Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1944, Page 5
Formáli.
Avant-propos.
Með lögum nr. 55, frá 27. júní 1941, um afla- og útgerðarskýrslur, féll
niður sú söfnun aflaskýrslna, sem sýslumenn og hreppstjórar hafa annazt
og fiskiskýrslur hagstofunnar hafa verið byggðar á. Framvegis á Fiski-
félag íslands með aðstoð umboðsmanna sinna að sjá inn alla söfnun afla-
skýrslna, og verða fiskiskýrslur hagstofunnar því framvegis algerlega
byggðar á þeim.
Skýrslur þær, sem hér birtast, eru því hinar síðustu í því formi, sem
hingað til liefur tíðkazt. Eru þær fyrir tvö ár og mjög síðbúnar, enda hefur
skýrsluinnheimtan orðið æ erfiðari með ári hverju. Breyting sú, sem nú
verður gerð á tilhögun fiskiskýrslnanna, ætti að verða til þess að flýta
fyrir útkomu þeirra framvegis. Er ráðgert, að næst komi út i einu lagi
skýrslur fyrir árin 1942 og 1943.
Hagstofa íslands, i desember 1943.
Þorsteinn Þorsteinsson.