Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Qupperneq 18
vinnuvélarmiðvikudagur 16. júlí 200818
„Malbikunin hefur gengið mjög vel
í sumar. Það hefur verið það góð tíð
að það hefur allt verið á fullu,“ segir
Vilberg Ágústsson, yfirverkstjóri hjá
Malbikunarstöðinni Höfða. „Þetta
er nokkuð svipað og í fyrra. Það var
mjög góð tíð fyrri partinn þá en svo
datt hann í rigningu einhvern tím-
ann í ágúst og rigndi það sem eftir
var.“
Að sögn Vilbergs er ekki bara
malbikað á sumrin eins og hér áður
fyrr heldur allan ársins hring, svo
lengi sem veður leyfir. „Það er ekk-
ert byrjað og hætt á einhverjum árs-
tíma. Það var að vísu ekki malbikað
mikið í vetur því það var leiðindavet-
ur,“ segir Vilberg. Hann kveðst ekki
hafa tölu yfir það á reiðum hönd-
um hvað þeir á stöðinni hafa mal-
bikað marga kílómetra og fermetra
á þessu ári. „Ég þori ekki að skjóta á
það. En það er helvíti mikið.“
Malbika víða
Þrjátíu manns starfa á Malbik-
unarstöðinni Höfða þegar allir eru
taldir. Að sögn Vilbergs fer mal-
bikunarhópurinn víða til að leggja
og betrumbæta vegi; auk höfuð-
borgarsvæðisins fer hann til dæm-
is á Selfoss, Hvolsvöll, Borgarnes,
Grindavík og Grundartanga. Þegar
blaðamaður náði tali af Vilberg var
hann einmitt nýkominn frá Grund-
artanga og var á leið upp í Fella-
hverfi í Breiðholti.
Hópurinn hefur fjórar malbikun-
arvélar til umráða. Þetta eru þýskar
elskur af tegundinni ABG Titan.
„Þetta eru öflug tæki. Geta tekið upp
í átta og hálfan metra hver,“ segir
Vilberg. Sú elsta af þeim fjórum sem
nú eru í notkun er framleidd 2003 en
skipt er reglulega um tækjakostinn.
„Það eru tveir menn á hverri vél. Svo
eru valtarar, sprautubílar og lokun-
arbíll. Það er svo margt í kringum
þetta,“ útskýrir Vilberg.
Nánast engin helgarvinna
Hópurinn byrjar alltaf hálf átta
á morgnana en vinnur misjafnlega
lengi eftir dögum og verkefnum. Ell-
efu tíma hvíld er þó höfð í hávegum.
Nánast ekkert er um helgarvinnu
hjá Höfðamönnum; einn og einn
laugardagur endrum og sinnum
að sögn Vilbergs. „Þetta er allt orð-
ið svo fljótvirkt, tækin og stöðvarn-
ar, þannig að það eru mikil afköst á
hverjum degi.“
Vilberg, sem verður sextugur
seinna á árinu, er eldri en tvævet-
ur í malbikunarbransanum. „Ég er
nýbyrjaður, búinn að vera í þessu
í fjörutíu og þrjú ár,“ segir Vilberg.
Hláturblandað dæs fylgir með.
Þessi þrautreyndi malbikari neit-
ar því ekki að það er ekki það sama
að vinna við malbikun í dag og fyrir
rúmlega fjórum áratugum. „Það er
ekki hægt að bera þetta saman, tæk-
in eru til dæmis orðin miklu betri.
Veðurfarið hefur líka lagast. Sér-
staklega á veturna.“
Og mórallinn er mikilvægur að
sögn Vilbergs. „Þetta er fínn félags-
skapur. Það koma líka alltaf nýir
gaurar á vorin þannig að hluti af
kjarnanum endurnýjast alltaf.“ Og
ekki er á Vilbergi að heyra að hann
hyggist hætta í malbikuninni á
næstunni. „Ætli það taki því nokkuð
að skipta?“
kristjanh@dv.is
Varla er hægt að snúa sér í hálfhring þessa dagana án þess að sjá
malbikunarmenn að störfum. Vilberg Ágústsson, yfirverkstjóri
hjá Malbikunarstöðinni Höfða, hefur starfað við malbikun í 43 ár
og hefur alltaf jafngaman af því.
Mórallinn
mikilvægurí malbikinu
Vilberg Ágústsson yfirmalbikunarstjóri „Þetta
er allt orðið svo fljótvirkt, tækin og stöðvarnar,
þannig að það eru mikil afköst á hverjum degi.“
Tryllitæki vilberg og félagar hafa yfir
fjórum þýskum malbikunarvélum að
ráða af tegundinni aBg Titan.
Réttindakrafa á vinnuvélar
hefur verið allt frá árinu 1966.
„Þetta voru styttri námskeið á
þeim tíma og allt einfaldara í
sniðum,“ segir Svavar Svavarsson,
öku- og vinnuvélakennari hjá
Nýja ökuskólanum. „Í dag þarf
að hafa vinnuvélapróf til þess að
fá vinnu á vinnuvél,“ segir Svavar
en hann hefur kennt á vinnuvélar
frá 1982.
„Til þess að hafa vinnuvéla-
réttindi þarf að ljúka áttatíu
kennslustunda bóklegu nám-
skeiði og taka svo verklegt próf
á ýmsa tækjaflokka. Sá sem nær
þessum áttatíu kennslustundum
lýkur bóklegu prófi og hefur því
próftökurétt á allar gerðir og all-
ar stærðir vinnuvéla, svo fremi
sem hann hafi vald á þeim,“ segir
Svavar.
Eftir námskeiðið fá menn æf-
ingarétt á vinnuvélar sem gefur
þeim leyfi til þess að vinna und-
ir leiðsögn manna með kennslu-
réttindi. Þegar einstaklingur
hefur gott vald á vélinni er haft
samband við Vinnueftirlit rík-
isins og þeir taka hann út. „Þeir
horfa á einstaklinginn í einhverja
stund og meta það hvort hann sé
orðin fullgildur á vélina eða þurfi
að æfa sig meira,“ segir Svavar.
Hægt er að læra á vinnuvélar
hjá Nýja ökuskólanum, Ökuskóla
Akureyrar, Ökuskóla Austur-
lands og Öku- og vinnuvélaskóla
Knúts Halldórssonar. „Hjá okkur
á meiraprof.is kostar námskeiðið
sextíu og fimm þúsund og próf á
einstakar vélar 3.520 krónur,“ seg-
ir Svavar og bætir við: „Til þess að
öðlast vinnuvélaréttindi þarf að
hafa almenn ökuréttindi.“
Ökuskólinn á Akureyri held-
ur einnig vinnuvélanámskeið og
eru námskeiðin haldin tvisvar til
þrisvar á ári og er námskostnaður
49.900 krónur. Vinnuvélaréttindi
sem fengin eru á Íslandi gilda á
öllu Evrópska efnahagssvæðinu.
berglindb@dv.is
Vinnuvélaréttindi á Íslandi gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu:
Almenn ökuréttindi skilyrði
Grafa
að læra á gröfu kostar tæpar
sjötíu þúsund krónur.