Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Page 7

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Page 7
Introduction. A. Söfnun og úrvinnsla gagna. Collection and processing of data. í þessu hagskýrsluhefti eru töflur um fjármál sveitarfélaga árin 1963, 1964 og 1965, og er það framhald af ritinu „Sveitarsjóðareikningar 1953—62“, sem Hagstofan gaf út 1967. Aður hafði Hagstofan gefið út, sem handrit, ritið „Reikningar sveitarfélaga og stofnana þeirra 1952”. Töflur þær, sem birtar eru i töfluhluta þessa heftis, eru byggðar á reikningum sveitarfélaganna, sem látnir hafa verið í té á eyðublaði Hag- stofunnar til þeirra nota. Þó tókst ekki að fá reikninga kaupstaðanna færða á þetta eyðublað, og varð því að nota prentaða eða fjölritaða reikninga þeirra við skýrslugerðina. Reikningar kaupstaða voru á Hag- stofunni færðir í samræmt form eyðublaðsins, eftir þvi sem unnt var, en þar sem þeir eru sinn með hverjum hætti og ósamræmi þeirra innbyrðis mikið, verður slik samræming ekki nákvæm og í sumum til- vikum ef til vill röng. Eins og áður hefur það valdið mestum erfið- leikum og drætti á skýrslugerð um fjármál sveitarfélaga, að kaupstað- irnir hafa ekki skilað reikningum sinum til Hagstofunnar á tilskyld- um eyðublöðum. Hafa skýrslur þessar af þeim sökum minna upplýs- ingargildi en þær hefðu annars getað haft. Allir hreppar landsins hafa skilað Hagstofunni reikningum sin- um á tilskyldu eyðublaði. Hafa flestir hreppar notað eyðublaðið til eigin reikningsskila, og hefur þvi eintak það, sem Hagstofan hefur fengið af reikningum hvers hrepps, verið afrit af reikningunum eins og þeir hafa verið lagðir fram af sveitarstjórn. Ivaupstaðirnir hafa hins vegar ekki getað notað eyðublaðið á sama hátt, enda hefur ekki verið til þess ætl- azt. Til þess er það allt of litið sundurliðað og fjarri þvi að vera nógu ýtarlegt. Frágangur á reikningum hreppanna hefur verið mjög misjafn, en meiri hluti þeirra hefur þó skilað viðhlítandi reikningum og margir ágætum. Segja má, að 30—40 hreppar, sem flestir eru i tölu hinna stærri, skili svo illa frágengnum reikningum, að til verulegs baga sé við skýrslu- gerð. Áður en hin eiginlega úrvinnsla hreppsreikninga hófst, þ. e. töflu-

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.