Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Qupperneq 13
Sveitarsjóðareikningar 1963—65
11
stætt reikningshald í stjórnarkostnaði kemur til frádráttar, ef um hann
er að ræða.
8. Löggæzla. Þessi liður sýnir nettóútgjöld sveitarfélagsins til lög-
gæzlu, þar með talinn kostnaður við fangahús.
!). Framfærslumál. I 5. kafla eyðublaðsins undir sveitarsjóðsreikn-
inga er form fyrir sundurliðun á framfærsluútgjöldum. Ætlunin var að
fá fram nokkra sundurliðun á þessuin útgjöldum, skiptingu þeirra eftir
einstökum greinum framfærslulaga, heildargreiðslur annars vegar og
endurgreiðslur hins vegar, o. s. frv. Reyndin varð sú, að færslu þessa
kafla í reikningum sveitarfélaganna var svo ábótavant, að ýtarlegri
sundurliðun en fram kemur i þessum 9. lið var ekki með sæmilegu móti
unnt að gera. I mörgum reikninganna var ekki um neina sundurliðun
þessara útgjalda að ræða, og eru þá öll útgjöldin færð í undirliðinn
„annað og ósundurliðað“. Af þessum sökum hefur sú sundurliðun, sem
er á þessum lið, takmarkað gildi. Athygli skal vakin á því, að hér eiga
að vera færð öll framfærsluútgjöld nettó, hvort sem þau eru endurkræf
eða ekki, enda eru þá endurkræf framfærsluútgjöld ekki talin til eigna
á viðskiptamannareikning, shr. almennar skýringar fyrr í þessum kafla.
10. Almannatnjggingar. 1 4. undirlið færast eftirlaun, framlög til
eftirlauna- eða lífeyrissjóðs, hluti sveitarfélagsins af hækkun elli- og
örorkulífeyris samkvæmt 21. gr. almannatryggingalaga, ýmis trygg-
ingaiðgjöld o. 11.
11. HeilbrigSismál. Hér eru færð nettóútgjöld til heilsuverndar-
stöðvar, styrkur til sjúkrahúsa, rekstrarkostnaður læknisbústaðar, laun
hjúkrunarkvenna og ljósmæðra o. fl. Útgjöld til heilbrigðisstarisemi í
skólum færast ekki hér, heldur í 12. gjaldalið, nema þau séu greidd af
heilsuverndarstöð.
12. Fræðslumál. Hér eru tilfærð öll útgjöld til rekstrar skóla og
annarrar beinnar fræðslustarfsemi. Endurgreiðslur ríkissjóðs koma til
frádráttar. Fjárfestingárútgjöld, sem eru eignfærð, færast að sjálfsögðu
ekki hér frekar en í aðra liði á rekstrarreikningi.
13. Ýmis félags- og menningarmál. I þennan lið eru saman dregin
útgjöld til ýmiss konar félags- og menningarstarfsemi, lýðhjálpar o.
fl. Hér koma framlög til íþróttastarfsemi, safna, lestrarfélaga, hljóm-
listar og margs konar félaga, til heimilis- og mæðrahjálpar, barna-
heimila og barnaleikvalla, skrúðgarða, kirkna og kirkjugarða, framlög
til Byggingarsjóðs verkamanna, bjargráðasjóðsgjald, greiðslur til félags-
heiinihi. sem ekki eru eignfærðar, o. fl„ o. fl.
/ lí.\ Ýmis opinber þjónusta. Hér eru færð útgjöld til ýmissar al-
ménnrar þjónustu. I töflunni er þessum lið skipt í 7 undirliði. Fyrst
eru tilfærð útgjöld til gatna/vega og holræsa, þar með talin útgjöld til
gangstétta, götuljósa, umferðarinerkja o. þ. h. Hér er bæði um að ræða
nýbyggingu vega, sem yfirleitt er ckki eignfærð, og vegaviðhald. Út-
gjöld til vega og holræsa, sem eignfærð eru af viðkomandi sveitar-
stjórn, koma ekki hér, heldur á eignabreytingareikning. Þess ber þó að