Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Blaðsíða 11
miðvikudagur 16. júlí 2008 11Fréttir
Obama málaður
sem múslími
„Ef fólk sér ekki að þetta er grín þegar fáninn brennur á forsetaskrif-
stofunni veit ég ekki hvað ég get sagt.“
Á forsetaskrifstofunni brennur
bandaríski fáninn í eldstæðinu
og á veggnum er mynd af Osama
Bin Laden. Forsetaframbjóðandi
demókrata, Barack Obama, er
klæddur eins og múslími og kona
hans, Michelle Obama, er vopnuð
uppreisnarkona. Svona er teikn-
ingin sem birtist af hjónunum á
forsíðu New Yorker á mánudag-
inn.
Teikningin vakti gríðarlega at-
hygli og hafa gagnrýnendur sagt að
birtingin sé óábyrg. David Remn-
ick, ritstjóri New Yorker, segir í við-
tali við Washington Post að teikn-
ingin væri gerð til þess að vekja
athygli og gera grín að herferðinni
sem hefur beinst gegn Obama.
„Þetta er augljóslega grín, saman-
safn af þessari mögnuðu hræðslu
og sögusögnum sem hafa geng-
ið á milli manna um fortíð Obam-
as og hans hugmyndafræði,“ segir
Remnick við Washington Post. „Ef
fólk sér ekki að þetta er grín þegar
fáninn brennur á forsetaskrifstof-
unni veit ég ekki hvað ég get sagt.“
Greinin sem fylgir fjallar hins
vegar ekki um þær sögusagnir sem
hafa gengið á netinu þar sem því er
haldið fram að Obama sé ofstæk-
isfullur múslími. Hún fjallar þess í
stað um sigra hans í stjórnmálum í
Chicago á tíunda áratugnum. John
McCain, frambjóðandi Repúblik-
anaflokksins, fordæmdi myndina.
„New Yorker heldur kannski,
rétt eins og einn starfsmaður þeirra
sagði okkur, að forsíðan væri kald-
hæðnisleg tækling á því sem hægri-
sinnaðir andstæðingar Obamas
hafa haldið fram um hann,“ segja
stuðningsmenn Obamas í yfirlýs-
ingu. „En flestir lesendur sjá að
þetta er ljótt og móðgandi og við
erum sammála.“
jonbjarki@dv.is
New Yorker birti mynd á forsíðu sinni þar sem Barack Obama og kona hans Michelle
eru látin líta út eins og reiðir uppreisnarmenn. Myndin hefur vakið hörð viðbrögð
hvort tveggja stuðningsmanna og keppinauta Obama. Grín segir ritstjórinn.
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Forsíða New Yorker
Barack Obama og kona hans, michelle
Obama, á forsetaskrifstofunni á meðan
bandaríski fáninn brennur í bakgrunni.
„ef fólk sér ekki að
þetta er grín þegar fán-
inn brennur á forseta-
skrifstofunni veit ég
ekki hvað ég get sagt.“
JÓN BJARKI MAGNÚSSON
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
70 þúsund
í bjór á viku
Maður sem var ákærður fyrir
að keyra fullur í sjöunda skiptið
játaði að eyða 70 þúsund krón-
um á viku í bjór.
En það er nógu
mikið til þess að
kaupa 2.500 litlar
flöskur á mánuði,
sagði í áströlsku
blaði. Byggingar-
starfsmaðurinn
var í ástarsorg og
hafði byrjað að
drekka svo mikið eft-
ir að hann hætti með kærustunni
sinni fimm árum áður. Það sagði
hann fyrir rétti í Norður-Ástralíu.
Þjófar stela
laufum
Í Guwahati á Norðaustur-
Indlandi hafa þjófar brotist inn
í garða til þess að stela laufum
og skemma runna, segja garð-
yrkjumenn. Þjófarnir eru taldir
vera þorpsbúar frá tehéruðum í
Assam sem kunna ekki að rækta
almennilegt te. Á seinasta áratug
settu stjórnvöld á fót verkefni í
héraðinu fyrir atvinnulausa og
þeim var kennt að rækta te. Nið-
urstaðan virðist ekki hafa verið
betri sú að nú stela sumir þeirra
góða teinu frá þeim sem kunna
að rækta það.