Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Page 12
10* Mannfjöldaskýrslur 19)1—1915 24
Þessar breytingar stafa ekki eingöngu af fæðingum og manndauða,
heldur einnig af flutningum fólksins úr einum stað í annan, en
flutningarnir sjást hvergi nema af manntölunum. Það sem vantar
upp á rjettan mannfjölda í ársmanntölunum mun mestalt vera fólk
í kaupstöðunum, en aftur á móti mun að líkindum mjög litlu
skakka um mannfjöldann utan kaupstaðanna.
2. Mannfjölgun.
Accroissement dc la population.
Samkvæmt ársmanntölunum hefur mannfjölgunin verið svo
sem hjer segir:
1911 ....... 805 manns*) eöa 9.5 °/«o (af þús.)
1912 ....... 455 — — 5.3 — ( — )
1913 ...... 1021 — - 11.9 - ( — )
1914 ....... 939 — — lO.s — ( — )
1915 ....... 983 — — 11.2 — ( — )
Árleg Ijölgun hefur samkvæmt þessu verið að meðaltoli 9.7 °/oo
á þessum árum. Til samanburðar má gela þess, að árleg fjölgun var
að meðaltali 9.i °/oo árin 1901—1910, og 9.2 °/oo árin 1890—1901,
en árin 1880—90 fækkaði fólkinu um 2.i %o að meðaltali á ári, en
það var á þeim árum sem Vesturheimsferðirnar voru mestar.
1. tafla (bls. 11*) sýnir hina eðlilegu mannfjölgun, sem
kemur fram við það, hve fæðingar eru fleiri en mannalát, en auk
þess sýnir hún, hvernig mannfjölgunin breytist vegna mannflutninga
úr landinu og inn í landið.
Tala útflytjenda til Ameríku árin 1912—15 er hjer sett eftir
skýrslum umboðsmanns Allanlínunnar, sem nánar er skýrt frá í
Hagtíðindum 1916 nr. 5. Talan árið 1911 er áætluð með hliðsjón
af skýrslum Kanada um innflutning íslendinga þangað. Samkvæmt
því hafa um 860 manns farið hjeðan til Vesturheims á þessum
árum. Þar sem nú fæðsl hafa 5 252 fleiri heldur en dáið hafa, þá
hefði mátt búast við, að fjölgunin mundi nema alls 4 390 manns, ef
flutningur manna til annara landa en Ameríku hefði jafnast upp á
móti flutningum manna frá þeim löndum. En samkv. manntölunum
hefur fjölgunin aðeins orðið 4 203 og ætti það að sýna það, að á
þessum árum hefðu fleiri flutt hjeðan af landi til annara landa en
Ameríku héldur en þaðan hefðu komið og væri munurinn 187
manns. Er þá gert ráð fyrir, að manntölin sjeu öll jafnáreiðanleg
eða að jafnmikið vanti í þau öll upp á fulla tölu, en vera má, að
1) Hjer er miðað við prestamanntalið 1910, en ekki aðalmanntalið.