Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Side 2
Fréttirmiðvikudagur 16. júlí 20082
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Að eiga og elska heimsins versta hund
-Mjög fyndin ástarjátning
... Í bókinni Marley og ég
er viðfangsefninu lýst af
hlýju ... gamansemi og
ástúð.
New York Times
-Fyndin og hjartnæm saga um
fimmtíu kílóa Labrador sem
var jafn tryggur og elskulegur
og hann var óþekkur.
People
-Hugsanlega hugljúfasta bók
ársins. Sannarlega
hundavinabók ársins.
USA Today
MARLEY OG ÉG er bók sem allir
hundaáhugamenn verða að lesa
- og hinir líka.
Marley og ég
John Grogan
Að eiga og elska
heimsins versta hund
Á metsölulista New York
Times Frum-
útgáfa í
kilju
HÓLAR
Ásmundur Jóhannsson var sviptur veiðileyfi sínu:
Ekkert stöðvar bakveika sjóarann
Ásmundur Jóhannsson sjómaður
var sviptur veiðileyfi sínu. Það gerðu
yfirvöld eftir að ljóst varð að Ás-
mundur sótti sjóinn án þess að vera
með kvóta fyrir aflanum.
„Ég veit ekkert hvort ég sé að
kaupa hann af réttum eigendum,
þetta er þjóðarauðlind,“ segir Ás-
mundur um hvers vegna hann fisk-
ar kvótalaus. Hann segist ekki lenda
í því að kaupa kvóta af vitlausum að-
ilum sem eiga svo ekki kvóta því það
er lögbrot. Spurður um framhaldið
svarar hann: „Ég fer bara að róa um
leið og það lægir.“
Mótmælin hóf Ásmundur vegna
álits mannréttindanefnar Samein-
uðu þjóðanna um að kvótakerf-
ið væri ósanngjarnt og bryti á sjó-
mönnum.
Ásmundur hefur verið til sjós við
Ísland í hartnær 37 ár og er hann
nú sviptur veiðileyfi vegna skorts á
kvóta. Hann átti loðnuskipið Þórs-
hamar og segir að kvótinn hafi hrein-
lega verið hirtur af skipinu á sínum
tíma. Sjálfum fannst honum ekkert
um að hann hafi verið sviptur veiði-
leyfinu þar sem honum finnst kvóta-
kerfið vera ónýtt. „Þetta er bara fram-
hald af þessum skrípaleik sem þetta
er, kvótinn er bara vitleysa. Það hefur
ekki friðað einn einasta fisk og hefur
aldrei tekist með þessu kerfi,“ seg-
ir Ásmundur. Ef hann verður tekinn
og kærður ætlar hann með málið alla
leið fyrir Mannréttindadómstól Evr-
ópu.
Ásmundur Jóhannsson
Segir kvótakerfið skrípaleik.
Öll gögn á fartölvum fjórmenning-
anna sem sögðu upp störfum hjá
REI fyrr í þessum mánuði voru af-
rituð af tölvudeild fyrirtækisins á
meðan þeir voru fjarverandi. Í far-
tölvunum sem þeir Gunnar Örn
Gunnarsson, Gestur Gíslason,
Þorleifur Finnsson og Vilhjálm-
ur Skúlason höfðu afnot af
voru meðal annars persónu-
leg gögn en einnig önnur gögn
sem tengdust vinnu þeirra.
Tölvurnar voru ekki í eigu
þeirra heldur fyrirtækis-
ins. Tölvupóstar og önnur
persónuleg gögn eru með-
al þeirra gagna sem afrit-
uð voru á meðan þeir voru
fjarverandi. Samkvæmt
heimildum DV hefur
málið verið mikið rætt
innan veggja REI og Orku-
veitu Reykjavíkur að und-
anförnu.
Óvenjulegt að harðir
diskar séu afritaðir
Hjá Persónuvernd fengust þær
upplýsingar að óvenjulegt væri að
fyrirtæki afrituðu öll gögn á tölvum
starfsmanna. Venjulega eru örygg-
isafrit tekin af tilteknum gögnum en
ekki öllu því sem er inni á hörðum
diskum í tölvum. Hins vegar getur
það gilt um vinnutölvur að ekki sé
ætlast til þess að starfsmenn noti
þær fyrir sín persónulegu gögn.
Einkagögn og tölvupóstskeyti sem
tengjast ekki vinnunni og skjöl sem
ótengd eru vinnunni á vinnuveit-
andinn ekki að afrita.
Fjórmenningarnir gegndu all-
ir stöðu framkvæmdastjóra hjá
REI. Þeir sögðu upp störfum fyrr í
mánuðinum vegna óánægju með
samstöðuleysi um málefni fyrir-
tækisins og þess hvernig pólitísk
deilumál síðustu mánaða hafa gert
störf þeirra mikið erfiðari. Guð-
mundur Sigurjónsson er eini fram-
kvæmdastjóri félagsins sem enn er
að störfum.
