Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1970, Qupperneq 15
Sveitarsjóðareikningar 1966—68
13
félags til slíkra fyrirtækja eru hins vegar færð á eignabreytingareilcn-
ing. í 7. undirlið eru færð margs konar litgjöld til almennrar þjón-
ustu, svo sem til annarra samgöngumála en eru í 1. undirlið, til skipu-
lagsmála, framlög til skyldra mála í þessum lið, o. fl.
15. Sýsluvcgaskattur. Hér færast öll framlög sveitarfélaga til
sýsluvegasjóða.
16. Sijslus jóö'.s'gjaId. Þarfnast ekki skýringa.
17. Framlag til atvinnuvega. í þennan lið eru færð óafturkræf út-
gjöld til landbúnaðarmála, skógræktar, útgerðar- og iðnaðarfyrirtækja
o. fl. Útgjöld til fjárfestingar, sem eru eignfærð, koma að sjálfsögðu
ekki hér, heldur á eignabreytingareikning. Til landbúnaðarmála telst
m. a. kostnaður við refa- og minkaveiðar. Endurgreiðslur á þeim kostn-
aði koma til frádráttar i þennan lið. Þessar endurgreiðslur koma venju-
lega næsta ár eftir að útgjöldin ciga sér stað, og þar sem kostnaður við
refa- og minkaeyðingu er oft mjög breytilegur frá ári til árs hjá ein-
stökum hreppum, geta endurgreiðslurnar orðið hærri en útgjöld sama
árs. Kemur þá mínustala i þennan gjaldalið.
18. Vaxtagjöld. Vextir af öllum skuldum sveitarsjóðanna sjálfra
eru i'ærðir hér ásamt tengdum kostnaði, hvort sem stofnað hefur verið
lil þcirra vegna almennra þarfa cða t. d. skólabyggingar. Meðan á bygg-
ingu mannvirkja stendur, koma þó vextir oft með öðrum byggingar-
kostnaði á eignabreytingareikning.
19. Önnur rekstrarútgjöld. Hér eru færð ýmis útgjöld, sem ekki
heyra undir aðra liði á rekstrarreikningi. I þennan lið eru cinnig færð-
ar afskriftir, en flest stærri sveitarfélög afskrifa fasteignir og lausa-
fjármuni á rekstrarreikningi. Afskriftafjárhæðir koma einnig i tekju-
hlið eignabreytingareiknings, i liðinn „skerðing bókfærðra eigna“.
20. Rekstrarafgangur. Sé um rekstrarhalla að ræða, kemur hann
fram sem mínustala í þessunr lið.
21. Flutt frcí fgrra ári. í þessum fvrsta lið á eignabreytingareikn-
ingi er peningasjóðseign og niðurstöðutölur á hvers konar viðskipta-
reikningum sveitarfélaganna í byrjun viðkomandi árs. í 28. og 30. lið
eru samsvarandi fjárhæðir i árslok. í 1. undirlið eru færðir peningar í
sjóði og i 2. undirlið cftirstöðvar af skatttekjum sveitarfélaganna, þ. e.
ógreidd en gjaldfallin útsvör, aðstöðugjald o. s. frv. Þriðji undirliður
sýnir niðurstöðutölu nettó á viðskiptareikningum i peningastofnunum,
og getur hún verið mínustala, ef vfirdáttur á bankareikningum er
hærri en innstæður. í 4. undirlið kemur niðurstöðutala nettó á öðrum
viðskiptareikningum, og getur lnin einnig verið mínustala, ef viðskipta-
skuldir eru hærri en viðskiptainneignir. í umrædda liði eru ekki færð
lán eða útlán, heldur aðeins viðskipiaskuldir eða viðskiptainneignir.
Til skýringar á þessum hugtökum vísast til almennra skýringa framar
í þessum kafla.
22. Skerðing bókfærðra eigna. í þennan iið koma: Endurgreiðslur
eða afborganir útlána, seld eða innleyst hlutaliréf og önnur verðbréf,