Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Side 10
8
Sveitarsjóðareikningar 1963—65
vatnsveilna og rafveitna, en ýtarlegri upplýsingar um þessi fyrirtæki er
að finna í töflu V. í töflu III eru aðalniðurstöður reikninga hreppa
ineð færri en 500 íbúa hvort árið 1903 og 1964, og í löflu IV eru reikn-
ingar sömu hreppa 1965 með mciri sundurliðun. í töflu V er yfirlit uin
fjármál hafnarsjóða, vatnsveitna og rafveitna sveitarfélaga 1963—65. Án
efa vantar í ]>etta yfirlit fyrirtæki, sem þar eiga heima, og á hinn bóg-
inn eru teknir þar með reikningar, sem hæpið er að eigi heima í yfir-
Iitinu, vegna þess hve viðkomandi fyrirtæki eru smá i sniðum. Vegna
örðugleika á innheimtu þeirra reikninga, sem hér um ræðir, eru mikil
vandkvæði á að gcra yfirlit sem þetta vel úr garði, og raunar torveldist
það mjög af bókhaldi sveitarfélaga eins og því nú er háttað. Nánar er
skýrt frá þessu, og frá reikningum sveitarsjóðsfyrirtækja almennt, í
skýringum hér á eftir, aðallega við liði G, H og I í töflu II.
Til glöggvunar á töflunum og einstökum liðum þeirra fara hér
eftir kaflar úr almennum skýringum við eyðublaðið undir sveitarsjóða-
reikninga, en eins og áður segir eru allar töflurnar gerðar eftir reikn-
ingunum, eins og þeir eru færðir á það eyðublað. Merking liugtaka í
töflunum er hin sama og er i þessum skýringum á eyðublaðinu:
„Meginregla við færslu rekstrarreiknings skal vera sú að færa
tekjur og gjöld það ár, sem þau tilheyra raunverulega, hvort sem
greiðsla á sér stað sama ár cða ekki. Ógreiddar tekjur og ógreidd
gjöld í lok ársins færast þar af Ieiðandi á viðskiptareikninga. Und-
antekning frá þessari reglu er færsla framfærsluútgjalda. Þau skulu
ælíð færð það ár, sem þau eru greidd, á sama hátt og endurgreiðslur
slíkra útgjalda færast á greiðsluárinu, enda koma ógreidd fram-
færsluútgjöld aldrei á viðskiptareikninga. — Endurgreiðslur á
útgjöldum sveitarsjóðs færast eftir hentugleikum annað livort það
ár, sem útgjöldin tilheyra, eða þegar þau eru greidd, en gæta verð-
ur þess að hafa samræmi i færslunni frá ári til árs.
Fara verður sérstaklega með endurgreiðslur á útgjöldum til
fjárfestingar (nýbygging, fasteignakaup o. s. frv.), sem færð er
sem eign á efnahagsreikningi. Við byggingu skóla t. d. færist á
eignabrcytingareikning sem nýbygging~aðeins hlutPsveitarsjóðs aT
byggingarkostnaði, en ógreiddur hluti rikissjóðs færist á viðskipta-
Telkning rikissjóðs. Hér er með öðrum orðum litið svo á, að ríkis-
sjóður eigi hluta í skólanum og sveitarsjóður geti ekki talið hluta
rikissjóðs sér lil eignar. Al' þessu Ieiðir, að á efnahagsreikning
sveitarfélagsins færist aðeins eignarhluti sveitarsjóðs (%, Vi o. s.
l'rv.) í matsverði eða byggingarkostnaðarverði alls skólans. Sömu
reglur gilda um ýmsar aðrar eignir, sem sveitarfélagið byggir eða á
með öðrum aðila, t. d. félagsheimili, og gildir einu, hvort eignin
eða stofnunin er rekin af sveitarfélaginu eða í umsjá þess. Ef end-
urgreiðslur á útgjöldum til eignaaukningar eru beinir styrkir, svo
sem þá er félög leggja fram óafturkræft fé til ákveðinnar fjárfest-
ingar, þá lærast slíkar greiðslur í tekjuhlið rekstrarreiknings.