Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Qupperneq 22
Umræða
Að einhverju leyti kann skýringin
á því að fylgi ríkisstjórnarinnar fer
þverrandi að vera sú að fólki þyki
hún fálmandi við efnahagsstjórn-
ina og ekki ráðagóð. Ráðherrar flýi
vandamálin í stað þess að reyna að
takast á við þau. Þeir séu á stöðugu
flandi um jarðkringluna til að „leysa“
heimsmálin. Það kynni að vera sak-
laust ef víst væri að samviska Íslands
væri aldrei föl í viðræðum ferðalang-
anna og þá til dæmis í skiptum fyr-
ir stuðning við framboð Íslands í Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna eða
aðrar vegtyllur.
Óreglubundið göngulag
Aðra skýringu á óvinsældum ríkis-
stjórnarinnar er hugsanlega að finna
í hinu óreglubundna göngulagi sem
stjórnin hefur tamið sér. Þegar einn
ráðherra stígur fram þá stígur annar
aftur og þegar einn talar í norður má
bóka að síðar þann sama dag muni
annar tala í suður.
Um þetta er Evrópuumræðan
dæmigerð. Auðvitað mega ráðherr-
ar hafa mismunandi sjónarmið og
áherslur. En þetta er nú einu sinni
ríkisstjórn og það sem máli skiptir
fyrir landslýð er að fá að vita hvað
hún hyggst taka sér fyrir hendur sem
slík.
Björn Bjarnason dómsmálará-
herra á síðasta útspilið í Evrópu- og
gjaldmiðilsumræðunni. Hann veltir
því upp hvort hægt sé að fá kjölfestu
í peningamálin með samningum við
Evrópusambandið á þá lund að við
öðlumst aðild að myntbandalaginu
án þess að taka þátt í Evrópusam-
runanum. Vel má vera að tæknilega
sé þetta fært en efasemdir hef ég
um að Evrópusambandið myndi ljá
þessu máls.
Með aðild að myntbandalag-
inu myndi Seðlabanki Evrópusam-
bandsins taka ákveðna ábyrgð á okk-
ur, verja okkur áhlaupum og koma
til aðstoðar að ýmsu öðru leyti. Það
væri stílbrot hjá Evrópusamband-
inu að vilja ekki fá eitthvað fyrir sinn
snúð og þar hygg ég að um yrði að
ræða skuldbindingu um þátttöku í
Evrópusamrunanum.
Evrópuumræðan má ekki villa
okkur sýn
Vissulega kallar kaldhamraður
veruleikinn á að framtíð gjaldmið-
ils þjóðarinnar verði skoðuð af al-
vöru og raunsæi. Í því samhengi eiga
vangaveltur Björns Bjarnasonar fylli-
lega rétt á sér.
En þessi umræða má þó ekki
verða til þess að við missum sjónar á
öllu því sem gefur tilefni til bjartsýni
á Íslandi. Við búum í gjöfulu og góðu
landi. Hér er hátt menntunarstig og
öllum má ljóst vera að með þjóðinni
býr mikill sköpunarkraftur. Hann
hefur til þessa skilað okkur vel áleiðis
í lífsbaráttunni.
Á undanförnum árum hefur hins
vegar margt gengið illilega úr skorð-
um. Tvennt vil ég nefna. Annars veg-
ar mistök við efnahagsstjórnina: tröll-
auknar fjárfestingar í þágu erlendra
álrisa og einkavæðing fjármálakerf-
isins án viðeigandi varúðarráðstaf-
ana. Hins vegar hafa einstaklingar
og fyrirtæki sem sýsla með fjármuni
gerst mörg hver nánast glæpsam-
lega heimsk í gambli sínu með pen-
inga þjóðarinnar út um allan heim
auk þess að bruðla úr hófi fram. Fyr-
ir vikið hefur allt efnahagslífið verið
sett á spil.
Virkjum sköpunarkraftinn
Nú á það að vera hlutverk ríki-
stjórnarinnar að færa það sem úr-
skeiðis hefur farið inn í skaplegri
farveg. Þetta er hægt og liggja fyrir
tillögur þar að lútandi, til dæmis um
fyrirbyggjandi reglur í viðskiptalíf-
inu. Síðan á það að vera forgangsat-
riði hjá ríkisstjórninni að virkja sköp-
unarkraftinn sem býr með þjóðinni.
Það á að vera verkefni hennar í stað
þess að ráðherrar sitji á málskrafi
hver við annan. Þetta er verkefn-
ið. Það sem við þurfum á að halda í
Stjórnarráði íslands er drifkraftur og
bjartsýni.
miðvikudagur 16. júlí 200822
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
fulltrÚi ritStjóra:
janus Sigurjónsson, janus@dv.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Þurfum bjartsýna ríkisstjórn
Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar. Hins vegar verður Geir að fara að tala við þjóðina.
Geir er rúinn trausti
Leiðari
Geir H. Haarde forsætisráðherra er í vanda staddur. Þjóðin treyst-ir honum ekki fyrir mest aðknýj-andi viðfangsefni stjórnvalda,
nefnilega því að leiða landsmenn út úr
þeim efnahagslegu ógöngum sem við erum
lent í. Sjálfstæðismenn hafa löngum klifað á
því að þeim einum sé treystandi fyrir stjórn
ríkisfjármála og góðu gengi í efnahagsmál-
um. Nú er hins vegar ljóst að þjóðin deilir
ekki þessu trausti þeirra. Forsætisráðherr-
ann fær algjöra falleinkunn.
