Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Side 55
Ðúnaðarskýrslur 1961—63
53*
Hér ber þess að gæta, að aðrar lántökur en hjá lánasjóðum Búnaðar-
bankans eru taldar nettó, þ. e. að frádregnum afborgunum af viðkom-
andi skuldum þessi ár. Lántökur í 4. lið eru hins vegar taldar brúttó,
þ. e. án frádráttar afborgana, eins og vera skal.
18. Stærð ræktaðs lands.
Area of cultivated grass land.
Eigi hafa verið birtar neinar töflur um stærð ræktaðs lands í Bún-
aðarskýrslum Hagstofunnar undanfarin ár, enda hafa tölur um þetta
raunverulega ekki verið til. Um stærð túna hefur helzt verið til þess
gripið, að lagðar hafa verið til grundvallar tölur um túnstærð, er birtar
voru í Búnaðarskýrslum 1930, og tölur um árlega nýrækt hvers árs
samkvæmt skýrslum Búnaðarfélagsins síðan lagðar við. Um tölur Hag-
stofunnar um túnstærðina 1930 segir svo í Búnaðarskýrslum fyrir það ár:
„Samkvæmt lögum nr. 58 3. nóv. 1915 átti að mæla upp öll
tún og matjurtagarða á landinu utan kaupstaða, og átti því að
vera Iokið 1920. Ummálsuppdrættir af hinum mældu túnum áttu
að sendast Stjórnarráðinu, og fékk Hagstofan þá til afnota, til
þess að taka eftir þeim túnstærðina og kálgarðastærðina í bún-
aðarskýrslurnar, og hefur hún svo staðið þar óbrej'tt siðan. Að
vísu dróst það allvíða fram yfir hinn tilsetta tíma, að mælingum
yrði lokið, og í nokkrum hreppum virðast jafnvel túnmælingarnar
aldrei hafa verið framkvæmdar, eða a. m. k. hafa ekki ummáls-
uppdrættir verið sendir Stjórnarráðinu, eins og tilskilið var. En
víðast hvar eru mælingarnar nú orðnar margra ára gamlar, svo
að búast má við, að stærðin hafi tekið nokkrum breytingum síðan.
Til þess að bæta úr þessu, hefur nú verið farið eftir fasteignamat-
inu frá 1930. Átti þar að tilgreina stærð túna og kálgarða, og hefur
hún verið tekin upp í Fasteignabókina, þar sem hún hefur verið
tilgreind. Eftir þessum upplýsingum, það sem þær ná, hefur verið
farið i Búnaðarskýrslunum að þessu sinni. En við marga bæi eru
eyður i Fasteignabókinni í þessum dálkum. Hefur þá verið farið
eftir mælingunum við þá bæi og bætt þar við því, sem jarðabóta-
skýrslur telja nýrækt á þeim bæjurn samtals, síðan mæling fór
fram. Fyrir kauptúnin eru ekki upplýsingar um þessi efni i Fast-
eignabókinni, en Hagstofan hefur fengið upplýsingar um sum
þeirra hjá Búnaðarfélaginu, en um nokkur eru aðeins eldri tölur
eða ófullkomnar áætlanir ....... Samkvæmt skýrslunum, eins
og þær birtast nú, er túnstærðin alls á landinu 26 184 ha....
Hefur þá túnstærðin við leiðréttingar þær, er gerðar hafa verið,
hækkað um 3 388 ha“.
Af þessari greinargerð Hagstofunnar í Búnaðarskýrslum 1930 er
ljóst, að tölurnar um túnstærðina þá voru ekki nákvæmar. Með því einu