Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Síða 11
Inngangur.
Introductíon.
A. Mannfjöldinn.
Elal de la popnlation.
I. Mannfjöldinn i heild sinni.
Populalion totale. •
Skýrslur þær um manufjöldann, sem hjer birtast, eru teknar
eftir skýrslum þeim, sem prestarnir gera um hver áramót eftir að
þeir hafa húsvitjað — allsstaðar nema í Reykjavik. Rar framkvæmir
lögreglustjóri manntalið í lok nóvembermánaðar. Manntalið í Reykja-
vík er tekið með nöfnum eins og aðalmanntalið, en í manntals-
skýrslunum frá prestunum er aðeins tala mannfjöldans á hverjum
bæ eða húsi skifl eftir kynferði og í nokkra aldursflokka. Sam-
kvæmt skýrslum þessum var mannfjöldinn á öllu landinu:
í árslok 1911 ...... 85 661
- — 1912.......... 86116
- - 1913.......... 87137
- — 1914 ....... 88 076
- — 1915 ....... 89 059
Að líkindum eru lölur þessar öll árin heldur lægri lieldur en
manníjöldinn hefur verið í raun og veru, því að það hefur ætíð
reynst svo, þegar aðalmanntölin hafa farið fram 10. hvert ár, að
mannfjöldinn hefur þá reynst hærri heldur en búast hefði mátt við
samkvæmt prestamanntölunum á undanförnum árum. Árið 1910
reyndist búsettur mannfjöldi við manntalið 1. des. 85 060, en við
prestamanntalið um sama leyti rúml. 200 lægri eða 84 856. Má það
teljast litill munur, enda mun hann þá hafa verið með minsta móti,
vegna þess að prestarnir hafa haft stuðning af aðalmanntalinu. En
þó að árlegu manntölin sjmi æfinlega nokkru lægri mannfjölda
heldur en vera ber, þá er samt mikilsvert að hafa þau, því að það
mun mega gera ráð fyrir, að þau sjeu nokkurn veginn jafnáreiðan-
leg ár eftir ár, og íná því sjá af þeim breytingu mannfjöldans, ekki
aðeins á öllu landinu í einu lagi, heldur einnig á hverjum stað.