Sennilega getur Geir H. Haarde sjálfum sér
um kennt. Hafi menn lært eitthvað af vin-
sældum Steingríms Hermannssonar og
Davíðs Oddssonar á sínum tíma er það að
þjóðin vill forsætisráðherra sem tala við
hana. Landsfeður sem láta sér annt um þjóðina og segja henni
hvað þeir eru að gera. Þetta gerir Geir ekki. Hann fer í fýlu þeg-
ar fréttamenn spyrja hann spurninga um erfið mál. Geir virðist
þykja það dónaskapur að fréttamenn spyrji hann hvers vegna
hann sé ekki búinn að grípa til þeirra aðgerða sem hafa verið
boðaðar í efnahagsmálum. Af viðbrögðum Geirs að dæma mætti
ætla að honum þætti hann yfir það
hafinn að tala við þjóðina, útskýra
fyrir henni hvernig hann ætli að
taka á þeim vanda sem Íslendingar
takast á við.
Ætli Geir sér að endurheimta traust
þjóðarinnar verður hann að gera
tvennt. Hann verður annars vegar
að sjá til þess að stjórnvöld grípi til
aðgerða sem duga til að efla tiltrú
hagkerfisins. Í þeim efnum er ekki
nóg að bregðast ókvæða við þeg-
ar bent er á vandann. Hins vegar
verður Geir að fara að tala við þjóð-
ina. Segja henni hvað ríkisstjórnin
er að gera og hvernig gera megi
ráð fyrir að það skili árangri. Þetta
verður hann að gera án þess að fara í fýlu þó hann sé spurður
gagnrýninna spurninga. Davíð gat verið hvumpinn og erfiður en
þjóðin fyrirgaf honum það vegna þess að hann var skemmtilegur
og benti á ljósið fram undan. Undanfarið hefur Geir bara verið
hvumpinn og erfiður. Það eitt og sér skilar engu. Rétt eins og sjá
má af vantraustinu sem þjóðin ber til forsætisráðherra síns.
DómstóLL götunnar
Eiga ÍslEndingar að taka upp Evruna?
„Ég vil að það fari fram könnunarvið-
ræður þar sem kannaðir eru kostir og
gallar.“
Halldór Sigmarsson, 55 ára
lögfræðingur
„nei, af hverju ættum við að taka upp
evruna?“
Karl Friðrik Kristjánsson, 11 ára
grunnskólanemi
„að sjálfsögðu, ættu að vera löngu
búnir að því. íslenska krónan er
handónýt.“
Hans Ólafsson, 53 ára rafvirki
„Ég er ekkert búin að mynda mér
skoðun á því, þetta er svo nýtilkomið.“
Ágústa Högnadóttir, 64 ára
starfsmaður á kaffiteríu
sanDkorn
n Stöðugt fleiri innan Sjálfstæð-
isflokksins hallast á sveif með
þeim sem aðhyllast aðild að
Evrópusam-
bandinu.
Andúðin
á ESB hef-
ur fram að
þessu verið
eitt af fáu
sem samein-
ar Geir H.
Haarde for-
sætisráðherra og Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra. Nú
er sú breyting á að Björn ljáir
máls á því að taka upp evru í
stað krónu. Blaðamannafund-
ur sem Geir boðaði til í skyndi
til að skjóta niður hugmyndir
Björns er talinn vera vísbend-
ing um að senn verði dóms-
málaráðherranum kastað út úr
ríkisstjórn.
n Athygli vakti á blaðamanna-
fundi Geirs Haarde að hann
nefndi sérstaklega að Illugi
Gunnarsson alþingismaður
hefði áður reifað hugmyndina
um evru sem dómsmálaráð-
herra reyndi að gera að sinni.
Illugi skaut Birni rækilega aftur
fyrir sig í prófkjöri fyrir kosn-
ingar þótt Geir hafi aumkað
sig yfir hann og leyft Birni að
vera ráðherra. Sú aðgerð Geirs
hefur veikt hann í embætti en
nú snýtir hann Birni með því
að undirstrika að Illugi standi
Birni framar ...
n Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, á undir högg
að sækja þessa dagana og svo
virðist sem gefið hafi verið út
veiðileyfi á hann. Því er víða
haldið á lofti að hann skreyti sig
stolnum fjöðrum og þá einkum
og sér í lagi vegna þjóðarsáttar
Guðmundar J. Guðmundsson-
ar og Einars Odds Kristjáns-
sonar sem
gerð var í
fjármála-
ráðherratíð
Ólafs. Það
eru einkum
og sér í lagi
sjálfstæð-
ismenn
úr heima-
stjórnararmi
flokksins sem vega að forsetan-
um og er Morgunblaðið notað
sem farvegur að hluta.
n Nokkur eftirvænting ríkir um
það hver verði arftaki Friðriks
Sophussonar, forstjóra Lands-
virkjunar, þegar hann fer á eftir-
laun í haust. Stjórn Landsvirkj-
unar mun ákveða hver taki við
starfinu en Sjálfstæðisflokkur-
inn telur sig eiga starfið. Líklegt
hefur þótt að
Árni Mathie-
sen fjármála-
ráðherra vilji
fá starfið og
nota sem
flóttaleið
frá nöpr-
um vindum
stjórn-
málanna. Hins vegar er hermt úr
innsta hring að Árni sé fráhverf-
ur því að hætta og í afneitun
varðandi veika stöðu sína.
ögmundur
jÓnaSSon
alþingismaður skrifar
„Það á að vera verkefni
hennar í stað þess að
ráðherrar sitji á mál-
skrafi hver við annan. “