Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Qupperneq 10
miðvikudagur 16. júlí 200810 Fréttir Nú eru það nær daglegar fréttir að tyrkneskir hermenn slasist eða séu drepnir í skotbardögum í suðvest- urhluta Tyrklands. Undanfarna viku hefur spennan aukist mikið. Tyrkneski herinn réðst til atlögu um helgina. Uppreisnarhópur Kúr- da sem kallast PKK rændi þremur þýskum ferðamönnum og krefst þess að Þýskaland beiti sér fyrir því að Tyrkir hætti hernaðaraðgerðum. Tyrkir hafa lengi verið gagnrýnd- ir fyrir meðferð þeirra á Kúrdum í landinu. Þýskir gíslar Tyrkneski herinn sagði 22 kúr- díska uppreisnarmenn hafa ver- ið yfirbugaða í hernaðaraðgerðum við landamæri Íraks um síðustu helgi. Sagði herinn í yfirlýsingu að aðgerðirnar hefðu farið fram í Sirnak-héraði frá föstudegi og fram á mánudag. Tyrkland hefur staðið í hernaðaraðgerðum á svæðinu gegn herskáum armi Kúrda, PKK. Talsmaður PKK segir að þremur þýskum gíslum sem þeir hafa í haldi verði sleppt þrýsti Berlín á Ankara að hætta hernaðaraðgerðum gegn uppreisnarmönnum Kúrda. „PKK er tilbúinn að sleppa þýsku ferðamönnunum ef Tyrk- land hættir hernaðaraðgerðum á því svæði sem gíslarnir voru tekn- ir,“ sagði talsmaður PKK, Sozdar Avesta, fréttamönnum á Qandil- fjallasvæðinu í norðurhluta Íraks. Ferðamennirnir þrír voru hnepptir í hald á þriðjudaginn í síðustu viku á svæði í kringum Avaratfjall sem er vinsælt á meðal ferðamanna. PKK hélt því fram að Þjóðverjar væru að vinna gegn Kúrdum í Þýskalandi. „Gíslatakan er svar við því sem Þýskaland er að gera. Við skorum á þýsk stjórnvöld að endurskoða stefnu sína gagnvart Kúrdum.“ „Við látum ekki kúga okkur,“ sagði Frank- Walter Steinmeier, utanríkisráð- herra Þýskalands, við fjölmiðla um kröfur PKK. „Við krefjumst þess að þeir sleppi gíslunum lausum strax,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneyt- isins og bætti því við að þýsk stjórn- völd væru í stöðugu sambandi við tyrknesk stjórnvöld. Ástandið hefur versnað Ástandið hefur versnað mikið frá árinu 2000 þegar Tyrkir töluðu um sinn stærsta sigur gegn PKK. Árið 1999 náðu þeir leiðtoga hóps- ins, Abdullah Ocalan, í Naíróbí í Keníu. Myndband af Ocalan í flug- vélinni á leiðinni aftur til Tyrklands sýndi hann uppgefinn. Þar sagðist hann mundu gera hvað sem væri fyrir Tyrkland, hann væri maður friðar. Við réttarhöldin sagði Ocal- an að PKK berðist ekki lengur fyr- ir sjálfstæði Suðaustur-Tyrklands heldur vildu þeir einungis meira frelsi til þess að viðhalda menningu sinni og siðum. Eftir það lýsti PKK því yfir að vopnahlé ríkti á svæðinu og bar- dagar voru fáir sem engir í upphafi ársins 2000. Svo mikill friður ríkti næstu ár að neyðarástandi var af- létt af svæðinu árið 2002. Þá leit allt út fyrir að tyrkneski herinn hefði unnið baráttu sína gegn PKK og aðskilnaðarsinnarnir virtust hafa misst áhugann á vopnaðri bar- áttu. Árið 2003 heyrðust háværar raddir úr sveitum harðlínumanna í PKK sem héldu því fram að Tyrkir hefðu ekkert gert í málefnum Kúr- da, þá hófust átökin á nýjan leik. Herskáir meðlimir PKK settust að hinum megin landamæranna í Norður-Írak og gerðu svo árásir inn í Tyrkland. Á þeim tíma kom fram annar hópur sem nefnir sig Kurdish Freedom Falcons og gerði hann einnig sprengjuárásir á ferða- mannastaði í Vestur-Tyrklandi. Gömul saga og ný Kúrdar í austurhluta Tyrklands hafa lengi barist fyrir sjálfstæði. Á árunum 1925 til 1930 voru upp- reisnir Kúrda barðar niður með valdi. Allt að 3000 þorpum í land- inu var eytt af kortinu og 378 þús- und Kúrdar misstu heimili sín. Í langan tíma var látið eins og minni- hlutahópar í landinu væru ekki til og Kúrdar voru ekki viðurkennd- ir, allt fram til 1991 var tungumál þeirra bannað í landinu. Á árunum 1984 til 1999 ríkti stríð á milli upp- reisnarmanna Kúrda og tyrkneska hersins. Í kringum aldamótin leit svo út fyrir að friður væri í sjónmáli en seinustu ár hafa átök blossað upp að nýju. Árás Bandaríkjanna inn í Írak vakti svo upp vonir í Tyrklandi um að uppreisnarmenn PKK myndu þurfa að loka búðum sínum í norð- urhluta Íraks. Vandræði Banda- ríkjamanna í stríðinu gerðu það þó að verkum að Washington gat ekki staðið við loforð sitt um að taka á uppreisnarmönnunum, og urðu Tyrkir því að standa á eigin fótum. Í febrúar fóru tyrkneskar sveitir yfir landamærin til Íraks, þeim fylgdu þyrlur og flugvélar. Í stuttri aðgerð sagðist tyrkneski herinn hafa yf- irbugað meira en 200 uppreisn- armenn og eyðilagt nokkrar búð- ir. Síðan þá hefur loftherinn gert þó nokkrar loftárásir á mögulegar búðir PKK í Norður-Írak. Það hefur ekki komið í veg fyrir frekari árás- ir af hálfu PKK. Allt bendir þó til þess að herskáir Kúrdar í PKK séu að verða sterkari en áður þrátt fyrir aðgerðir Tyrkja. JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Beita Þjóðverjum gegn tyrkjum Ferðamennirnir þrír voru hnepptir í hald á þriðjudag-inn fyrir viku á svæði í kring-um Avaratfjall sem er vinsælt á meðal ferðamanna. Þrír þýskir ferðamenn eru í haldi kúrdískra uppreisnarmanna í Tyrklandi. Hópurinn fer fram á að Þýskaland beiti sér fyrir því að Tyrkland hætti hern- aðaraðgerðum við landamæri Íraks í suðvesturhluta landsins. Þýsk stjórn- völd segjast ekki beygja sig undir kröfur uppreisnarmanna. Ástandið á svæðum Kúrda í Tyrklandi hefur versnað mikið á síðasta ári. Á verði Á landamærum íraks hefur mikil spenna ríkt síðustu mánuði. Aðgerðir miklar hernaðar- aðgerðir stóðu yfir seinustu helgi og 22 uppreisnar- menn voru felldir. Tyrkneski herinn í febrúar gerði tyrkneski herinn árás á búðir uppreisnarmanna í írak. Byssan munduð Tyrkneskur hermaður situr í varðstöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.