Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Qupperneq 6
miðvikudagur 16. júlí 20086 Fréttir
Rekstur ÍBV gengur vel þrátt fyrir efnahagsástandið:
Gengur betur úti á landi
„Síðasti Brassinn fer eftir leikinn
gegn Leikni og þá verðum við bara
með tvo útlendinga í okkar hóp. Brass-
arnir fengu borgað í dollurum en Úg-
andastrákarnir í íslenskum krónum,“
segir Sigursveinn Þórðarson, formað-
ur knattspyrnudeildar ÍBV.
Versnandi efnahagsástand hef-
ur komið hart niður á liðum í Lands-
bankadeild karla. ÍBV er langefst í
fyrstu deildinni og aðeins stórslys get-
ur komið í veg fyrir að liðið leiki ekki
í deild þeirra bestu á ný á næsta ári.
Sigursveinn segir að allar áætlanir
hafi staðist. „Það er oft þannig að þeg-
ar kreppir að í Reykjavík gengur bet-
ur úti á landi. Við vitum það einnig að
þegar krónan veikist gengur betur hjá
sjávarútvegsfyrirtækjum sem flytja
mikið út. Það er okkar happ að sjáv-
arútvegsfyrirtækin hér í Eyjum styrkja
vel við okkur þó Toyota sé okkar að-
alstyrktaraðili.“ Þegar tímabilið byrj-
aði í fyrstu deildinni byrjaði ÍBV með
fimm útlendinga. Nú eru tveir eftir,
Úgandamennirnir Andrew Mwesig-
wa og Augustine Nsumba.
„Ég held að ef fótboltinn eigi að
ganga áfram verði leikmenn að koma
til móts við félögin og skilja stöð-
una. Það verður að taka mið af þessu
ástandi þegar næstu samningar eru
gerðir. Hugarfarið hefur breyst mikið
á undanförnum árum. Í dag er þetta
miklu meira ég, um mig, frá mér til
mín,“ segir Sigursveinn.
benni@dv.is
DV Fréttir
þriðjudagur 15. júlí 2008 9
um krónum í kassann á móti er það bara fínt mál. Ef hann er ekki að gera það? Hver eru þá rökin fyr-ir þessum launum? Eru menn að fá fleiri áhorfendur, fá meiri tekjur inn, hvar eru tekjupóstarnir á móti þessum svakalega launakostnaði til einstakra leikmanna? Ef það er hægt að benda á þær og ávinning-inn er það bara mjög gott, en ef það er ekki er ekkert sem réttlætir þetta. Þá eru menn bara að eyðileggja greinina í heild.“
Skilin góð í Keflavík
Þorsteinn Magnússon, formað-ur knattspyrnudeildar Keflavíkur,
segir að rekstur knattspyrnudeild-arinnar standi vel. Skilin séu góð enda hafi verið tekið mikið heljar-tak á vordögum þegar ný stjórn tók við. „Þá var hlutunum snúið við og stokkað upp. Það er allt í skil-um, við alla leikmenn og aðra sem koma að rekstrinum.“ Hann seg-ir að stjórn Keflvíkinga sé dugleg við að sækja peninga inn í rekst-urinn en það sé aðeins erfiðara í kreppunni.
„Við finnum aðeins fyrir að það er erfiðara að ná í peninga en við erum duglegir og það hefur geng-ið. Við höfum marga styrktaraðila sem hafa styrkt okkur gríðarlega og
ef það er ekki hægt að fá stuðning og styrk þegar liðinu gengur svona er það aldrei hægt.“
Keflvíkingar eru sem stendur í toppbaráttu. Velta þeirra er rúmar 120 milljónir á ári og er það mik-il aukning frá því fyrir nokkrum árum. „Ég er nýkominn inn í þetta aftur eftir nokkurra ára hlé en velt-an eykst á hverju ári. Launin eru stór hluti af þessum heildarpakka. Við borgum aðeins í íslenskum krónum. Síðan krónan féll hafa er-lendir leikmenn hækkað í launum um allt að helming. Það var voða fínt að semja í erlendri mynt í fyrra en síðan hefur allt farið á flug.“
Bláar tölur í Hafnarfirði
Jón Rúnar Halldórsson, formað-ur knattspyrnudeildar FH, segir að félagið sé svo heppið að hafa rekið deildina á bláum tölum. Veltan á síðasta uppgjörsári hafi verið rúm-ar 160 milljónir króna en sé Evrópu-keppnin tekin af sé veltan rúmar 110 milljónir. Hann segir að krepp-an komi einnig við í Hafnarfirði.„Við erum ekkert eyland. Þetta
kemur við okkur, það liggur í hlut-arins eðli. Tekjur hafa minnkað en það er ekki svo auðvelt að minnka útgjöld. Stærsti hlutinn af okkar rekstri er laun.
