Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Blaðsíða 132
108*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
böm gestkomandi útlendinga, erlendra sendi-
ráðsstarfsmanna né foreldra, sem hafa báðir
sérstaka réttarstöðu hér á landi samkvæmt
vamarsamningi íslands og Bandaríkjanna.
Böm íslendinga, fædd erlendis, eru meðtalin
ef foreldrarnir eiga lögheimili á Islandi eða
flytjast hingað á fæðingarárinu. Fyrir 1979
bar nokkuð á því, að börn fædd erlendis væru
oftalinafýmsumorsökum. Fráogmeð 1979
hefur þess verið gætt, að samræmi væri betur
haldið en áður varðandi þessi atriði. Nokkuð
mun þó skorta á, að vitneskja berist um öll
þau böm, sem fædd eru erlendis og eiga
jafnframterindi í íslenskarfæðingarskýrslur.
Lifandi og andvana fædd börn.
Böm eru talin andvana fædd, ef þau fæðast
án lífsmarks eftir að liðnar eru 28 vikur
meðgöngutímans. Lifandi fædd munu sam-
kvæmt því talin þau böm, sem fæðast með
einhverju lífsmarki, hversu veikt sem það er,
og án tillits til meðgöngutíma. Þetta er í
samræmi við skilgreiningu hagstofu Sam-
einuðuþjóðannaogAlþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar, en í ljósmæðrareglugerð frá 23.
okt. 1933 er skilgreining, sem kemur ekki
alveg heim og saman við þetta. Samkvæmt
henni skulu þau börn, sem fæðast með lífs-
marki, en ná þó ekki að anda sjálfkrafa, ekki
talin lifandi fædd, heldur andvana. Af þess-
um sökum má ætla, að andvana böm séu
nokkuð oftalin, ef miðað er við skilgreiningu
alþjóðastofnana á hugtakinu andvana fæðing.
Þó geta mörkin á milli andvana fædds bams
og fósturláts stundum verið óviss, þótt sjálf
skilgreiningin sé skýr, þ.e. 28 vikna með-
göngutími. Verður íreynd oft að styðjast við
þroska fóstursins (sé t.d. líkamslengd þess
fullir 35 cm mun talið, að um andvana fætt
bam sé að ræða, en ekki fósturlát).
Heimili móður.
Heimili móður telst vera lögheimili henn-
ar samkvæmt þjóðskrá 1. desember fyrra árs
fyrir fædda í janúar-október, en 1. desember
sama ár fyrir fædda í nóvember og desember.
Bömum mæðra, er áttu lögheimili er-
lendis (sbr. áður nefnt atriði í 1. hluta þessa
kafla) eða á ótilgreindum stað, er jafnað á
landssvæðineftirfæðingartíðni þar. Stöðluð
fæðingartíðni sýnir hve margir mundu fæðast
á hverja 1.000 íbúa á landssvæðinu miðað
við fæðingartíðni þar, ef kyn- og aldursskipt-
ing íbúanna væri sú sama og á landinu í
heild. Vegna þess, að tölur um fædda eftir
aldri móður eru aðeins til fyrir landið allt, er
þessi útreikningur þó gerður á óbeinan hátt.
Fundið er hve margir hefðu fæðst á hverju
landssvæði, ef fæðingartíðni alls landsins
hefði gilt þar í hverjum aldursflokki mæðra.
Síðan er fundið hlutfallið á milli raunveru-
legra talna og þess, sem reiknað var, og raun-
verulegri tölu lifandi fæddra á hverja 1.000
íbúa síðan breytt í því hlutfalli.
Skiigetin og óskilgetin börn.
Skilgetin teljast öll böm, sem gift kona
fæðir, eins þótt hún giftist ekki fyrr en á þeim
degi, er fæðing á sér stað, enda sé maður
henna nefndur faðir bamsins. Enn fremur
eru böm ekkna og fráskilinna kvenna
skilgetin, ef þau eru getin í hjónabandi. Öll
önnur böm eru talin óskilgetin.
Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um,
hve mörg óskilgetin böm verða síðar meir
hjónabandsbörn við giftingu foreldra, en sá
hluti er allstór. Allt síðan 1961 má sjá hve
hátt hlutfall óskilgetinna bama fæðist for-
eldrum í óvígðri sambúð
Fæðingartíð.
Töflur, sem sýna skiptingu hverra 1.200
lifandi fæddra bama eftir mánuðum hafa
verið reiknaðir allir jafnlangir.
Aldur móður og föður.
Aldur er talinn í fullnuðum árum fæðinga-
rdag bamsins. Við útreikninga á aldri móður
er farið eftir skiptingu bama eftir eins árs
aldursflokkum mæðra.
Fæðingarröð barns.
Með fæðingarröð er átt við hvar bamið er
í röð allra bama, lifandi og andvana, sem
móðir þess hefur alið. Er þetta frávik frá
alþjóðlegri reglu um, að lifandi fædd böm
skuli talin eftir röð lifandi fæddra bama.