Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Page 37
24
Mannfjöldaskýrslur 1911—1916
35
stundum verið, að enginn vaíi leiki á um það, en það er samt varla
við öðru að búast en að ákvarðanir prestsins á dauðameinunum
verði oft nokkuð af handahófi, einkum þar sem nafnaskráin yfir
dauðameinin, sem þeir eiga að fara eftir, er mjög nákvæmlega sund-
urliðuð, svo að það mun ofætlun fyrir flesta presta að gera þar á
skýra grein. Að vísu eiga læknarnir að rannsaka skýrslur prestanna
á eftir og lagfæra það sem þeim þykir ábótavant, en þó það megi
takast í ýmsum tilfellum er hætt við að Iæknana skorti oft kunn-
ugleika til þess að 'gera það svo fullábyggilegt sje. En stundum
virðist líka sem læknarnir hafi tekið sjer rannsóknina mjög ljett og
ekki hreyft við skýrslum prestanna jafnvel þar sem sýnilegt var, að
þeim hlaut að vera ábótavant. Þess vegna hefur hagstofan skift
mannslátunum alls 1911—15 undir hverjum einstökum lið í 3 flokka:
1. þau sem dánarvottorð eru fyrir, 2. þau sem standa á presta-
skýrslum, sem sýnilegt er að læknir hefur yfirfarið og leiðrjett,
3. þau sem standa á prestaskýrslum, er læknir virðist ekki hafa
rannsakað. í töflu XXII (bls. 58—63) hefur 1. flokkurinn verið tákn-
aður með Dv og 2. flokkurinn með L. 3. flokkurinn er ekki til-
greindur sjerstaklega, en finst með því að draga hina tvo frá aðal-
tölu mannslátanna undir hverjum lið. Mannslátin á tímabilinu
1911—15 skiftast þannig niður á þessa flokka.
1. Dánarvottorð.................. 1 975 eða 31.9 °/o
2. Prestaskýrslur með athugas. lækna 1 003 — 16.2 —
3. Prestaskýrslur eingöngu........... 3 209 — 51,9 —
Samtals .. 6 187 eða lOO.o °/o
Undir 3. flokk eru einnig tekin þau mannslát, sem engar dán-
arskýrslur hafa verið gefnar um. Að þessi flokkur er svo stór stafar
töluvert af því, að flestöll mannslátin árið 1911 falla undir hann,
því að dánarvottorðin byrjuðu ekki fyr en á síðasta ársfjórð. það ár.
b. Yfirlit um dánarorsakirnar.
Lcs groupes des causes de décés.
Á skránni um dánarorsakir er þeim skift í flokka. Eru fyrst
taldir næmir sjúkdómar og þeir sem ekki eru bundnir við sjerstök
líffæri, en síðan þeir, sem aðeins koma fyrir í 'einstaka líffærum, og
er þeim svo skift í flokka eftir því við hvaða liffæri þeir eru bundnir.
Eftirfarandi yfirlit sýnir manndauðann 1911—15 úr hverjum flokki
þessara sjúkdóma að meðaltali á ári. Ennfremur er sýnt með hlut-
fallstölum, hve mörg af 100 mannslátum koma í hvern flokk og hve
margir af 10 000 manns deyja árlega úr þessum sjúkdómumt