Reksturinn hefur vaxið gríðar-lega undanfarin ár. Þátttaka okk-ar í Evrópukeppninni bústar upp reikninginn. Veltan var 160 millj-ónir en fyrir utan Evrópukeppnina er veltan rúmlega 110 milljónir.“Launin hafa samt ekki verið að sliga reksturinn á undanförnum árum. Við höfum verið svo heppn-ir að reka okkar batterí á bláum töl-um. En það veldur hver á heldur varðandi launin. Ef launin eru að sliga menn er það vegna samninga sem þeir gera.“
Jón Rúnar segir að dönsku leik-mennirnir fái í grunninn greitt í dönskum krónum. „Það er bland-að. Grunnlaunin eru í dönskum krónum en þegar upp er staðið og árangurinn er einhver er þetta helmingur sem er greiddur er í er-lendri mynt. “
valgeir@dv.is
benni@dv.is
Skiltin erfið auglýsendur á leikvöllum í landsbankadeildinni halda að sér höndum og setja reikningana neðst í bunkann.
KREPPAN KEMUR VIÐ BOLTANN
fjárhæðum en gat síðar ekki staðið við.
PENINGARNIR BÚNIR
„Það sem stóru félögin upplifa núna er að þess-ir stóru styrktaraðilar, þeir eru ekki til staðar í dag. Þeir eru ekki tilbúnir að ráðstafa jafnmiklu og þeir voru tilbúnir í áður. Því sjá stóru liðin fram á erfiðari tíma.“
Þrír dýrustu
leikmenn inn-
an íslands
JónaS Guðni SævarSSon
Kr 5,0 milljónir
jónas var fyrirliði Keflavíkur og er klárlega með betri miðjumönnum íslands. Margir
frábærir
leikmenn hafa
farið í stórveldið í
Vesturbæ og
hreinlega ekki
haft kjark né þor
til að klæðast
svarthvíta
búningnum og
hreinlega týnst.
jónas er mikill leiðtogi innan vallar sem utan. Kr pungaði ekki öllum þessum peningum í leikmann til að láta hann verma tréverkið eins og hefur sést í sumar.
HelGi SiGurðSSon
3,7–7,0 milljónir
Félagaskipti Helga voru og eru enn þann dag í dag umdeild. Við leit að
upplýsingum um
kaupverð rokkaði
verðið frá 3,7
milljónum króna
til 7,0 milljóna
króna. Hins vegar
hefðu Valsmenn
án Helga ekki
hampað
íslandsmeistara-
titlinum eftir 20 ára bið í fyrra. Helgi var yfirburðamaður hér á landi síðastliðið sumar og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bak við titilinn. Titlar eru ekki metnir í peningum og því má segja að umdeildustu félagaskipti síðari tíma hafi borgað sig.
GuðJón BaldvinSSon
4,6 milljónir
að borga svona mikið fyrir leikmann sem hefur ekki sannað sig í efstu deild er áhættusöm
fjárfesting. það
sem af er hefur
guðjón þó sýnt
sig og sannað.
guðjón hefur
sýnt góð tilþrif í
neðri deildum
íslands og skorað
mikið af mörkum.
guðjón hefur
skorað fimm mörk það sem af er tímabilinu og er líklegt að hann fari í atvinnumennsku eftir tímabilið. Fjárfesting Kr-inga mun því líklega borga sig.
