Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1983, Blaðsíða 6

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1983, Blaðsíða 6
4 B. SKÝRINGAR VIÐ TÖFLURNAR. Explanatory notes to the tables. Eins og áður segir fylgja töflur þessa rits ramma þess reikningseyðublaðs, sem Hagstofan tók 1 notkun frá og með reikningsárinu 1963. Form þeirra er hið sama og er á Sveitarsjóðareiknineum 1963-65, 1966-68, 1969-71, 1972-74 og 1975-77, en t ýmsubreyttfrá þvi.sem er í Sveitarsjoða- reikningum 1953-62, Þó er f meginatriðum um að ræða sömu upplýsingar f öllum ritunum. f inngangi fyrri rita um sama efni er gerð grein fyrir ýmsu, sem hafa verður fhuga.þegar gerð^ ur er samanburður við tölulegar niðurstöður fyrri ára, bæði vegna breytinga á reikningsiormi frá 1963 og^vegna breytinga á tekjustofnum sveitarfélaga, einkum með lögum nr. 58/1961. Vfsast til þess. Her a eftir skal t stuttu máli gerð grein fyrir þeim breytingum, sem urðu á tekjustofnlögum sveitarfélaga og verkefnaskiptingu milli sveitarfélaga og rfkisins með verkun frá ársbyrjun 1972. Þessar breytingar skipa miklu máli, þegar tölulegar niðurstöður f þessari skýrslu ogskýrslna 1975-77 og 1972-74 eru bomar saman við niðurstöður f fyrri skýrslum. Með lögum nr. 8 22. mars 1972 voru gerðar gmndvallarbreytingar á tekjustofnum sveitarfé- lagaogvoru þær helstu þessar: Öll eignaútsvör voru felld niður og einnigtekjuútsvörfélaga. _Tekju- útsvari einstaklinga var breytt úr stighækkandi skatti á nettótekjur samkvæmt lögboðnum útsvars- stiga f fastan hlutfallsskatt af brúttótekjum að frádreginni eigin húsaleigu ogskyJduspamaði.Hundr- aðshluti útsvars af tekjum mátti _hæst vera l(>yo, þó_með heimild til hækkunar f II70 að fengnu samþykki félagsmálaraðherra. Frá þannig reiknuðu útsvari skyldi dreginn tijtekinn persónufrádratt- ur. Fasteignaskattur varð fastur hundraðshluti af nýju fasteignamati, sem tók gildi 31.desember 197f l/2<7o af matsverði fasteigna til íbúðar en algengasj V’Jo af matsverði fasteigna til atvinnurekstrar, hvort tveggja með heimild til 507° álags. Þa var álagning aðstöðugjalds takmörkuð viðlægrihundi- aðshluta en áður giltu. Engar verulegar breytingar urðu á ákvaröum um álagningu þessara skatta frá 1972 til 1978. Breytingar 1972 leiddu til verulegrar laekkunar á útsvars- og aðstöðugjaldstekjum, en til hækkunar á tekjum af fasteignaskatti. f heild þýddi þetta nokkra lækkun á skatttekjum sveit- arfélaga frá þvf, sem þær hefðu orðið, ef eldra kerfið hefði gilt áfram. Til þess að vega þetta upp var eftirtöldum útgjöldum létt af sveitarfélögunum og tók rfkið þau á sfnar herðar: Hlutdeild sveit- arfélaga f löggæslukostnaði, framlag þeirra til lffeyristrygginga almannatrygginga, og helmingur framlags þeirra til sjúkratrygginga. — Allar fyrr greindar breytingar komu tilframkvæmda frá ars- byrjun 1972. f töflum þessa rits eru kaupstaðir hafðir sér og hreppar sér. f þvf sambandi þarf aðhafa í huga, að allmörg hreppsfélög hafa orðið kaupstaðir undanfarin ár. Af þessum sökum hefurhlutdeild kaup- staða f heildartekjum og-útgjöldum aukist, en hlutdeild hreppa minnkað. Á árinu 1974 fengu 5 hreppsfélög kaupstaðarréttindi. Naéstir til aðíá kaupstaðarrettindi voru NjarðvíkúrhrépþurogGarða- hreppur, sa