Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Side 24
miðvikudagur 16. júlí 200824
NÆST Á DAGSKRÁ Gúrkan er víða
Becoming a Woman in Zanskar eða
konur í Zanskar er margverðlaunuð
frönsk heimildamynd og fjallar um
tvær vinkonur í konungsríkinu Zanskar
í norðanverðum Himalajafjöllum.
vinkonurnar Tenzin og Palkit standa á
krossgötum. Tenzin var gefin manni
sem hún valdi ekki sjálf og hefur aldrei
hitt. Palkit kýs að verða nunna til að
forðast sömu örlög. Ekki fer allt eins og
það átti að fara, önnur rænd og pínd í
hjónaband og hin nauðrökuð þegar
inn um klausturdyrnar er komið.
úr vöndu að ráða er bandarísk
gamanþáttaröð og verður sýndur
næstsíðasti þátturinn í sjónvarpinu í
kvöld. Becky var ekki vinsæl meðal
skólafélaga sinna í æsku vegna útlits
síns og óframfærni. Nokkrum árum
seinna snýr hún aftur í gamla skólann
sinn sem námsráðgjafi og því má telja
að erfiðleikarnir séu að baki. En svo
virðist ekki vera. Erkióvinur hennar frá
því á skólaárunum er einnig orðinn
kennari við skólann. Becky og lísa
keppa um athygli Tims sem er laglegur
spænskukennari en það verða líka
árekstrar á milli þeirra af öðrum
ástæðum.
american dreamz er rómantísk
gamanmynd með Hugh grant, dennis
Quaid og mandy moore í aðalhlutverki.
í myndinni er gert grín að raunveru-
leikasjónvarpi og þá sér í lagi idol-
æðinu. Forsetinn í landinu á undir
högg að sækja og ákveður að reyna að
koma sér í þáttinn american dreamz.
Ákvörðun þessa tekur hann eftir að
hann sér hvað atkvæðagreiðslan í
sjónvarpsþættinum er vinsæl og að
keppendur í þættinum njóta meiri
stuðnings en hann sem forseti.
Aðdáendur þáttanna voru ekki par ánægðir með endalok
leikkonunnar. Sjónvarpsstöðin Fox hefur tekið mótmæli
þeirra til greina því Sara Tancredi snýr aftur í fjórðu seríu
sem frumsýnd verður 1. september í Bandaríkjunum.
Það brá mörgum heldur betur um brún er Sara Tancredi,
læknirinn og kærasta Michaels Scofield í Prison Break, var
tekin af lífi í þriðju seríu þáttaraðarinnar. Leikkonan Sarah
Wayne Callies, sem fór með hlutverk Söru, átti um tíma
erfitt með að sætta sig við endalok sín í þáttaröðinni, en
hún lék stórt hlutverk í fyrstu tveimur þáttaröðunum.
Aðdáendur þáttanna voru heldur ekki alls ekki sáttir við
endalok Söru og létu Fox, stöðina sem framleiðir þættina,
heyra það. Það virðist hafa borið árangur því Sara Tancredi
mun snúa aftur í fjórðu þáttaröð þrátt fyrir að hafa verið
afhausuð síðustu þáttaröð.
„Hún er allt önnur manneskja í dag. Hvað kom fyrir hana
í þriðju seríu verður upplýst í fyrsta þætti fjórðu seríu. Hún
hefur ekki verið á góðum stað,“ segir Sarah Wayne Callies
sem fer með hlutverk Tancredi.
Scofield og Sara ná loks saman í fjórðu seríu eftir langa
fjarveru frá hvort öðru. Ástin blómstrar á nýjan leik og í
fyrsta skipti fá þau að kynnast hvort öðru almennilega.