Jónas Guðni Sævarsson Fékk risasamning þegar hann gekk til liðs við Kr frá Keflavík. Slíkir samningar munu brátt heyra sögunni til.
þriðjudagur 15. júlí 2008
8
Fréttir DV
Óhagstætt gengi íslensku krón-unnar hefur gert það að verkum að liðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu forðast það að semja við erlenda leikmenn um að þeim verði greidd laun í erlendri mynt. Eins og fram kom í úttekt í DV í gær hafa erlendir leikmenn margra úr-valsdeildarliða fengið launin sín greidd ýmist í dönskum krónum eða evrum. Gengisfall íslensku krónunnar undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að laun þessara leikmanna hafa rokið upp með tilheyrandi erfiðleikum fyrir knattspyrnufélögin. Áreiðanlegar heimildir herma að algengt sé að úrvalsdeildarliðin greiði laun leik-manna sinna seint og illa, sumir fái aðeins um helming launa sinna á umsömdum tíma og greiðslurnar tefjist fram á haust.
Forsvarsmenn knattspyrnu-deilda sem DV ræddi við eru allir sammála um að breyttir tímar séu fram undan og liðin þurfi að halda
að sér höndum. Lægri laun til leikmanna eru hluti af því. Áform stóru liðanna, FH, KR, Vals og ÍA, hafa gert litlu liðunum erfiðara að standast samkeppnina um leik-menn.
Landslagið mun breytastEdvard Börkur Edvardsson, for-maður knattspyrnudeildar Vals, hefur trú á því að landslagið muni breytast töluvert á næstunni og fyr-ir vikið verði lægri samningar í boði til leikmanna. „Það eru þrengingar í efnahagslífinu alls staðar og við erum að aðlagast breyttu umhverfi eins og við höfum alltaf gert,“ seg-ir hann. „Að sjálfsögðu finnum við fyrir þrengingunum.“
Velta knattspyrnudeildar Vals var um það bil hundrað og fjörutíu milljónir króna árið 2007. Mesti út-gjaldaliðurinn, að sögn Edvards, er rekstur mannvirkja og launakostn-aður. Hann vill ekki tjá sig um nein-ar tölur í því samhengi.
Hannes staðið við sitt
Hörður Antonsson, formað-ur meistaraflokksráðs Fylkis, tek-ur undir það sem fram hefur kom-ið að erfiðara er fyrir liðið að sækja styrki og auglýsingar, heldur en ver-ið hefur síðustu ár. „Það er erfiðara að sækja nýja styrktaraðila, þetta er miklu harðari heimur en verið hef-ur.“ Hann bendir þó á að engir leik-menn Fylkis fái greidd laun í erlendi mynt, samkvæmt stefnu félagsins. „Það er mjög hagstætt fyrir okkur í dag,“ segir hann. Aðspurður hvort breytinga sé að vænta á launastefnu félagsins, svarar hann: „Menn hafa verið að tala um það lengi að launin séu of há og ástandið núna hlýtur að verða til þess að laun lækki.“ Hann vill ekki gefa upp hvort Fylkir muni kaupa eða reyna að selja nýja leik-menn nú þegar leikmannamarkað-urinn er opinn á nýjan leik.
Lúðvík Þorgeirsson, fram-kvæmdastjóri meistaraflokksráðs Fram í Landsbankadeild karla, vill
árétta að Hannes Smárason at-hafnamaður og FL-Group hafi stað-ið við allar sínar skuldbindingar við Fram með sóma. „Þeir hafa staðið frábærlega við bakið á okkur,“ segir Lúðvík.
