Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Síða 56

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1965, Síða 56
54* Búnaðarskýrslur 1960—63 að bæta árlega við tölunum urn nýræktina, hlutu þær og að fjarlægjast hið rétta með hverju nýju ári. Fjöldi jarða hefur lagzt i auðn á síðari árum, og eftir það hafa tún flestra þeirra fallið í órækt á nokkrum árum. Margt fleira kemur hér til. Mælingum á nýræktinni er jafnvel ekki fulltreystandi, vegna þess að ekki eru glögg skil milli nýræktar og túnasléttna í túnjöðrum. Hagstofunni hefur því verið það Ijóst, að töl- urnar um stærð túna hér á landi hafa alderi verið áreiðanlegar, og hin síðari árin fjarri sanni. Árið 1957 var fyrir frumkvæði landnámsstjóra byrjað að mæla túnin að nýju. Hugði Hagstofan í fyrstu, að þessum túnmælingum yrði Iokið á næstu árum, en þær hafa tekið miklu lengri tíma en búizt var við. í annan stað hafa fram að þessu aðeins verið mæld minni túnin, fyrst aðeins þau, er minni voru en 10 ha, en á síðari árum hafa þau tún, sem minni voru en 15 ha, aðallega verið mæld. Haustið 1964 var lokið mælingum á hátt á fjórða þús. túna, og i nokkrum sveitum höfðu öll tún verið mæld. Eftir var þó að mæla flest hinna stærri túna, einkum á Suðurlandi, og í einni sýslu, Eyjafjarðarsýslu, höfðu engar mælingar verið gerðar. Augljóst var, að þegar lokið yrði mælingum allra túna, mundu sumar mælingarnar orðnar úreltar. Því tók Hagstofan þann kost að reyna nú að gera upp túnstærð- ina eftir tiltækum heimildum, annars vegar eftir mælingum þeim, er framkvæmdar hafa verið siðan 1957 á vegum Landnámsins, og hins vegar eftir spjaldskrá, er Búnaðarfélag íslands hefur fært um stærð túna og allar jarðabætur á landinu. Þá spjaldskrá var byrjað að færa, þegar jarðræktarlögin frá 1923 tóku gildi. Er þar færð stærð túna, eins og hún mældist 1916—20, og síðan árleg nýrækt frá ársbyrjun 1924. Allar túnmælingar, er gerðar höfðu verið fyrir árslok 1964, hafa verið bornar saman við þá spjaldskrá, og hún færð til samræmis við mælingarnar. En á þeim stöðum, þar sem túnin hafa ekki verið mæld að nýju hin síð- ustu ár, hefur, við gerð töflu XXVII (sjá bls. 74), verið farið eftir spjald- skránni. Þar sem engar jarðabætur höfðu verið gerðar siðan 1954 og enginn búskapur var 1963, var þó gert ráð fyrir þvi, að túnið væri fallið í órækt, og það þvi ekki að neinu talið. Um samanburð á mælingunum og spjaldskránni er það helzt að segja, að víðast eru túnin talin stærri á spjaldskránni, og sums staðar talsverl stærri. Samkvæmt töflu XXVII voru öil tún á landinu i árslok 1963 samtals 77 573 ha. Þetta er talsvert minna flatarmál túna en talið hefur verið, að það væri. í inngangi Búnaðarskýrslna 1958—60 (bls. 16*) segir, að samanlögð stærð túna í árslok 1960 sé talin vera rúmlega 79 þús. ha. •Nýrækt 1961 var 3 990 ha, 1962 3 827 ha og 1963 4 414 ha, og hefðu samkvæmt því túnin átt að vera rúmlega 91 231 ha í árslok 1963. Hér munar hvorki meira né minna en 13 658 ha eða 17,65%, sem túnin hafa verið oftalin. Þessi munur virðist aðallega stafa af fjórum ástæðum: 1) Við hinar nýju mælingar voru aðeins mæld véltæk tún, en hvorki þýfi né brekkur. Þar sem flest tún hafa verið sléttuð, ætti þýfis- ins ekki að gæta verulega i þessum mismun, en samt eitthvað. Hins mun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.