Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Blaðsíða 4
Fréttirmiðvikudagur 16. júlí 20084 InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Honda civic árg. ´95 Bíll í toppstandi! Ný skoðaður fyrir árið ´09 Verðhugmynd, 150 þús. Upplýsingar í síma : 846-2868 BÍLL TIL SÖLU !!! „Að eiga náttúruperlur ósnortn- ar til framtíðar er sérstakt tungutak manns sem hefur ákveðið stutt land- níðslu og ofbeit í tugi ára. Undir- þægnin og aumingjaskapurinn krist- allast síðan í hjali þingmannsins um hitt og þetta sem sé á heimsmæli- kvarða,“ ritar Sigurjón Benediktsson tannlæknir í aðsendri grein í Morg- unblaðinu í gær, þar sem hann lætur Jón Bjarnason, alþingismann vinstri grænna, heyra það hressilega. Sigurjón segir í inngangi grein- arinnar að það hafi borið til tíðinda að Jón Bjarnason hafi ekki verið á móti neinu sérstöku í dag. Reynd- ar hafi Jón verið á harmonikkumóti nýlega og því hafi honum tekist að vera á móti. Síðan telur hann upp í nokkrum málsgreinum fjölmörg at- riði sem hann segir Jón vera mótfall- inn. Þingmaðurinn sé til að mynda á móti Norðurlandi, þar sem hann er á móti álversuppbyggingu á Húsa- vík. Um umhverfissinna segir hann: „Jarmur þeirra heyrist í mörg þús- und vatta hátölurum hjá söngvurum og hljóðfæraleikurum sem vita ekki evra sinna tal.“ Sigurjón segir Jón vera á móti orkuöflunum, á móti for- tíðinni og einnig á móti framtíðinni. Hann sakar Jón einnig um óhróður í garð Norðlendinga. „Ég hef nú ekki lesið þessa grein og ég þekki þennan mann ekki neitt en hann er greinilega mikill áhuga- maður um þessa álbræðslu þarna,“ segir Jón Bjarnason, inntur eftir við- brögðum við greininni. „Þarna eru jú áform um 400.000 tonna álver sem mun krefjast raforku úr Skagafjarð- arfljótunum, Skjálfandafljóti og nú er verið að ræða um Jökulsá,“ segir hann. „Ég er staddur á Blönduósi og er ekkert að lesa blöðin þessa dag- ana.“ valgeir@dv.is Þingmaður sakaður um að vera á móti bæði fortíð og framtíð: Jón Bjarnason á móti öllu Jón Bjarnason „Ég hef nú ekki lesið þessa grein og ég þekki þennan mann ekki.“ Enn óljóst með ákæru Enn er ekki ljóst hvort ákæra verður lögð fram á hendur séra Gunnari Björnssyni, presti á Selfossi. Fjórar stúlkur, sem all- ar voru sóknarbörn Gunnars, kærðu hann fyrir kynferðisbrot og var málinu nýlega vísað til ríkissaksóknara. Hann hefur nú óskað eftir frekari gögnum frá lögreglunni á Selfossi. Enn er því ekki hægt að segja til um hvort ákærur verða lagðar fram eða málið látið niður falla. Lögreglan hefur þó gefið út að hún rannsaki brotin sem blygðunarsemisbrot. Ekki Hrunalaug Í Ferðablaði DV sem kom út í júní var birt yfir- lit um nokkrar náttúrulaug- ar á landinu. Þar var vitnað í vefinn hot-springs.org og meðal annars sagt frá Hruna- laug. Laugin sú er hins vegar í einkaeigu þeirra sem búa á jörðinni Ási og er hún ávallt kölluð laugin í Ási. Haft var samband við blaðið og óskað eftir því að komið yrði á fram- færi að almenningi er ekki heimill aðgangur að lauginni nema með leyfi eigenda. Elín Guðmundardóttir, bróður- dóttir bóndans á Ási, segir fjölskyldunni sárna mjög hvernig ókunnugir hafa geng- ið um laugina í óleyfi. Leiðrétting Í umfjöllun DV um Skapandi sumarhópa Hins hússins í gær birtist rangt eftirnafn á hirðskáldi Hins hússins. Hann heitir Sverrir Norland. Jón BJarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is „Flokkurinn beitir sér ekki fyrir því og getur ekkert gert,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins og flokksfélagi Pauls Ram- ses Odour, þegar hann er spurður hvort flokkurinn hyggist beita sér í máli Pauls. Eins og fram kom í DV í gær starf- aði Ramses fyrir Framsóknarflokk- inn í atkvæðasmölun fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Nú bíð- ur hann upp á von og ótta í flótta- mannabúðum á Ítalíu hvort hann verði sendur til Keníu - þar sem hann telur dauðann vísan. Sjálfur telur Guðni það skynsem- ismerki að vera í Framsókn, en það virðist litlu ætla að breyta fyrir fram- tíð Pauls og fjölskyldu. Vonar það besta Fram hefur komið að í Keníu sé flokkur Kibakis á eftir „litlum fisk- um“ úr stjórnarandstöðuflokknum ODM, en þar starfaði Paul Ram- ses. Guðni segir Framsóknarflokk- inn ekkert geta gert fyrir Paul. „Ég vona samt að hann fái réttláta með- ferð úti á Ítalíu og lifi þessar hremm- ingar allar af,“ segir Guðni og tekur fram að Ramses sé greinilega skyn- samur maður og að það sé ekkert nema gott um þennan framsóknar- mann að segja. Að sögn Guðna er það augljóst hvers vegna skynsemis- og hug- sjónamaðurinn Paul Ramses hafi valið Framsóknarflokkinn. „Það er nú bara eðlilegt að menn gerist framsóknarmenn um allan heim,“ segir Guðni við DV. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undan- farið flúði Paul land vegna pólitískra ofsókna í heimalandi sínu. Nú er hann á Ítalíu vegna regluverkasam- félags Íslands. Pólitísk skynsemi „Mér finnst það mjög myndarlegt af honum að hafa tekið þátt í starfi þessa öfluga og myndarlega flokks sem hefur starfað í 90 ár í landinu,“ segir Guðni en bætir því þó við að hann hafi ekki fengið tækifæri til að hitta Ramses á meðan hann starfaði fyrir flokkinn. Ramses segist hafa kynnt sér stefnuskrá allra flokka en sér hafi lit- ist best á stefnu Framsóknarflokksins þar sem hún var líkust stefnu flokks hans, ODM, í Keníu. „Menn sjá það í dag að það er pólitísk skynsemi að vera framsóknarmaður og fylgja framsóknarstefnunni þegar allt er að fara norður og niður í höndun- um á Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu,“ segir Guðni. Paul ramses odour starfaði fyrir Framsóknarflokkinn fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar. Þrátt fyrir það segir guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks- ins, að flokkurinn geti ekkert gert fyrir hann. Hann segir það sýna pólitíska skyn- semi Pauls að gerast framsóknarmaður. Framsókn bEitir sér Ekki í máLi ramsEs guðni Ágústsson Formaður Framsóknarflokksins segir að flokkurinn geti ekkert gert fyrir Paul ramses. „ég vona samt að hann fái réttláta meðferð úti á Ítalíu og lifi þessar hremmingar allar af.“ Paul ramses Fyrrverandi fótgönguliði Framsóknarflokksins bíður úti á ítalíu eftir því hver verður niðurstaðan í máli hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.