Eru að eyðileggja greinina í heild
Ragnar Þórir Guðgeirsson, for-maður knattspyrnudeildar Fjöln-is, segir að félagið hafi ekki spennt bogann hátt fyrir tímabilið. Hófs var gætt þegar samið var við leikmenn og því standi Fjölnir ágætlega. „Það sem stóru félögin upplifa
núna er að þessir stóru styrktarað-ilar eru ekki til staðar í dag. Þau eru ekki tilbúin að ráðstafa jafnmiklu og þau voru tilbúin í áður. Því sjá stóru liðin fram á erfiðari tíma.“
Ragnar gerir ráð fyrir að rekst-ur minni liðanna sé einn fjórði af rekstri stóru félaganna. „Stóru félög-in setja svo rosalegan pening í þetta og hafa sprengt leikmannamarkað-inn. Þegar horft er yfir heildina ber heildin ekki þennan launakostnað.Ég held að menn verði að velta því fyrir sér hver sé fjárhagslegi bat-inn með komu leikmannsins. Ef rándýr leikmaður skilar einhverj-
Áhorfendur skila litlu jafnvel þótt það kosti 1.500 krónur á völlinn í landsbanka-deildinni eru tekjur af miðasölu aðeins lítið brot af tekjum liðanna og duga engan veginn til að reka knattspyrnudeildirnar.
mánudagur 14. júlí 20088
Fréttir DV
Versnandi efnahagsástand hér
á landi gerir knattspyrnuliðum í
Landsbankadeild karla erfitt fyr-
ir. Síðustu ár, þegar fjármálakerfið
var í blóma, höfðu miklir peningar
streymt inn í deildina frá fjárfestum
sem höfðu hagnast vel.
Fullyrt er að margir af bestu
knattspyrnumönnum deildarinnar
hafi um það bil átta hundruð þús-
und krónur í mánaðarlaun og ýmis
önnur fríðindi á borð við afnot af
bíl án endurgjalds og sumir fá jafn-
vel íbúðir. Það er skoðun margra að
launamál leikmanna séu komin út í
öfgar. Á meðan vilyrði fyrir auglýs-
ingasamningum eru dregin til baka
standa himinháir launasamningar
leikmanna enn. Margir eftirsóttustu
þjálfararnir hafa einnig haft mjög
góðar tekjur á síðustu árum.
Að meðaltali mæta um átta
hundruð til þúsund áhorfendur
á leiki í Landsbankadeildinni og
augljóst er að tekjur af miðasölu
duga engan veginn til þess að reka
knattspyrnudeildir stærstu liðanna.
Raunar eru tekjur af aðgangseyri
aðeins örlítið brot af tekjum margra
liða. Þar koma auglýsendur og styrk-
veitendur inn. Auglýsingasamning-
ar fyrir aðalauglýsingu á búningum
liða í Landsbankadeildinni nema
aldrei undir fimmtán til tuttugu
milljónum króna fyrir þriggja ára
samning. Það gæti breyst á næstu
misserum.
Launin greidd seint og illa
Nú, þegar skortur á lausafjár-
magni herjar á flesta, þurfa fyrirtæk-
in að halda að sér höndum. Stjórn-
armaður í úrvalsdeildarliði bendir
á að erfiðara sé nú um stundir en
síðustu ár að selja auglýsingaskilti
á leikvanginn og einnig er erfiðara
að innheimta vegna auglýsinganna.
Slíkir greiðsluseðlar enda að jafnaði
neðst í bunkanum hjá fyrirtækjun-
um og þegar kreppir að eru styrk-
veitingar og auglýsingar oftast með
fyrstu útgjaldaliðunum sem skorið
er á. Þessi staða hefur haft áhrif hjá
flestum liðum, umsamin fríðindi á
borð við afnot af bílum taka gildi
seinna en áætlað var. Vitað er
að leikmenn hjá liðum á borð
við KR, Breiðablik, Fram, HK
og Fylki hafa ekki fengið laun
sín greidd að fullu á réttum
tíma. Launagreiðslur hjá mörg-
um hafa verið að dragast fram
yfir mánaðamót og sumir leik-
menn hafa ekki fengið full laun.
Margir í vandræðum
Heimildarmenn DV segja að
knattspyrnudeild HK hafi staðið
frammi fyrir erfiðleikum fyrir þetta
tímabil, þar sem auglýsendur og
aðrir sem gefið höfðu vilyrði fyr-
ir fjárstyrkjum hafi dregið sig út úr
samstarfi við félagið og jafnvel haft
í hyggju að standa ekki við und-
irritaða samninga. HK-ingar
héldu að sér höndum á leik-
mannamarkaðnum fyr-
ir þetta tímabil og keyptu
enga nýja leikmenn.
