Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Page 21
miðvikudagur 16. júlí 2008 21 Sport Sinica Valdimar KeKic í HKSinisa valdimar kekic er genginn til liðs við botnlið Hk og mun leika með því til loka tímabilsins. kekic lék um árabil með grindvíkingum þar til hann gekk til liðs við Þrótt árið 2006. kekic lék með víkingum í fyrrasumar en hætti með liðinu í upphafi tímabilsins í ár eftir ósætti við jesper Tollefsen, þjálfara víkings. í sumar lék kekic fyrstu þrjá leikina með víkingi í fyrstu deildinni og skoraði eitt mark, gegn ka í ann-arri umferð. kekic er 39 ára. ÚRSLIT landsbankadeild kvk KR - Keflavík 4-0 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (5.) 2-0 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (29.) 3-0 Katrín Ómarsdóttir (36.) 4-0 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir (87.) Þór/KA - Valur 1-3 0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir (36.) 0-2 Hallbera Guðný Gísladóttir (53.) 1-2 Ivana Ivanovic (59.) 1-3 Margrét Lára Viðarsdóttir (84.) Fylkir - Fjölnir 2-0 1-0 Lizzy Karoly (89.) 2-0 Lizzy Karoly (92.) Stjarnan - HK/Víkingur 4-0 1-0 Inga Birna Friðjónsdóttir (29.) 2-0 Björk Gunnarsdóttir (36.) 3-0 Inga Birna Friðjónsdóttir (71.) 4-0 Tinna Mark Antonsdóttir (88.) Breiðablik - Afturelding 3-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir (11.) 2-0 Jóna Kristín Hauksdóttir (35.) 3-0 Sandra Sif Magnúsdóttir (58.) Staðan lið l U J t m St 1. valur 10 10 0 0 41:7 30 2. kr 10 9 0 1 31:6 27 3. Stjarnan 9 5 2 2 19:11 17 4. Breiðabl. 10 5 1 4 24:17 16 5. aftureld. 10 3 2 5 5:11 11 6. Þór/ka 9 3 1 5 16:17 10 7. Fylkir 10 3 1 6 11:24 10 8. keflavík 10 2 2 6 10:29 8 9. Hk/vík. 10 1 3 6 10:24 6 10. Fjölnir 10 1 2 7 9:30 5 2. deild karla Höttur - Hamar 1-3 Afturelding - Víðir 2-1 Grótta - Hvöt 0-2 Magni - Völsungur 3-1 Reynir S. - ÍR 1-3 Tindastóll - ÍH 4-4 Staðan lið l U J t m St 1. ír 10 9 1 0 26:9 28 2. aftureld. 10 7 1 2 21:9 22 3. víðir 10 6 3 1 25:14 21 4. Höttur 10 3 3 4 17:16 12 5. Tindastóll 10 3 3 4 15:16 12 6. Hvöt 10 4 0 6 17:19 12 7. grótta 10 3 3 4 18:21 12 8. magni 10 4 0 6 15:21 12 9. reynir S. 10 2 4 4 19:24 10 10. Hamar 10 2 3 5 16:21 9 11. völs. 10 2 3 5 15:22 9 12. íH 10 1 4 5 12:24 7 Sport Nú er Íslandsmótið í knattpyrnu hálfnað og sérfræðingar DV höfðu á orði að sjaldan hefði mótið verið jafnskemmtilegt. Skagamenn hafa valdið vonbrigðum en Fjölnir er lið- ið sem komið hefur mest á óvart. Mótið hálfnað Í fyrradag lauk 11. umferð á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Þar með er helmingur lengsta Íslandsmóts sögunnar lokið og DV fékk nokkra valin- kunna sparkspekinga til þess að greina Íslandsmótið það sem af er. Þeir eru Ólafur Þórðarson, margfaldur Íslandsmeistari bæði sem þjálfari og leikmað- ur. Magnús Gylfason, sérfræðingur úr Landsbankaþættinum á Stöð 2 Sport og Pétur Pétursson, fyrrverandi atvinnumaður og aðstoðarþjálfari landsliðsins. Ólafur Þórðarson Hvað hefur staðið upp úr á Ís- landsmótinu? „Mér finnst nú gengi Keflavíkur og Fjölnis hafa staðið upp úr. Bæði lið hafa spilað skemmtilegan fótbolta og árangursríkan. Góður sóknarleik- ur er lykillinn að því að ná árangri. Bæði lið eru vel mönnuð, með mik- ið af hröðum og skemmtilegum leik- mönnum sem eru að brillera.“ Hver er maður mótsins hingað til? „Það er erfitt að segja hver er maður mótsins. Björgólfur Takefusa raðar inn mörkum og ekki er annað hægt en taka eftir því. Gunnleifur hefur einnig staðið sig frábærlega í mark- inu hjá HK þrátt fyrir að þeir séu neðstir. Þótt ég nefni þessa tvo á ég svolítið erfitt með að nefna einhvern sérstakan á þessum tímapunkti. Keflavíkurliðið í heild sinni hefur staðið sig vel. Þar er um að ræða mjög jafna heild og góða breidd, þannig að það er erfitt að velja ein- hvern einn úr því liði.