Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Page 17
21
15
Mannfjöldaskýrslur 1911—1915
Af 1000 brúóhjónum giftusl i 2. og 3. sinn
Brúðgumar fimi—íooo 1901—10 1911—15
í 2. sinn........ 74 65 71
- 3. — .......... 4 2 3
Alls .. 78 67 74
Brúðir
í 2. sinn..... 48 46 38
- 3. — .......,121
Alls .. 49 48 39
Áður var meira um að menn væru þrí- og fjórgiftir. Arin
1850—55 giftust 11 af 1 000 brúðgumum oftar en í 2. sinn, 0 í 3.
sinn og 2 í 4. sinn, en af 1 000 brúðum giftust 3 í 3. sinn. Síðan
um aldamót hefur enginn gifst í 4. sinn og á áratugnum 1891 —1900
aðeins ’einn karlmaður.
í töflu XII (bls. 45) er sýnt, hvernig brúðhjónin veljast
saman eftir hjúskaparstjett þeirra á undan hjónavígslunni. Af 100
yngissveinum, sem ganga í hjónaband, giítast 97 yngisstúlkum, en
aðeins 3 ekkjum eða fráskildum konum, en af 100 yngismeyjum
sem ganga í hjónaband, giftast 93 yngissveinum, en 7 ekkjumönnum
eða tráskildum. Pað er þannig algengara, að ógiftar stúlkur giftist
ekkjumönnum heldur en að ógiftir menn giflist ekkjum. Pað mælti
annars ætla, að ekkjumenn og ekkjur veldust einkum saman, en
svo er ekki. Flestir ekkjumenn giftast einmitt ógiftum stúlkum og
llestar ekkjur ógiftum mönnum. Af 100 ekkjumönnum (og fráskild-
um), sem giftast aftur, giftast 89 yngisstúlkum, en 11 ekkjum, en af
100 ekkjum (og fráskildum konum), sem giftast aftur, giftast 78
ógiflum mönnum, en 22 ekkjumönnum eða fráskildum. Að vísu er
ekkjumanna- og ekknafjöldinn á þessu 5 ára tímabiii of lítill til
þess, að dregin verði almenn ólyktun af þessum tölum einum. En
ef teknar eru allar ekkjur og ekkjumenn, sem gifst hafa á 15 ára
tímabilinu 1901—15 verður líkt uppi á teningnum. Þó breytast hlut-
fallstölurnar fyrir ekkjurnar þannig, að 82 af 100 hafa gifst yngis-
mönnum, en 18 ekkjumönnum eða fráskildum. Sýnir þetta, að fyrir
ekkjurnar eru meiri líkindi til þess að giftast ekkjumönnum heldur
en fyrir ekkjumenn að giflast ekkjum.
3. Aldur brúðhjóna.
L’úgc des íxouveaux marics.
Um aldur brúðguma og brúða eru sundurliðaðar skýrslur í
töflu XIII (bls. 46). Til betra yfirlits er tölu brúðguma og brúða á
tímabilinu 1911—15 skift bjer í 4 stærri aldursflokka.