Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Blaðsíða 135
Heimildir og hugtök
111*
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin út nýja dánar-
meinaskrá (s.k. 6 alþjóðlega endurskoðun),
sem er meira sundurliðuð en skráin frá 1938
og allfrábrugðin henni að öðru leyti. Um leið
var gerð veruleg breyting á reglunum um
hvemig dánarmein skuli ákvarðað þegar um
samverkandi sjúkdóma er að ræða. Skrif-
stofa Landlæknis gaf skrá þessa út árið 1953
undir heitinu: Mannslátabók II, en sú bók
samsvarar 6. endurskoðun.6
Hin alþjóðlega skrá er fyrst og fremst skrá
til flokkunar sjúkdóma í opinberum skýrslum
um dánarorsakir og heilsufar.7 Alþjóðlega
skráin 1948 (6. endurskoðun) var gefin út
aftur smávægilega breytt 1955 (7. endur-
skoðun), og er hún venjulega kennd við það
ár, þ.á.m. í Mannfjöldaskýrslunum. Var þar
aðallega um að ræða viðbót allmargra nýrra
4. tölustafs liða, auk ýmissa minni háttar
lagfæringa. Hins vegar hélst þriggja tölu-
stafa flokkunin svo að segja óbreytt. Skráin
frá 1955 tók gildi þ. 1. janúar 1958 og var
notuð til ársloka 1970.
Attunda endurskoðun hinnar alþjóðlegu
flokkunar sjúkdóma og dánarmeina er í
Mannfjöldaskýrslunum hér kennd við árið
1965. Varhún ígildi áíslandi árin 1971-80.
Flokkunarkerfið er að heita má óbreytt frá
því, er tekið var upp í 6. endurskoðun 1948,
en á aðalskránni hafa orðið miklar breytin-
gar. Auk nokkurar fjölgunar þriggja stafa
flokkunartalna og þar af leiðandi tilfærslna
hefur undirflokkun eftir 4. stuðli verið stór-
aukin, og í stað einstakra sjúkdómsheita ber
nú meira en áður á skilgreiningu eftir eðli
eða orsök sjúkdóma. Er samið yfirlit um
dánarorsakir hvers árs á grundvelli 4ra tölu-
stafa skrárinnar (Detailed list með undir-
flokkun 4. tölustafs), en sú skýrsla er ekki
birt, enda er hún mjög umfangsmikil. Engu
síður lætur Hagstofan hverjum sem er í té
upplýsingar úr henni, og þeir, sem þurfa að
nota hana mikið, geta sjálfir fengið að taka úr
henni upplýsingar.
Með lögum nr. 42/1950, sem tóku gildi 1.
janúar 1951, var ákveðið að ritað skyldi
dánarvottorð fyrir hvem mann, er dæi hér á
landi, nema lík fyndist ekki, en þá skyldi
gerð mannskaðaskýrsla samkvæmt lögum
nr 42/1913. Hefur samkvæmt þessu verið
gefið út dánarvottorð um öll mannslát síðan
í ársbyrjun 1951, nema um vofveiflegan
atburð hafi verið að ræða og lík ekki fundist.
A dánarvottorði skal upplýsa dánarmein á
þann hátt að greina heiti sérhvers sjúkdóms
eða ástands sem máli skiptir og aðdraganda,
þ.e. hér um bil hve langur tími leið frá því að
ástand hófst og þar til dauða bar að. Þetta
skal gera í eftirfarandi röð: I. a) Sjúkdómur
eða ástand sem telst bein orsök dauðans
(þetta táknar ekki venjulega og sjálfsagða
aðför dauðans, heldur sjúkdóm, áverka eða
eftirköst sjúkdóms eða áverka, sem dauða-
num olli). b-c) Undanfarandi orsakir, þ.e.
sjúkdómsástand, ef verið hefur, sem telst
undirrót fyrrgreinds ástands, og skal greina
aðalundirrót síðast. II. Annað ástand, ermáli
skiptir, samverkandi að dauða, en óskylt
ástandi því, er telst orsök dauðans.
Við úrvinnslu dánarvottorða er rituð á þau
tákntala þeirrar orsakar, sem telst vera
grundvallarorsök mannslátsins. Aðalreglan
er sú að miða við þann sjúkdóm eða
sjúkdómsástand, er telst aðalundirrót dauða,
en ekki eina eða aðra afleiðingu sjúkdómsins
eða sjúkdómsástandsins, jafnvel þó að hún
kunni að vera hin beina dánarorsök. Með
öðrum orðum kemur það sem skráð kann að
vera í lið II ekki til greina þegar skipa skal
dánarmeini í flokk, og I,b gengur ætíð fyrir
I,a og I,c fyrir I.b.
Gætt er að því við skoðun á vottorðunum
hvort þau séu rétt fyllt að þessu leyti, t.d.
hvort röð sé víxlað eða hvort tilgreind er
keðja sjúkdóma sem ekki fær staðist. Að
lokinni áritun tákntölu fyrir dánarorsök á
Hagstofunni fara vottorðin til skrifstofu
landlæknis þar sem sérfróðir læknar fara yfir
6. Er þar um að ræða þýðingu á hinum löggilta enska texta og fylgir latnesk þýðing sjúkdómaheita, sem tekin var eftir hinni
sænsku útgáfu skrárinnar. Að hálfu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar var gert ráð fyrir, að þátttökuríki tækju nýju skrána í
notkun I. janúar 1951, og var svo hér á landi.
7. Er um að ræða 3ja tölustafaaðalskrá (Detailed list - skrá hin gersta), með eða án undirflokkunar fjórða tölustafs. Þá er næst
samdráltarskrá 150 flokka, eða svo nefnd miðskrá (Intermediate list), og loks enn meir samandregin skrá 50 flokka
(Abbreviated list). I alþjóðasamþyktinni um dánarmeinaskrá 1948 er gert ráð fyrir, að hvert ríki birti dánarorsakaskýrslur
fyrir landið í heild í samræmi við lengstu skrána, eða ef því verður ekki við komið, í samræmi við miðskrána, en skýrslur
fyrireinstaka hluta og borgir lands séu birtar í samræmi við miðskrána eða 50 flokka skrána.