Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Side 23

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Side 23
Sveitarsjóðareikningar 1963—65 21 lit), þótt rit þetta fjalli að öðru leyti aðeins um fjármál sveitarfélaga. Yfirlitið tekur ekki til sýsluvegasjóða, aðeins til sýslusjóðanna sjálfra. Um sýsluvegasjóði fjallar IV. kafli vegalega, nr. 71/1963. Eins og 4. yfirlit ber með sér, eru tekjur og útgjöld sýslusjóðanna smávægileg í sainanburði við veltu sveitarfélaganna. Aðaltekjustofn sýslusjóðanna eru sýslusjóðsgjöld, sem hrepparnir greiða. Sýslunefnd jafnar þeim niður á hreppana, að þriðjungi eftir samanlögðu skattmati fasteigna, að þriðjungi eftir tölu verkfærra karlmanna og að þriðj- ungi eftir samanlagðri fjárhæð skuldlausrar eignar og nettótekna sam- kvæmt skattskrá, allt í hverjum hreppi fyrir sig. I „öðrum tekjum“ á yfirlitinu eru t. d. vaxtatekjur og hlutdeild ríkissjóðs í ýmsum út- gjöldum sýslusjóðanna, einnig tekin lán, en þar er um smáar fjár- hæðir að ræða. Stærstu útgjaldaliðirnir eru til menntamála og lieil- brigðismála. Meðal útgjalda til menntamála eru styrkir til ýmiss lton- ar félags- og menningarstarfsemi, framlög til skóla o. fl. 1 heilbrigðis- málum eru stærstu liðirnir framlög til sjúkrahúsa og laun ljósmæðra. Það, sem sagt er fara til atvinnumála, er að langmestu leyti framlög til landbúnaðannála, svo sem til eyðingar refa og minka, til skógræktar, styrkir til búnaðarfélaga, o. fl.

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.