Sala liðsins á hin-
um unga leikmanni
Hólmari Erni Eyjólfs-
syni
til West
Ham fyr-
ir 37 millj-
ónir króna létti
þó mikið á fjárhags-
áhyggjum liðsins.
Raunar ber þeim saman
sem DV ræddi við að nær öll liðin
í Landsbankadeildinni geri nú hvað
þau geta til þess að létta á fjárhags-
skuldbindingum sínum. Á næstunni
mun leikmannamarkaðurinn opn-
ast á ný og má segja að sama lögmál
gildi á honum og á bílamarkaðnum
nú um stundir. Margir að reyna að
selja, en fáir vilja kaupa. Búast má
við því að lítið líf verði á leikmanna-
markaðnum á næstunni.
Valur í góðum málum
Háir launasamningar á erfið-
um tímum sliga liðin sem misst
hafa fjárhagslega bakhjarla sína.
Nokkrir erlendir leikmenn í Lands-
bankadeildinni fá hluta af launum
sínum greiddan í erlendri mynt.
Dennis Bo Mortensen, leikmað-
ur Íslandsmeistara Vals, fær til að
mynda launin sín greidd í dönskum
krónum. Mortensen er meiddur og
mun ekkert spila á þessu leiktíma-
bili. Hann er einn launahæsti knatt-
VaLGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
„Styrktaraðilar og fyrirtæki hafa verið að
bakka með vilyrði og munnlega samninga
um styrki.“
Kominn á Range Rover Prince
rajcomar ekur um götur bæjarins
á forláta range rover sem metinn
er á yfir 10 milljónir króna.
Rándýr Valsmenn
eru sagðir hafa
keypt Helga
Sigurðsson dýrum
dómum frá Fram.
DV Fréttir
mánudagur 14. júlí 2008 9
spyrnumaður á Íslandi og miðað við
ákaflega óhagstætt gengi krónunn-
ar gagnvart dönsku krónunni má
ætla að laun hans hafi hækkað um-
talsvert frá því hann samdi við lið-
ið. Valur þarf hins vegar að standa
við samninginn við leikmanninn
óháð því hvort hann spilar eða ekki.
Valur stendur þó vel að vígi eftir að
hafa selt marga leikmenn í atvinnu-
mennsku á síðustu árum fyrir rúm-
lega hundrað milljónir króna.
Nágrannar þeirra í Fram eru
í erfiðari málum. Henrik Eggert
Hansen gekk nýverið í raðir Vals frá
Fram, sem hafði einfaldlega ekki
efni á að halda leikmanninum á
launaskrá. Fleiri leikmenn gerðu
samninga á sínum tíma í dönskum
krónum og evrum. Þegar krónan
hefur fallið um tugi prósenta gagn-
vart evrunni verður staða liðanna
erfiðari.
Allt of hár launakostnaður
Lúðvík Þorgeirsson, formað-
ur meistaraflokksráðs Fram, telur
að það sé kominn tími til að menn
staldri við. „Það er ekki réttlætan-
legt að menn séu að keyra rekst-
urinn í kaf með offjárfestingum og
það er kominn tími til að staldra
við,“ segir hann. „Styrktaraðilar og
fyrirtæki hafa verið að bakka með
vilyrði og munnlega samninga um
styrki.“ Hann segir tekjur af miða-
sölu aðeins lítið brot af tekjum liðs-
ins. „Launakostnaður hér á Íslandi
er allt of hár. Við berum ábyrgð á
þessum rekstri og við verðum að
skila jákvæðri rekstrarafkomu. Per-
sónulega sé ég landslagið allt ann-
að í boltanum hér en það er í dag.
Leikmenn eru einfaldlega allt of
hátt launaðir.“ Framarar gerðu stór-
an styrktarsamning við FL Group
og Lúðvík segir leikmannasamn-
inga endurspegla þann samning.
