var lagt súgþurrkunar-
kerfi í hlöðum með 118 826 m2 gólffleti, en 1961—63 voru lögð súgþurrk-
unarkerfi i hlöður, er voru með gólffleti sem hér segir:
1961 .......................................... 18 694 m2
1962 .......................................... 26 422 „
1963 .......................................... 19 741 „
Samtals 64 857 m2
I árslok 1963 höfðu bændur þannig komið upp súgþurrkunarkerfum í
hlöður með 83 683 m2 gólffleti síðan 1955, og að meðtöldu þvi, sem
áður var komið, líklega með alls um 250 þús. m2 gólffleti. Það mundi
svara til nálega 1200 þús. rúmmetra heyja, er öfluðust það ár. Nú þykir
súgþurrkun svo mikilsverð til þess að gera heyöflunina sem óháðasta
veðurfarinu, að tekið er (frá 1964) að veita rikisframlag til kaupa á
aflvélum til súgþurrkunar, og er gert ráð fyrir, að innan fárra ára verði
allt hey þurrkað að miklu leyti í hlöðunum.
Kartöflugeijmslur voru fyrst teknar út sem styrkhæfar jarðabætur
1952. Síðustu árin hafa verið teknar út kartöflugeymslur, talið í rúm-
metrum:
1) Talan er ekki nákvœm,£því að skilin milli áranna 1947 og 1948 eru óglögg að því er skurðgröftinn varðar.