Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Blaðsíða 16
vinnuvélarmiðvikudagur 16. júlí 200816
Líkt og í öðrum atvinnugreinum
hefur orðið gríðarleg tæknibylting
hjá verktakafyrirtækjum í jarðvegs-
iðnaði. Gröfur, ýtur, vegheflar og
ótal önnur tæki eru búin GPS-bún-
aði sem gerir stjórnendum þeirra
kleift að vinna verk sín nakvæmlega
þar sem fyrirhugað framkvæmda-
svæði birtist á skjá í stjórnborði
tækjanna. Það fyrirtæki sem lengst
er komið í tæknivæðingu flota síns
er verktakafyrirtækið Klæðning sem
gerir út tugi hátæknivinnuvéla.
Mun meiri nákvæmni
„Þetta er gríðarleg breyting fyr-
ir okkur sem vinnum á vélunum,
hér er ég að gera veituskurði og sé
á skjánum hjá mér nákvæma stað-
setningu, breidd, dýpt og lögun á
skurðinum og fyrir bragðið heyrir
til undantekninga ef mistök verða
við verkið eins og áður var þegar
allt var mælt út fyrir fram og hælar
settir til að vinna eftir. Oft kom fyr-
ir að ekki var nægilega skýrt hvernig
átti að vinna eftir þeim merkingum
og því varð stundum að margkoma
og breyta og laga og svo var algengt
að þessir hælar væru keyrðir niður
og þá var reynt að gera eitthvað þar
til hægt var að fá mælingamenn á
svæðið á nýjan leik. Stundum kom
fyrir að minnið lenti aðeins á skjön
við fyrirhugað skurðstæði, þá varð
að byrja upp á nýtt og mikill tími fór
til spillis,“ segir Theodór Guðnason
sem talinn er einn af afkastamestu
gröfumönnum landsins.
Fylgst með úr fjarlægð
Til viðbótar við þessi mælitæki
sem vélar Klæðningar eru bún-
ar hefur verið komið fyrir Trimb-
le construction manager-skipu-
lagsbúnaði í öllum vélum og bílum
fyrirtækisins. Þessi búnaður ger-
ir stjórnendum kleift að fylgj-
ast nákvæmlega með tækjunum,
glögglega sést hvernig nýtingu er
háttað og þar með afköst hverr-
ar vélar jafnóðum. Öll vinnusvæði
koma upp á skjá þar sem sjá má
tækin og finna nákvæmar upplýs-
ingar um hvert og eitt.
Þetta léttir mjög á flotastýringu,
strax kemur fram ef of mikið af
tækjum er í einhverju verki en vönt-
un í öðru. Með þessum búnaði mun
tækjanýting batna verulega þar sem
blákaldur veruleikinn tekur lítt tillit
til þeirrar tilfinningasemi sem oft
ræður við stjórnun hjá fyrirtækjum.
Fremstir í Evrópu
Karl Helgi Jónsson, yfirverkstjóri
hjá Klæðningu, segir þennan há-
tæknibúnað vera hreina byltingu
sem eigi eftir að skila miklum ár-
angri.
„Það er búið að reyna þenn-
an búnað í Evrópu en ekki í viðlíka
mæli og við erum að gera hérna hjá
Klæðningu. Við erum langstærstir
og fremstir í þessu í gjörvallri álf-
unni og árangurinn þegar farinn að
sýna sig. Það var líka settur í jepp-
ann hjá mér búnaður sem les um-
hverfið og færir allar upplýsingar
samstundis inn á teikningar sem eru
á skjánum hjá mér. Nákvæm stað-
Mikið hefur verið um vinnuvéla-
þjófnað í Moskvu, höfuðborg Rúss-
lands, undanfarið og þá er ekki ver-
ið að tala um borvélar og sagir. Heldur
þjófnað á krönum, vörubílum, körfum
og fleiri stórvirkum vinnuvélum. Þessu
greinir Moscov Times frá nýlega. Þjófn-
aðurinn hefur náð hámarki undanfarna
þrjá mánuði en vélarnar hafa horfið af
vinnusvæðum og við svæði þar sem
vegavinna er í gangi.
Í það minnsta 40 KamAZ-trukkar
hafa horfið á þessum þremur mánuð-
um auk 13 krana. Þá á eftir að telja með
steypubíla og aðrar þungavinnuvélar.
Þegar mest var hurfu þrír KamAz-kran-
ar og fjórir steypubílar á einni viku.
Mikið er um framkvæmdir í borginni
þar sem verið er að taka miðbæ henn-
ar í gegn vegna vetrarólympíuleikanna
2014. Ríkisstjórn Rússlands leggur gríð-
arlegar fjárhæðir til uppbyggingarinnar
en sumir óttast að þjófaaldan kunni að
setja strik í reikninginn. Þrátt fyrir þær
kenningar neita allir stærstu verktakarn-
ir í borginni að skortur sé á vinnuvélum
hjá þeim og því vaknað raddir að um
spillingu sé að ræða.
Mikhail Chizhenok, forstjóri verk-
takafyrirtækisins Mirax Group, segir að
vélunum sé rænt til þess að nota við
framkvæmdir í nágrenni við Moskvu.
Þar sé mikil fátækt og engar vélar að fá
en hægt sé að nota vélarnar í allt að tvö
til þrjú ár áður en þær finnist.
asgeir@dv.is
Mikið hefur verið um þjófnað á vinnuvélum í Moskvu undanfarna þrjá mánuði. Tugum risastórra vinnu-
véla hefur verið rænt og virðast þær hreinlega gufa upp.
Vinnuvélar hverfa í Moskvu
Rússneskur KamAZ-trukkur
Þeim hefur verið stolið í
massavís undanfarið.
setning og hæðarlega gatna kem-
ur til dæmis fram um leið og ekið
er um götur sem við erum að gera.
Tækið í bílnum tengist líka Trimble
construction manager-skipulags-
kerfinu þannig að ég sé strax hvar
heppilegast er að losa um bíla eða
tæki ef vöntun er.
Við erum líka komnir með
skanna sem mæla á skömmum
tíma yfirborð lands mun nákvæmar
en áður hefur verið hægt þannig að
öll tæknivinna og úrvinnsla verður
hraðari og betri en áður var,“ segir
Karl Helgi hjá Klæðningu.
asgeir@dv.is
Fyrirtækið Klæðning getur
með háþróuðu stýrikerfi fylgst
með vinnuvélum sínum á
skrifstofunni. Fyrirtækið er
það fremsta í Evrópu á sviði
þessarar tækni.
Bylting Theodór er hæst
ánægður með tæknina.
Theodór Guðnason
gröfumeistari hjá
klæðningu.
Skurðgrafainni á skrifstofu
m
yn
d
B
ra
g
i Þ
. j
ó
se
fs
so
n