Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Blaðsíða 130
106*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
hvert vegna þessa, en fyrstu árin eftir að
samningur þessi kom til framkvæmda, gætti
breytingarinnar nær eingöngu í tölu brott-
fluttra af landinu, þar sem námsmenn, sem
komu heim frá námi á Norðurlöndunum,
voru þá flestir á íbúaskrá hér á landi. Frá
miðjum 8. áratugnum máhins vegargeraráð
fyrir að nettó-flutningur fólks milli Islands
og Norðurlanda sé ekki fjarri því, sem orðið
hefði, ef eigi hefði komið til umræddrar
röskunar við skráningu brottfluttra og
aðfluttra.
Við brottflutning telst aðflutningsland vera
það, sem tilgreint er á aðsetursskipta-
tilkynningu, og sama á við um brott-
flutningsland aðfluttra til landsins, ef þeir
hafa ekki búið hér á landi á upphafstíma
þjóðskrár 16. október 1952 eða síðar. Þeir,
sem hafa verið hér á íbúaskrá eftir þennan
tíma teljast ævinlega flytjast frá því landi,
þar sem þeir voru skráðir samkvæmt íbúaskrá,
en það kann að vera annað land en síðast var
búið í.
VEITING ÍSLENSKS RÍKISFANGS.
Granting oflcelandic citizenship.
Töflur um veitingu íslensks ríkisfangs með
lögum hafa verið gerðar frá og með árinu
1961.
Töflumar taka til þeirra, sem nefndir eru í
lögum um veitingu ríkisborgararéttar. í
hinum árlegu lögum eru aðeins nefndir ein-
staklingar 18 ára og eldri, en aldur er miðaður
við 31. desember árið sem lögin eru sett.
Böm yngri en 18 ára fengu íslenskt ríkis-
fang með foreldrum eða foreldri og em þau
allt fram til ársins 1980 undanskilin í þessari
töflugerð. Fáeinir einstaklingar, sem veittur
var íslenskur ríkisborgararéttur urðu það þó
ekki vegna þess að þeir fullnægðu ekki því
skilyrði, þegar þar að kom, að þeir tækju
íslenskt nafn samkvæmt lögum um manna-
nöfn.
Það skal tekið fram, að frá og með 1981
hefur Hagstofan birt tölur um þá, sem fengu
endanlega íslenskt ríkisfang, ýmist eftir
sérstökum lögum eða samkvæmt almennri
heimild í lögum um ríkisborgararétt.5
Utlendingar gátu öðlast íslenskan
ríkisborgararétt með öðrum hætti en að vera
samþykktir með árlegum lögum frá Alþingi.
Samkvæmt eldri lögum um íslenskan ríkis-
borgararétt (nr. 100/1952) gátu t.d. ung-
menni með erlent ríkisfang, sem höfðu búið
hér á landi samfleytt frá fæðingu til 18 ára
eða 21 árs aldurs og lagt inn beiðni til
dómsmálaráðuneytisins um að hljóta íslenskt
ríkisfang innan fullnaðs 23 ára aldurs.
HJÓNAVÍGSLUR.
Marriages.
Fjöldi hjónavígslna.
Þjóðkirkjuprestar, prestar og forstöðu-
menn annarra trúfélaga, og héraðsdómarar
láta Hagstofunni reglulega í té skýrslur um
hjónavígslur, er þeir framkvæma. Er ekki
ástæða til að ætla annað en að skýrslur þessar
séu tæmandi. Þeir sem eiga heimahér á landi
og gifta sig erlendis skila venjulega sjálfir
vottorði um vígsluna til Hagstofunnar.
Tölur Hagstofunnar um hjónavígslur eiga
að ná til allra vígslna, þegar annað brúðhjóna
eða bæði eru með skráð lögheimili á íslandi,
og skiptir ekki máli hvort vígsla fer fram hér
eða erlendis. Vígslur annars fólks, til dæmis
ferðamanna frá útlöndum, koma hins vegar
ekki í töflumar, eins þótt vígslustaður sé hér
á landi.
Giftingartíðni.
Árin 1897-1955 er tala giftra sett sem
hlutfall af mannfjölda við aðalmanntal, sem
féll sem næstmiðju hvers tímabils. Fráárinu
1956 er miðað við meðalmannfjölda hvers
tímabils.
Aldur hjóna.
Aldur er talinn í fullnuðum árum hjóna-
vígsludaginn.
Hjónavígslur erlendra ríkisborgara.
Ekki eru meðtaldar hjónavígslur tveggja
erlendra ríkisborgara nema a.m.k. annað
hjóna sé skráð með lögheimili hér á landi.
5. Lögum um íslenskan ríkisborgararétt var breytt 1982 (lög nr. 49, 11. maí 1982 um breytingu á lögum um (slenskan
ríkisborgararétt nr. 100/1952) og frá því ári er tala þeirra. sem fá íslenskt ríkisfang ekki sambærileg við eldri tölur.