„Þau þekkja hvort annað ekki vel. Það er mikið af móm-
entum eins og „Ó, finnst þér greipávöxtur góður? Ég vissi
það ekki en samt elska ég þig“.“
AmeRicAN DReAmz
STÖÐ 2 BÍÓ KL. 20.00
úR vöNDu Að RÁðA
SJÓNVARPIÐ KL. 20.50
Gúrkutíð er eitthvað sem all-
ir blaða- og fréttamenn þekkja.
Hún er landlæg í heimi frétta
yfir sumartímann, þegar þjóð-
félagið liggur nánast niðri vegna
sumarfría. Að vísu hef ég heyrt
því kastað fram að það sé ekkert
til sem heitir gúrkutíð, aðeins
léleg fréttamennska. Af feng-
inni reynslu tel ég að það sé þó
ekki allskostar rétt. Gúrkan er til
og hún leynist víðar en í heimi
frétta.
Í fyrradag boðaði háttvirtur
forsætisráðherra, Geir H. Haar-
de, til blaðamannafundar. Til-
efnið var að ræða bloggfærslu
sem kollegi og samflokksmað-
ur Geirs, Björn Bjarnason, skrif-
aði á heimasíðu sína. Þar talaði
Björn um mögulega upptöku
evru án aðildar að ESB. Geir
brást við með því að boða til
blaðamannafundar.
Á fundinum hafði Geir að
orði að fréttaflutningur fjöl-
miðla af gjaldmiðlamálum Ís-
lendinga bentu til gúrkutíð-
ar á fjölmiðlum. Geir ætti að
líta í eigin barm. Hvenær hefur
bloggfærsla ráðherra orðið til-
efni til að boða til blaðamanna-
fundar? Ég held aldrei. Spurning
hvort Geir viti yfir höfuð hvað
gúrkutíð er. Gjaldmiðlamálið
er það mál sem viðkemur flest-
um Íslendingum þessa dagana.
Upptaka evru eða ekki upptaka
evru.
Fyrst Geir finnast gjaldmiðla-
málin svona léttvæg er kannski
ekkert skrítið að lítið hefur þok-
ast í styrkingu krónunnar und-
anfarið. Enda sagði Geir á fund-
inum að ekki stæði til að taka
upp evru án aðildar að ESB.
Gúrkan virðist að minnsta kosti
leynast víða og hún er svo sann-
arlega ekki aðeins landlæg á
fjölmiðlum því Geir hlýtur að
hafa haft það náðugt í vinnunni
þennan mánudaginn.
pReSSAN
Kærasta Michaels Scofield í
þáttaröðinni Prison Break var
tekin af lífi í síðustu þáttaröð
sem átti sér stað í Panama.
Call girls, the truth er heimildamynd
sem gerð var í kjölfar þáttanna The
Secret diary of a Call girl sem hafa
verið sýndir á SkjáEinum í sumar.
Heimildamyndin gefur áhorfendum
einstaka innsýn í heim vændiskvenna.
Sýnd eru viðtöl við konur sem starfa
sem háklassahórur. Þær segja hvers
vegna þær ákváðu að selja sig, hvernig
það hefur breytt lífi þeirra og hvað
vinum og vandamönnum finnst um
þessa iðju.
cALL GiRLS: THe TRuTH
SKJÁREINN KL. 21.50
KoNuR í zANSKAR
STÖÐ 2 KL. 22.25
SARA TANcREdI
SNýR AfTuR
16:00 Út og suður
Viðmælendur Gísla Einarssonar að þessu
sinni eru George Hollanders leikfangasmiður
að Öldu í Eyjafjarðarsveit og Aðalgeir Egilsson
safnbóndi á Mánárbakka. Dagskrárgerð: Freyr
Arnarson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e.
16:35 Leiðarljós (Guiding Light)
17:20 Táknmálsfréttir
17:30 Kappflugið í himingeimnum
(24:26) (Oban Star-Racers)
Ævintýraflokkur utan úr geimnum. e.
