Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Page 5
F o r m á 1 i.
Avant-propos.
Skýrslur þær, sem hjer birtast, eru bygðar á töflum, sem prest-
arnir hafa gert árlega fyrir umliðið ár. Birtust þær áður árlega í
Landshagsskýrslunum, en nú koma 5 ár í einu lagi. Er það að
ýmsu leyti heppilegra, því að skýrslurnar má hata fyllri fyrir 5 ára
tímabil heldur en eitt ár í senn og einkum getur úrvinslan þá orðið
töluvert meiri, því að fyrir hvert einstakt ár eru tölurnar svo litlar,
að þær þola'ekki mikla skiftingu. Hinsvegar eru aðaltölurnar fyrir
hvert ár birtar svo fljótt sem unt er í Hagtíðindum. Fyrir árið 1911
eru skýrslur áður birtar í Landshagsskýrslum 1912, en eru teknar
hjer með líka til þess að fylla 5 ára tímabilið, enda miklu fyllri
bjer heldur en þar.
Hefti þetta hefur verið mjög lengi á döflnni, þvi að nærri 2 ár
eru liðin síðan byrjað var á prentun þess. Stafar þessi dráttur að
mestu af veikindum mínum síðastliðið ár.
Áður hefur verið birt bráðabirgðayfirlit um manníjöldann 1912
— 15 og um hjónavígslur, fæðingar og manndauða 1914 og 1915 í
Hagtíðindum í janúar og nóvember 1916 og uin dánarorsakir 1912
—15 í Hagtíðindum i október 1917.
Hagstofa íslands í ágúst 1921.
Porsteinn Porsteinsson.