„En um leið og eittvað fer að gefa á
bátinn fara hlutirnir að vinda upp á
sig og við hjá Fram ætlum að stoppa
þetta.“
Undir í tombólunni
Einar Kristján Jónsson, formað-
ur knattspyrnudeildar Breiðabliks,
tekur undir með Lúðvík að launa-
kostnaður leikmanna sé orðinn
of hár. Hann segir Breiðablik þó
standa ágætlega, enda hafi félagið
ekki verið mikið í því að eltast við
dýrustu íslensku leikmennina. Velta
knattspyrnudeildar Breiðabliks er
um það bil 120 milljónir króna á
ári. Hollendingurinn Prince Raj-
comar er einn þeirra sem fær laun
sín greidd í evrum, en heimildir
DV herma að hann hafi að minnsta
kosti sex hundruð þúsund krónur í
mánaðarlaun yfir keppnistímabilið.
„Þetta hefur ekki haft veruleg áhrif.
Þetta eru ekki það háar upphæð-
ir, jafnvel þótt krónan falli eins
og hún hefur gert, að við ráð-
um ekki við þetta. Þetta er bara
eins og tombóla, stundum er
maður yfir í tombólunni en nú
erum við undir.“
Fara síður í atvinnu-
mennsku
Nokkuð hefur dregið úr því
að ungir leikmenn fari héðan
af landi brott til þess að leika
í Noregi eða í Svíþjóð. Skiptir
mestu þar að laun leikmanna
hér á landi eru orðin sambæri-
leg, ef ekki hærri, en í deildunum
í Skandinavíu. Peter Gravesen,
miðvallarleikmaður Fylkis, hefur
lýst því yfir að hann hafi betri laun
á Íslandi en hann hafði hjá Herføl-
ge í Danmörku þegar hann spilaði
þar. Einar Kristján telur að einhver
ástæða hljóti að vera fyrir því að
leikmenn kjósa að spila hér á landi
fremur en að fara út. Með versn-
andi efnahagsástandi gæti það hins
vegar breyst.
Bjargaði félaginu Sala HK á
Hólmari Erni Eyjólfssyni er sögð
hafa bjargað félaginu.
Henrik Eggerts Fór frá Fram vegna
þess að liðið hafði ekki efni á honum.
Heldur að sér höndum Hannes
Smárason er mikill stuðningsmaður
Fram. Hann lofaði félaginu háum
fjárhæðum en gat síðar ekki sta ið við.
Fuðra upp Peningarnir eru
fljótir að fuðra upp þegar
vilyrðissamningar eru ekki virtir.
DV í gær Fyrsti hluti umfjöllunar dV um fjárhagsvanda í fótboltanum.
DV í gær ít lega hefur verið
fjall dræði fót l -
fél g í dv í u g .
Toyota stendur við allt sitt Sigursveinn
segir að allir kostnaðarliðir hafi staðist.
Bóndinn vill ekki 500 milljónir
„Það hafa margir auðmenn viljað
bara kaupa jörðina af mér. Mér finnst
það helvítis dónaskapur. Ekki fékk
kölski allt þrátt fyrir að hann væri
nógu klikk,“ segir Sigurður Hann-
esson, 82 ára bóndi á Villingavatni
við Þingvallavatn, sem hafnað hef-
ur hverju gylliboðinu af öðru þegar
menn hafa reynt að kaupa jörð hans.
Ýmis hlunnindi fylgja jörðinni
sem er stór og gætu komist þar fyr-
ir allt að 500 sumarbústaðir. Fyrir
10 árum reyndi Reykjavíkurborg að
kaupa Villingavatn og var ætlunin
að koma þar á frístundasvæði fyr-
ir borgarbúa. Borgin var tilbúin að
greiða 150 til 200 milljónir króna en
Sigurður bóndi var ekki til viðræðu
um að selja.
