Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Blaðsíða 29
 Fólkið MIÐVIKUDAGUR 16. júlí 2008 29 Hárgreiðslu- maður ársins „Þetta á víst að vera voða mikill heiður hérna í Hollandi. Allir stærstu og frægustu hárgreiðslu- menn landsins taka þátt í þessari keppni,“ seg- ir Gísli Ari Hafsteinsson hárgreiðslumaður sem rekur hárgreiðslustofuna Bibob í Maastricht í Hollandi þar sem hann hefur verið búsettur síð- astliðin 10 ár. Gísli var nýlega valinn hárgreiðslumaður árs- ins í Hollandi í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir avant-garde hárgreiðslu og hins vegar fyr- ir herrahárgreiðslu. Gísli hreppti einnig annað sætið fyrir dömugreiðslu. Gísli var tilnefndur í níu flokkum. Það var avant-garde greiðsla Gísla sem vakti athygli úti um allan heim eftir að rapparinn Kanye �est f�allaði um hana á heimasíðu sinni, en Kanye er þekktur fyrir að leita uppi nýstárlega hönnun, sama á hvaða formi er. Gísli segist hafa heyrt af ummælum Kanyes en ekki séð það s�álf- ur. Hárgreiðsla er ekki það eina sem Gísli Ari tek- ur að sér. „Ég flutti til Spánar fyrir tveimur árum í l�ósmyndanám,“ segir Gísli sem lagði einnig stund á hárgreiðslunám á Spáni. Í dag samein- ar hann l�ósmyndunina og hárgreiðslu sem og förðun. Allt gerir hann þetta s�álfur. „Ég er að vinna fyrr nokkur fyrirtæki hérna. Sé um auglýs- ingal�ósmyndun fyrir fatamerki hér í Hollandi og allar auglýsingar fyrir verslanakeð�u. Erfiðast er að reyna að koma sér áfram í þessum bransa. Þetta er pínulítið eins og að reyna fyrir sér sem leikari eða söngvari. Þegar maður er orðinn nafn í bransanum getur maður slappað af,“ segir hann og hlær. Gísli Ari er fæddur og uppalinn í Grindavík. „Ég flutti til Reyk�avíkur þegar ég var 16 ára og fór þá að vinna í fatabúðum á borð við K�allarann, Flóna og Saut�án. Síðan flutti ég til Barcelona og lærði hárgreiðslu h�á Llongueras, þekktasta hárgreiðslumanni Spánar,“ segir Gísli sem hefur heldur betur lifað ævintýralegu lífi. Þó svo að hann búi í lítilli borg í Hollandi er hann ávallt umvafinn Íslendingum. Kargóvélar �celandair lenda skammt frá Gísla og segir hann íslenska flugvirk�a og flugmenn leita mikið til sín. „Síðan kemur mikið af fótboltastrákum sem spila á þessu svæði. Allar dömurnar sem koma vil�a ekta íslensk- ar strípur. En þær er ekki hægt að fá á hollensk- um stofum,“ segir Gísli hlæ�andi. hanna@dv.is Gísli Ari HAfsteinsson: Ungstirnið Bryndís Jakobsdóttir, betur þekkt sem Dísa, er að legg�a upp í sína fyrstu tónleikaferð um landið. Dísa gaf nýverið út sína fyrstu plötu sem hefur fengið góða dóma. Tónleikaferðin hefst í �ðnó með útgáfutónleikum og stopp- ar hún síðan á LungA á Seyðis- firði, Græna hattinum á Akureyri, Gamla bænum í Mývatnssveit, Bræðslunni á Borgarfirði eystra og endar síðan aftur í Reyk�avík á �nnipúkanum um verslunar- mannahelgina. Í haust ætlar Dísa svo að halda til Danmerkur að spila á nokkrum tónleikum en hún spilaði þar nýlega á tónlistarhátíð- inni Spot í Árósum. Rapparinn Kanye West hrósar íslenska hár- greiðslumanninum Gísla Ara Hafsteinssyni fyrir nýstárlega hárgreiðslu á heimasíðu sinni sem er víðlesin um heim allan. Gísli Ari hreppti nýlega hin virtu Coiffure-verð- laun í Hollandi sem hár- greiðslumaður ársins. Hann reynir nú fyrir sér í ljósmyndabransanum í Hollandi og virðist allt vera að ganga upp hjá þessum hógværa hár- greisðlumeistara. í Hollandi Lag með íslensku hl�óm- sveitinni Sigur Rós er að finna í ný�asta Prince Of Persia-tölvu- leiknum sem væntanlegur er í lok ársins. Sigur Rósar-lagið Sæglópur, af plötu sveitarinnar Takk, er leikið undir í ný�u kynn- ingarmyndbandi fyrir leikinn. Fyrirtækið sem framleiðir leik- inn, Ubisoft, hefur greinilega ágætis smekk fyrir tónlist því í leiknum Assasins‘s Creed sem kom út fyrir ekki svo löngu mátti finna lagið Teardrop með Mass- ive Attack. Sigur Rós er ekki einu Íslend- ingarnir sem teng�ast leiknum Prince of Persia en eins og frægt er orðið leikur Gílsi Örn Garð- arsson illmennið í væntanlegri mynd byggðri á leiknum. Það er ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer sem f�ármagnar myndina en hann er frægastur fyrir stórmyndir eins og Pirates of the Caribbean, Bad Boys og Top Gun. Ný�a Prince Of Persia-leiks- ins er beðið með mikilli eftir- væntingu enda prinsinn einn sá flottasti í tölvuleik�aheiminum. Hann er væntanlegur um �ólin 2008. mikael@dv.is, asgeir@dv.is sigur rós í tölvuheimi Hljómsveitin siGuR Rós Á lAG í nýRRi stiKlu fyRiR leiKinn PRinCe of PeRsiA Sigur Rós lagið sem notast er við er af plötunni Takk. dísa fer Hringinn „stage dive“ Hjá stóra Egill Gillzenegger, eða Stóri G eins og hann kallar sig þessa dagana, rauf tæplega tvegg�a vikna þögn á blogg- síðu sinni í fyrrakvöld. Þar lýsir hann meðal annars yfir ánæg�u sinni með þá tvo plötudóma sem birst hafa um plötu Merzedes Club, dóma upp á þr�ár st�örnur h�á Fréttablaðinu og hálfri betur h�á Mogganum. Þá segir Gillzarinn frá því þegar hann tók sitt fyrsta „stage dive“ á hl�ómsveitarferl- inum á balli sem MC og Sálin héldu á Blönduósi um síðustu helgi. „Það er fáránlega gaman að láta fólk halda á sér og synda um á fólki,“ segir Stóri á síðunni. Avant-garde Þessi greiðsla Gísla hefur vakið mikla eftirtekt úti um heim allan. Gísli Ari Hafsteinsson Rekur hárgreiðslustofuna Bibob í Maastricht í Hollandi ásamt því að sjá um auglýsingaherferðir fyrir frægt fatamerki í Hollandi sem og verslanakeðju þar í landi. Kanye West Heillaður af greiðslum Gísla Ara Hafsteinssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.