17:55 Alda og Bára (23:26) (Ebb and Flo)
18:00 Disneystundin
18:01 Alvöru dreki (34:35) (Disney’s Ameri-
can Dragon: Jake Long)
18:23 Sígildar teiknimyndir (12:20) (Clas-
sic Cartoons)
18:30 Nýi skólinn keisarans (38:42) (Dis-
ney’s The Emperor’s New School)
18:54 Víkingalottó
19:00 Fréttir
19:30 Veður
19:35 Kastljós
19:55 Baldni folinn (4:6) (Rough Diamond)
20:50 Úr vöndu að ráða (6:7)
21:10 Heimkoman (3:6) (October Road)
Bandarísk þáttaröð um ungan skáldsagna-
höfund sem snýr aftur í heimahagana til að
styrkja böndin við vini og vandamenn. Meðal
leikenda eru Brad William Henke, Bryan
Greenberg, Evan Jones, Laura Prepon og Tom
Berenger.
22:00 Tíufréttir
22:25 Konur í Zanskar
23:20 Kastljós
23:40 Dagskrárlok
07:15 Rachael Ray (e)
08:00 Dr. Phil (e)
Sjónvarpssálfræðingurinn dr. Phil McGraw
hjálpar fólki að leysa öll möguleg og
ómöguleg vandamál, segir frábærar sögur
og gefur góð ráð.
08:45 Dynasty (e)
Ein frægasta sjónvarpssería allra tíma. Blake
Carrington stýrir olíufyrirtæki og hann er
umkringdur konum sem eru óhræddar við
að sýna klærnar þegar þess þarf.
09:30 Vörutorg
10:30 Óstöðvandi tónlist
16:00 Vörutorg
17:00 Rachael Ray
17:45 Dr. Phil
18:30 Dynasty
19:20 Kid Nation (e)
20:10 Top Chef (10.12)
21:00 Britain’s Next Top Model (2.12)
21:50 Call Girls. The Truth
Áhugaverð heimildamynd sem gerð var í
kjölfar þáttanna The Secret Diary of a Call
Girl sem SkjárEinn hefur sýnt á miðviku-
dagskvöldum í sumar. Spurt er hvers vegna,
í þjóðfélagi þar sem allir eiga að fá jöfn
tækifæri og konur hafa meira frelsi en nokkru
sinni fyrr, taka margar konur meðvitaða
ákvörðun um að selja líkama sinn. Þessi
einstaka heimildamynd gefur áhorfendum
innsýn í heim vændiskvenna. Sýnd eru viðtöl
við konur sem starfa sem háklassahórur. Þær
segja hvers vegna þær ákváðu að selja sig,
hvernig það hefur breytt lífi þeirra og hvað
vinum og vandamönnum finnst um þessa
iðju.
22:40 Jay Leno
23:30 Eureka (e)
00:20 Dynasty (e)
01:10 Vörutorg
02:10 Óstöðvandi tónlist
18:05 Landsbankamörkin 2008
19:05 Gillette World Sport
19:35 PGA Tour 2008 - Hápunktar
20:30 Science of Golf, The
21:00 Umhverfis Ísland á 80 höggum
21:45 Landsbankadeildin 2008
22:45 Meistaradeildin - Gullleikir
(Bremen - Anderlecht 8. 12. 1993)
00:30 Main Event (#11)
(World Series of Poker 2007)
Á Heimsmótaröðinni í póker setjast snjöll-
ustu pókerspilarar heimsins að spilaborðinu
og keppa um stórar fjárhæðir.
16:00 Hollyoaks
16:30 Hollyoaks
17:00 Seinfeld
17:30 Special Unit 2 (SU2) Gamansamir
bandarískir spennuþættir þar sem við
fylgjumst með sérdeild sem rannsakar allra
óvenjulegustu málin sem lögreglan þarf að
hafa afskipti af, mál sem oftar en ekki eru af
yfirnáttúrulegum toga.