“ Hvað hefur komið mest á óvart? „Það er alveg ljóst að gengi Skaga- liðsins hefur komið flestum á óvart. Eins Fylkis, þetta eru lið sem flest- ir reiknuðu með í efri hlutanum. Þó Fylkir hafi unnið góðan sigur í síðasta leik voru þeir ekki búnir að vinna fimm í röð fyrir það. Mik- ið andleysi einkennir þessi lið og svo virðist sem það sé mjög erfitt að snúa þessu við.“ Heldur Keflavík þetta út? „Er ekki kominn tími á það? Þeir hafa svo oft verið í þessari stöðu og alltaf misst dampinn en ég held að þeir geti vel endað sem sigurveg- arar í ár,“ segir Ólafur Þórðarson að lokum. Magnús Gylfason Hvað hefur staðið upp úr? „Mér finnst hafa staðið upp úr hvað það er mikið meira fjör og mörk. Ég held að það hafi skipt miklu máli hvað vellirnir voru góðir strax í upphafi og þar af leiðandi var skemmtilegri bolti. Ég held að það sé frekar núna sem eru að koma upp leiðinlegri hálfleikir þar sem sum liðin eru orðin hrædd. Svo er annað í þessu sem er óhjákvæmi- legt en það er þannig að ungir leik- menn fá fleiri tækifæri þegar álagið er meira.“ Hver er maður mótsins hingað til? „Mér finnst pínu erftitt að velja einn. Að mínu viti eru það Björólfur Tak- efusa, Jóhann Berg, Hólmar Örn Rúnarsson og Scott Ramsey. Ef ég ætti velja einn myndi ég sennilega velja Hólmar. Hann hefur heilt yfir gert mjög vel.“ Hefur eitthvað sérstakt komið á óvart? „Númer 1, 2 og 3 er það frábært gengi Fjölnis og svo náttúrlega arfaslakt gengi Skagans. Þetta tvennt hefur komið mér rosalega á óvart.“ Heldur Keflavík þetta út? „Ég hef mínar efasemdir en holning- in á liðinu segir mér að þeir muni gera það lengur en oft áður,“ segir Magnús Gylfason að lokum. Pétur Pétursson Hvað hefur staðið upp úr í ár? „Það hefur verið spilað miklu meiri sóknarleikur í ár en undanfarin ár. Það hefur kannski einhver áhrif að deildin er orðin lengri þannig að menn eru tilbún- ir að taka meiri áhættu. En ég held samt að líka komi til að liðin eru einfaldlega betri en þau hafa verið áður.“ Hver er maður mótsins hingað til? Mér finnst margir koma til greina. Pálmi Rafn hefur verið frábær fyr- ir Val. Hólmar hefur verið frábær fyrir Keflavík. Svo má ekki gleyma Arnari Grétars og Jóhanni Berg í Breiðabliki. Eins hefur Ólafur Páll Snorrason staðið sig mjög vel það sem ég hef séð. Hann er skemmtilegur kantmaður. Svo má ekki gleyma Guðjóni Bald- vinssyni og Björgólfi Takefusa. Satt best að segja á ég erfitt með að nefna þann eina sem hefur staðið mest upp úr.“ Hvað hefur komið mest á óvart? „Gengi Skagaliðsins. Það kemur á óvart að þeir skuli vera í fallbar- áttu. Eins kemur það á óvart hvað Fjölnismenn standa sig vel. Ég held að Keflavík og FH séu alls ekkert að koma á óvart, bæði þessi lið eru mjög sterk.“ Heldur Keflavík þetta út? „Af hverju ekki? Þeir eru með gott lið. Þeir eru ekkert að sýna neitt annað en þeir haldi þetta út. Ég held hins vegar að Valur, KR, Breiðablik og Fjölnir geti öll blandað sér í bar- áttuna. Ég held að ekkert eitt lið komi til með að stinga af,“ segir Pétur Pétursson að lokum. Viðar GUðJónSSon blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Vonbrigði Skagamenn hafa valdið mestum vonbrigðum. tími Keflavíkur kominn? Álitsgjafar dv eru hrifnir af keflavík. Skemmtilegt mót- ið hefur verið afar skemmtilegt í ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.