Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1970, Side 7
Inngangur.
Introduction.
A. Söfnun og úrvinnsla gagna.
Collection and processing of data.
í þessu hagskýrsluhefti eru töflur um fjármál sveitarfélaga árin
1966, 1967 og 1968, og er það framhald af fyrri ritum Hagstofunnar um
þetta efni. Ná þær skýrsiur aftur til ársins 1952. Næst á undan þessu
hefti komu út „Sveitarsjóðareikningar 1963—65“ (hagskýrsluhefti II,
44), og er þetta hefti að öllu leyti beint framhald þeirrar hagskýrslu —
form og númer á töflum er nær alveg eins í báðurn heítunum.
Stefnt var að því, að þetta hefti kæmi út þegar á árinu 1969, og voru
gerðar sérstakar ráðstafanir til, að svo mætti verða. Haustið 1968 skrif-
aði Hagstofan öllum sveitarstjórnum og hvatti þær til að hraða afgreiðslu
sveitarsjóðareikninga 1968 eins og frekast væri kostur. Vísað var til þess,
að endurskoðun ársreikninga hreppa skyldi lögum samkvæmt lokið
eigi síðar en 15. marz og kaupstaða eigi síðar en 30. júní ár hvert. 1
sérstöku bréfi Hagslofunnar til sýslumanna var lögð áherzla á, að þeir
beittu öllum ráðum til, að hreppsreikningar 1968 bærust henni eigi síðar
en i júní 1969. Sömu tilmæli bar hagstofustjóri fram á fundi héraðs-
dómara í Reykjavík í október 1968. Loks snéri félagsmálaráðuneytið sér,
eftir ósk Hagstofunnar, bréflega til allra sveitarstjórna með sömu til-
mæli. — Þrátt fyrir þetta allt skiluðu rnörg sveitarfélög — þar á meðal
nokkrir kaupstaðanna — ekki ársreikningi 1968 fyrr en seint og síðar
meir, og það þótt Hagstofa og sýslumenn væru stöðugt að reka á eftir
skilum. Frá sumum sveitarfélögum komu reikningar 1968 ekki fyrr en
undir árslok 1969, og frá öðrum ekki fyrr en komið var fram á árið 1970.
Miðneshreppur og A-Ej’jafjallahreppur hafa enn ekki skilað árs-
reikningi fyrir árið 1968, og frá Fáskrúðsfjarðarhreppi hafa ekki borizt
reikningar fyrir árin 1966—68. I 1968-töflum eru notaðar tölur úr reikn-
ingum Miðneshrepps og A-Eyjafjallahrepps fyrir árið 1967, og 1965-reikn-
ingar Fáskrúðsfjarðarhrepps eru teknir með í töflurnar öll árin 1966
—68. Af þessum sökum er ekki fullt samræmi í eftirstöðva- og skulda-
liðum frá ári til árs, sbr. skýringar aftar í þessum inngangi við lið 30
og lið F í töflunni.
Þó að svo færi, að Sveitarsjóðareikningar 1966—68 kæmu ekki
út á árinu 1969, er um að ræða mikla bót frá því sem var við út-
komu Sveitarsjóðareikninga 1963—65, því það befti kom ekki út fvrr
en á hausti 1968.