18:15 Skins
19:00 Hollyoaks
19:30 Hollyoaks
20:00 Seinfeld
20:30 Special Unit 2
21:15 Skins Átakanleg bresk sería um hóp
unglinga sem reynir að takast á við daglegt
líf í skugga átröskunar, eiturlyfjaneyslu og
fleiri vandamála sem steðja að unglingum
í dag.
22:00 Las Vegas
22:45 Traveler
23:30 Twenty Four 3
00:15 Tónlistarmyndbönd frá Skífan TV
07:00 Ofurhundurinn Krypto
07:20 Hvolpurinn Scooby-Doo
07:45 Tommi og Jenni
08:10 Oprah
08:50 Í fínu formi
09:05 Bold and the Beautiful
09:25 La Fea Más Bella (106:300)
10:10 Missing (7:19)
11:15 Bandið hans Bubba (1:12)
12:00 Hádegisfréttir
12:30 Neighbours
12:55 Deep Purple
13:50 Derren Brown
(Derren Brown: Trick Of the Mind)
14:15 Grey’s Anatomy (26:36)
15:00 Friends
15:25 Friends (13:24)
15:55 Skrímslaspilið
16:18 BeyBlade
16:43 Tommi og Jenni
17:08 Ruff’s Patch
17:18 Tracey McBean
17:28 Bold and the Beautiful
17:53 Neighbours
18:18 Markaðurinn og veður
18:30 Fréttir
18:49 Íþróttir
18:56 Ísland í dag
19:04 Veður
19:15 The Simpsons (19:22)
19:40 Friends (16:23)
20:05 Flipping Out (6:7)
20:50 Cashmere Mafia (5:7)
21:35 Medium (15:16) (Miðillinn)
Allison Dubois er ósköp venjuleg eiginkona
og móðir í úthverfi sem býr yfir harla óvenju-
legum, yfirnáttúrulegum hæfileikum sem
gera henni kleift að sjá og eiga samskipti
við hina framliðnu. Í þessari fjórðu þáttaröð
heldur Allison áfram að liðsinna lögreglunni
við rannsókn á flóknum sakamálum og nýtist
náðargáfa hennar þar vel.
22:20 Oprah
23:05 Grey’s Anatomy (27:36)
23:50 Women’s Murder Club (4:13)
00:35 Moonlight (7:16)
01:20 I’ll Sleep When I’m Dead
03:00 Crossing Jordan (3:21)
03:45 Flipping Out (6:7)
04:30 Cashmere Mafia (5:7)
05:10 Medium (15:16)
05:55 Fréttir
Fréttir Stöðvar 2 endursýndar frá því fyrr í
kvöld.
SJÓNVARPIð
08:00 Wallace & Gromit: The Curse of the
Were-Rabbit
10:00 Guess Who
12:00 American Dreamz
14:00 Pieces of April
16:00 Wallace & Gromit: The Curse of the
Were-Rabbit
18:00 Guess Who
20:00 American Dreamz
22:00 U.S. Seals 3: Frogmen
00:00 Treed Murray
02:00 Der Untergang (Downfall)
04:30 U.S. Seals 3: Frogmen
06:00 Kicking and Screaming
SKJáREINN
18:05 Premier League World 2008/09
18:35 Football Icon
19:25 Bestu bikarmörkin
20:20 10 Bestu
21:10 PL Classic Matches
21:40 Masters Football
Gömlu brýnin leika listir sínar, stjörnur á borð
við Matt Le Tissier, Glen Hoddle, Ian Wright,
Paul Gascoigne, Lee Sharpe, Jan Mölby og
Peter Beardsley.
STöð 2 SPORT
STöð 2 SPORT 2
STöð 2 BÍÓ
STöð 2
STöð 2 ExTRA
prison break:
Sara Tancredi leikin af Söruh
Wayne Callies sem var tekin af lífi í
þriðju þáttaröð af Prison Break.
Hún mun snúa aftur í fjórðu seríu.
Dagskrá
Einar Þór Sigurðsson þekkir gúrkuna og þykist vita að hún leynist víða.