fyrr nefndi f desember 1975 og sá síðar nefndi frá ársbyrjun 1976. Þar næstvarðSelfoss- hreppur kaupstaður, samkvæmt lögum nr._ 8 2.maí 1978, er tóku þegar gildi. Hann er þó f töflum þessa heftis talinn með hreppum. — Frá ársbyriun 1974 voru Bessastaðahreppur cg Garðdtreppur flutt- ir úr Gullbringusýslu f Kjósarsýslu (lög nr. 43/1973), og kemursúbreytingfram 1 töflum fta þeim tfma. Tafla I er samdráttartafla, með tölum fyrir Reykjavík, kaupstaðina f heild oghreppanafheild. Hún sýnir rekstrartekjur og rekstrarútgjöld, tekiurog gjöld_á eignabreytingareikningi, og eignir f árslok,_ allt nokkuð sundurliðað, og loks heildarskuldir f árslok án sundurgreiningar. Tafla I er samdráttur úr töflu II, sem gefur meiri reikningslega sundurliðun. — Þar eru enn fremur tölur fyrir hvem kaupstað og fyrir hreppa hverrar sýslu f heild^ svo og fyrir hvern hreppmeð fleiri en 500íbua, þó með nokkrum undantekningum, sem greint er fra á bls. 12. f töflu H er dýpsta sundurliðun árs- reikninga, _sem birt er f þessu riti. Tafla II er f tveimur hlutum, og sýnir annar þeirrarekstrartekjur og rekstrarútgjöld, _en hinn hlutinn sýnir eignabreytingar, eignir og skuldir._Auk þess eruf honum helstu niðurstöður úr reikningum hafnarsjóða, vatnsveitna og rafveitna, en ýtarlegri upplýsingar um þessi fyrirtæki er að finna f töflu IV. — I töflu III eru rekstrartekjur og rekstrarútgjöld hreppa með færri en 500 íbúa (með undantekningum, sjá bls. 12). Sundurgreining liða er þar minni en f töflu II. Tekjur og gjöld á eignabreytingareikningi eru og ekki f þessari töflu, og aðeins eru tilgreindar heildarfjárhæðir eigna og skulda án sundurgreiningar. f töflu IV er yfirlit um fjármál hafnarsjóða, vatnsveitnajag rafveitna sveitarfélaga 1978. An efa vantar f það yflrlít fyrirtæki, sem þar eiga heima, og á ninn bóginn eru teknir þar með reikningar, sem hæpið er að eigi heima f yfirlitinu, vegna þess hve viðkomandi fyrirtæki eru smá f sniðum. Vegna örðugleika á innheimtuþeirra reikn- inga, sem hér um ræðir, eru mikil vandkvæði á að gera yfirlit sem þetta vel úr_garði,cgraunartor- veldastþaðmjög af bókhaldi sveitarfélaga eins og þvf er nú háttað. Nánar er skýrt frá þessu, og frá reikningum sveitarsjóðsfyrirtækja almennt, f skýringum hér á eftir, aðallega við liði G, H og I f töflu II. _ Til glöggvunar á töflunum og einstökum liðum þeirra fara hér á eftir kaflar úr almennum skyringum við eyðublaðið undir sveitarsjóðareilminga, en eins og áður segir eru allartöflumargerð- ar eftir reikningunum, eins og þeir em færðir á það eyðublað af sveitarstjómunum sjálfum eða af Hagstofunni. Merking hugtaka f töflunum er hin sama og er f þessum skýringum á eyðublaðinu: "Meginregla við færslu rekstrarreiknings skal vera sú að færa tekjur og gjöld það ár, sem þau tilhevra raunverulega, hvort sem greiðsla á sér stað sama ár eða ekki. Ogreiddartekjur 00 ógreidd gjöld f lok ársins færast þar af leiðandi á viðskiptareikninga. — Endurgreiðslur á út- gjöldum sveitarsjóðs færast eftir hentugleikum annað hvort það ár, sem útgjöltfin tilheyra, eða þegar þau eru greidd, en gæta verður þess að hafa samræmi f færslunni fra ári til árs.

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.