Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Blaðsíða 17

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Blaðsíða 17
Sveitarsjóðareikningar 1963—65 15 tækja eru hins végar oftast gefnir út með aðalreikningum sveit- arfélagsins. Raunar er um að ræða fleiri tilvik hvað þetta snertir í reikningum sveitarfélaganna. Hagstofan hefur ekki samræmt þessi atriði i þeim skýrslum, sem hér birtast, heldur látið við það sitja, sem var í reikn- ingum viðkomandi sveitarfélags. Samræming var illmöguleg eftir þeim gögnum, sem fyrir lágu, sérstaklega á þetta við um reikninga kaupstað- anna. Að sjálfsögðu rýrir þetta ósamræmi gildi skýrslnanna, en við því verður ekki gert að svo komnu máli. Ef litið er á töflu II má sjá, að í 37. lið (hrein eign eigin fyrir- tækja) kaupstaða eru færslur aðeins hjá Reykjavík og tveim kaup- stöðum. Stafar þetta ýmist af því, að eignir fyrirtækjanna eru færðar með eignum kaupstaðarins í öðrum eignaliðum (og þá skuldir fyrir- tækjanna með skuldum kaupstaðarins), eða reikningar fyrirtækjanna eru alls ekki færðir á aðalreikninga. Sama er að segja um tekjur og útgjöld fyrirtækja, þau eru ýmist fau’ð á aðalreikning eða ekki. Til þess að bæta að einhverju leyti úr þessum vanköntum á skýrsl- unum, eru birtar í töflum II og V helztu niðurstöður úr reikningum stærstu og algengustu fyrirtækja sveitarfélaganna, þ. e. hafnarsjóða, vatnsveitna og rafveitna, hvort sem þessi fyrirtæki eru í aðalreikningi sem eign viðkomandi sveitarfélags eða ekki. Því miður eru þessar upp- lýsingar ekki tæmandi, aðallega vegna þess að ekki reyndist unnt að afla reikninga allra slikra fyrirtækja. Þegar vitað er, að um fyrir- tæki með sjálfstætt reikningshald er að ræða, en ekki hefur reynzt unnt að afla reikninga þess, er þetta gefið til kynna með 3 púnktum (= upplýsingar ekki fyrir hendi) í viðkomandi talnalínu. I öllum öðr- um tilvikum, þegar tölur vantar, eru strik (-) í talnalínunni, og er þá um að ræða eitt af þrennu: 1) Sveitarfélag starfrækir ekki höfn/ vatnsveitu/rafveitu. 2) Tekjur og gjöld „fyrirtækis“ eru innifalin í rekstrarreikningi viðkomandi sveitarfélags og ekki unnt að greina rekstur þess frá almennum rekstri sveitarfélagsins (svo er tiltölulega oft um vatnsveitu). 3) Ekki er vitað, hvort um er að ræða starfrækslu hafnar/vatnsveitu/rafveitu af hálfu viðkomandi sveitarfélags. — Vænt- anlega vantar fáa hafnarsjóði í töfluna, en meira mun vera um það, að vatnsveitur og rafveitur með sjálfstætt reikningshald — aðeins þær eiga að koma í töfluna — vanti í hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.