Eftir þetta hefur jarðaverð marg-
faldast og telja sérfræðingar sem DV
ræddi við ekki óeðlilegt að Sigurður
gæti fengið 500 milljónir króna í það
minnsta fyrir jörð sína. Reykjavíkur-
borg og ýmsir auðmenn hafa síðan
sóst mikið eftir jörð Sigurðar og bauð
þjóðþekktur auðmaður allt að millj-
arði króna í jörðina fyrir skemmstu
án þess að Sigurður léti tilleiðast. Eitt
sumarið reyndu 20 aðilar að kaupa
jörð hans en öllum var hafnað. Sig-
urður sagði nei og hefur leigt góðum
manni hana, að eigin sögn, fyrir níu-
tíu þúsund krónur á mánuði. Sigurð-
ur gerði við hann leigusamning upp
á áratugi. Eina skilyrðið er að kindur
verði áfram á jörðinni.
Peningana í betri háskóla
Sigurður hefur staðfastlega fram
á þennan dag neitað gulli og græn-
um skógum frá auðmönnum sem
sækjast í hans land. Hann vill frek-
ar að allar milljónirnar sem honum
hafa boðist fyrir jörðina séu nýttar í
að byggja betri háskóla. „Það á ekk-
ert að vera hægt að fá allt fyrir pen-
inginn. Reykjavíkurborg kom hingað
með alla sína milljarða en ég sagði
nei takk. Það ætti að byggja stærri
háskóla fyrir allan þennan pening.
Það á ekki að vera þannig að það sé
hægt að fá allt fyrir peninga.“
Sigurður segir að margir bændur
hafi lagt upp laupana á undangengn-
um árum. „Það er búið að reyna að
stúta mér í sextíu ár. Hvað eru marg-
ir bændur sem hafa lagt upp laupana
síðustu sextíu ár hér á Íslandi? Það
er hægt að fara um Ísland og sjá það.
Aldrei fór eldgos eða drepsótt með
sveitir landsins eins og nú er gert.“
Ær en ekki sumarbústaði
Það er ekki oft sem það heyrist
nú til dags að menn neiti háum upp-
hæðum. Yfirleitt þegar auðmenn
landsins vilja eitthvað fá þeir það.
Bjóða bara nógu hátt. En Sigurður
er af gamla skólanum. Vill hafa tún-
in sín fyrir kindur ekki sumarbústaði.
„Undirstaðan er nú maturinn. Það
kemur á undan húsinu. Menn geta
lifað húslausir en það er ekki hægt að
lifa margar vikur matarlaus. Þó menn
efnist þarf að vera einhver hugsun
í toppstykkinu. Nei, mér þykir ljótt
að sjá mörg hundruð ára gömul tún
mokuð upp undir sumarbústaði. Það
er svívirða að haga sér svona. Það
var gamall maður á Syðri-Brú sem
byggði allt upp sjálfur. Hélt að sonur
sinn gæti búið þar síðar meir. Nú er
verið að moka túnin hans upp fyrir
sumarbústaðalóðir,“ segir Sigurður.
„Það er ævafornt býli við Ásgarð, það
er búið að moka túnin upp fyrir sum-
arbústaði. Þetta er bara siðleysi og
ekkert annað. Það er ekkert í topp-
stykkinu á framámönnum þjóðar-
innar. Hvort sem það er í landbúnaði
eða einhverju öðru. Nei, mér líður
illa yfir því að maður hélt að sveitin
fengi að lifa en síðan er það gjörsam-
BeneDikT Bóas hinRiksson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
„Aldrei fór eldgos
eða drepsótt með
sveitir landsins eins
og nú er gert.“
stór og mikil jörð jörð Sigurðar
nær eins langt og augað eygir.
sigurður hannesson, bóndi á Villingavatni við
Þingvallavatn, neitaði boði auðmanns upp á allt
að milljarði króna í jörð hans. Hann hefur áður
neitað boði Reykjavíkurborgar í jörðina upp á
hundruð milljóna. Sigurður vill frekar að búskap-
ur sé á jörðinni áfram og hefur leigt öðrum fjár-
bónda jörðina fyrir níutíu þúsund krónur á mán-
uði. Hann tekur kindurnar fram yfir milljarðana.
dv-myndir Heiða