Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Blaðsíða 126
102*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
Aldur.
í töflum mannfjöldaskýrslna er aldur
miðaður við árslok. í bráðabirgðatölum
mannfjöldans er því aldur þeirra, sem fæddir
eru 2.-31. desember oftalinn um eitt ár miðað
við 1. desember, en ef miðað er við árslok eru
böm á 1. ári vantalin um böm fædd í nóv-
ember og desember (u.þ.b. 600), en allir
árgangar oftaldir um þá sem deyja í des-
ember (u.þ.b. 150).
Hjúskaparstétt.
Ógiftir teljast þeir einir, sem hafa aldrei
gengið í hjónaband. Með í tölu þeirra eru þó
þeir sem skráðir eru með ótilgreinda hjú-
skaparstétt, en þeir eru afar fáir á hverju ári.
Er hér um að ræða útlendinga, sem hafa flust
hingað til lands og þá taldir utan hjónabands.
Þó að vamarliðsmenn og erlendir sendi-
ráðsmenn eigi ekki lögheimili hér á landi,
eiga það eiginkonur þeirra íslenskar og eigin-
menn.
Þegar svo ber undir, að til landsins flyst
fólk sem er gift en maki fylgir ekki, telst það
hafa slitið samvistum þó að svo sé ekki í
raun. Þetta á við um starfsmenn á vegum
erlendra verktakafyrirtækja og aðra þá sem
flytjast hingað en eiga áfram annað heimili
og sitt heimilisfólk erlendis. Sama á við
þegar annað hjóna flytur lögheimili héðan
sitt til Norðurlanda, en hitt verður áfram hér
á landi, og er það í samræmi við norræna
samninginn um almannaskráningu.
Það hefurekki áhrif á skráningu hjúskapar-
stéttar þó að hjón, sem skráð eru samvistum,
fá leyfi til skilnaðar að borði og sæng, nema
tilkynnt sé um lögheimilisflutning sem leiði
til þess að þau hafi hvort sitt lögheimilið.
Staða þeirra, sem hafa slitið samvistum
eða skilið að borði og sæng, er varðandi
stofnun nýs hjúskapar hin sama og annars
gifts fólks. Til áður giftra teljast einungis
ekklar og ekkjur og þeir sem hafa skilið að
lögum.
Kjarnafjölskyldur.
Úr þjóðskránni er ekki unnt að fá upp-
lýsingar um tölu heimila né hverjir mynda
saman heimili. Ekki er heldur að finna fjöl-
skyldur í venjulegri merkingu þess orðs,
heldurí þrengri merkingu, ogeru fjölskyldur
samkvæmt skýrgreiningu þjóðskrárinnar
nefndar kjamafjölskyldur til auðkennis.
í kjarnafjölskyldu eru bamlaus hjón (eða
bamlaus maður og kona í óvígðri sambúð)
og foreldrar eða foreldri með böm (eða
fósturböm) 15 ára eða yngri. Börn 16 ára og
eldri sem búa hjá foreldri eða foreldrum eru
ekki talin til kjamafjölskyldna, og fjölskylda,
sem t.d. samanstendur af móður og syni eldri
en 15 ára, erekki kjamafjölskylda, heldurer
þar um að ræða 2 „einhleypinga“. Þetta
þrönga fjölskylduhugtak hefur verið notað í
þjóðskrá vegna þess að hún er löguð eftir
þörfum skattyfirvalda og annarra opinberra
aðila.
Komið er fram hvernig skráningu hjóna-
banda er hagað. Það hefur lengi tíðkast á
Islandi að fólk hefji óvígða sambúð og sé í
henni um lengri eða skemmri tíma. Oft er
hún undanfari hjónabands en í öðrum
tilvikum varir hún sem óvígð sambúð eða
henni lýkur með samvistaslitum.
I manntali því, sem tekið var 16. október
1952 og þjóðskráin var stofnuð eftir, var þess
getið ef fólk var í óvígðri sambúð, og það
skráð í þjóðskrá. Síðan hefur þessari skrá-
ningu verið haldið við eftir ýmsum heimild-
um, en eðli málsins samkvæmt getur hún
aldrei orðiðfullkomin. Bæði skortirþjóðskrá
oft upplýsingar um að óvígð sambúð sé
komin á, þó að ekkert væri til fyrirstöðu
skráningu að öðru leyti, og eins getur það
verið að viðkomandi einstaklingar hagi
skráningu lögheimilis sökum hagsmuna sinna
með þeim hætti, að ekki geti komið til skrá-
ningar á óvígðri sambúð. Hið sama gildir um
óvígða sambúð og hjónaband, að aðilar verða
að hafa sameiginlegt lögheimili.
Ný skráning óvígðrar sambúðar byggist á
upplýsingum um sameiginleg aðsetursskipti
karls og konu eða flutning annars heim til
hins. í ársvinnslu þjóðskrár 1980 var ný
óvígð sambúð ekki skráð, nema það lægi
fyrir að hlutaðeigendur ættu bam saman eða
tekið væri fram á aðsetursskiptatilkynningu
að um óvígða sambúð væri að ræða.
Þegar ógiftir foreldrar nýfædds bams eiga
lögheimili saman eru þeir skráðir í óvígða
sambúð, og sama á við ef foreldramir flytjast