Ekki náðist í Hjörleif B. Kvaran,
forstjóra Orkuveitunnar, og ekki
heldur í fjórmenningana við vinnslu
þessarar fréttar. Þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir náðist ekki í Kjartan Magn-
ússon stjórnarfor-
mann.
Fyrirtækið segist eiga
gögnin
„Já, það voru tekin afrit af hörðu
diskunum í tölvunum þeirra þeg-
ar mennirnir sögðu upp. Sumir
þeirra höfðu ekki farið leynt með
það að önnur fyrirtæki hefðu boð-
ið í þá,“ segir Eiríkur Hjálmarsson
upplýsingafulltrúi Orkuveitunn-
ar. Aðspurður hvaða persónulegu
gögn hafi verið á tölvunum svar-
ar hann: „Mér er ekki kunnugt
um hvaða gögn voru þarna
inni. Hins vegar er það alveg
skýrt að þau gögn sem menn
vista á vélum fyr-
irtækisins eru
eign fyrir-
tækis-
ins.
Starfsmönnum er heimil hófleg
persónuleg notkun á tölvunni en
reglurnar eru alveg skýrar,“ segir
hann.
Hann segir að mönnunum hafi
ekki verið kunnugt um, áður en
gögnin voru afrituð, að það yrði
gert. Aðspurður hvernig REI muni
meðhöndla möguleg persónuleg
gögn mannanna, sem fyrirtækið
kann að hafa undir höndum, seg-
ir hann: „Orkuveitan hefur engan
hag af því að eiga persónulegar ljós-
myndir eða eitthvað annað slíkt, en
þeim var algjörlega ljóst að regl-
urnar væru svona.“
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
AFRITUÐU ÖLL GÖGN
FYRRUM REI-MANNA
Eftir að fjórir framkvæmdastjórar REI sögðu upp störfum í byrjun mánaðar afritaði
fyrirtækið öll gögn á hörðum diskum í tölvum þeirra á meðan þeir voru fjarverandi.
Þar á meðal voru persónuleg gögn þeirra. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi
Orkuveitu Reykjavíkur, segir að reglurnar séu skýrar og gögn sem vistuð eru á tölv-
um í eigu Orkuveitunnar séu eign Orkuveitunnar.
Hjörleifur Kvaran Stjórnendur Orku-
veitunnar létu afrita öll gögn á tölvum
þeirra sem sögðu upp störfum.
„Mér er ekki kunnugt
um hvaða gögn voru
þarna inni. Hins vegar
er það alveg skýrt að
þau gögn sem menn
vista á vélum fyrir-
tækisins eru eign
fyrirtækisins.“
Orkuveituhúsið Fjórmenningarnir
sögðu upp störfum. í kjölfarið létu
stjórnendur Orkuveitunnar afrita öll
gögn á tölvum þeirra.
Tölvur vanalega eru aðeins
tiltekin gögn afrituð en ekki
allur harði diskurinn.
Hafna léttum
bílum
Tryggingafélagið Elísabet hef-
ur ákveðið að hætta að tryggja
létta og kraftmikla bíla. Ástæðan
er sú að ökutækin eru fyrirtæk-
inu of þungur baggi. Breyting-
arnar taka gildi á fimmtudaginn.
Jón Páll Leifsson, rekstrar-
stjóri Elísabetar, segir að þegar
skoðuð séu hlutföll tjóna eftir
tegundum bíla komi í ljós að
greiðslur vegna tjóna þessara
bíla séu gríðarlega háar.
„Fyrir suma af þessum bílum
erum við að greiða 260 krónur
til baka vegna tjóns af hverjum
hundrað krónum sem greidd-
ar eru í iðgjöld. Í staðinn fyrir
að hækka iðgjöldin hjá öllum
ákváðum við að sleppa þessum
hluta alveg og koma þar með í
veg fyrir hækkun hjá öðrum,“
segir Jón Páll en breytingarnar
ná ekki til þeirra sem þegar hafa
tryggt hjá Elísabetu.
Fjórðungur
treystir Geir
Aðeins fjórðungur þjóðarinn-
ar treystir Geir H. Haarde til að
leiða þjóðina út úr þeim efna-
hagsþrengingum sem nú ganga
yfir. Þetta er niðurstaða könnun-
ar sem fréttastofa Stöðvar 2 lét
Capacent vinna fyrir sig og var
kynnt í kvöldfréttum í gær. Ell-
efu hundruð einstaklingar voru
spurðir eftirfarandi spurning-
ar: Hversu vel eða illa treystir
þú Geir H. Haarde, forsætisráð-
herra, til þess að leiða Ísland út
úr þeirri kreppu sem nú stendur
yfir?
46,6 prósent þeirra sem svör-
uðu spurningunni telja að Geir
sé ekki treystandi til að leiða Ís-
land út úr þeirri kreppu sem nú
stendur yfir. 24,4 prósent sögðust
treysta honum til að leiða Ís-
land úr kreppunni. Svarhlutfall í
könnuninni var fimmtíu prósent.