Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Side 27
Sviðsljós miðvikudagur 16. júlí 2008 27
Í dag er nákvæmlega vika þar til
umtalaðasta og að öllum líkindum
stærsta mynd ársins verður frum-
sýnd hér á landi. Þá er að sjálfsögðu
átt við stórmyndina The Dark Knight
en hún verður frumsýnd miðviku-
daginn 23. júlí. Myndin var hins veg-
ar frumsýnd á mánudag í Banda-
ríkjunum en fer þó ekki í almenna
sýningu fyrr en á föstudag.
Allar stórstjörnurnar voru mætt-
ar á sýninguna nema Heath Ledger
sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á
þessu ári. Michael Caine, Gary Old-
man, Christian Bale, Maggie Gyll-
enhaal, Aaron Eckhart og Morgan
Freeman hafa öll keppst við að lofa
frammistöðu Heaths heitins í mynd-
inni. Michael Caine lét hafa eftir sér í
Jay Leno að það minnsta sem Heath
ætti skilið fyrir ótrúlega frammistöðu
sem Jókerinn væri tilnefning til ósk-
arsverðlauna ef ekki verðlaunin sjálf.
Allar líkur eru á því að þriðja Bat-
man-myndin verði gerð í þessari
nýju seríu en Christian Bale hefur
sagt opinberlega að hann komi ekki
nálægt nema Christopher Nolan
leikstýri líkt og hinum tveim.
asgeir@dv.is
Það var mikið um dýrðir þegar umtalaðasta mynd ársins var frumsýnd.
Leikstjórinn, framleiðand-
inn og stjórstjarnan
Christopher Nolan, Thomas Tull
og Christian Bale
Liev Schreiber og Morgan
Freeman myndin verður
frumsýnd hér heima næsta
miðvikudag.
Græða mest
á börnum sínum
Angelina Jolie og Brad
Pitt fá 750 milljónir króna
fyrir fyrstu myndir af
tvíburunum Knox Leon
og Vivienne Marcheline.
Það hefur varla farið framhjá
neinum að Angelina Jolie og Brad
Pitt eignuðust tvíbura um helgina.
Knox Leon og Vivienne Marcheline
eru án efa eftirsóttustu börn í heim-
inum um þessar mundir.
Slúðurpressan vestanhafs hefur
boðið Angelinu og Brad 10 milljón-
ir dollara eða 750 milljónir íslenskra
króna fyrir fyrstu myndir af börnun-
um. Slíkar fjárhæðir hafa ekki sést
áður í Hollywood, en margir trúa því
að Angelina og Brad muni nota pen-
ingana til góðgerðarstarfa.
Það er greinilegt að Angelina og
Brad eru ofurstjörnur í Hollwood því
tveir aðrir leikarar urðu foreldrar á
dögunum. Matthew McConaughey
og Jessica Alba eignuðust sín fyrstu
börn nýlega. Matthew voru boðn-
ar þrjár milljónir dollara eða 233
milljónir íslenskra króna en Jessicu
Ölbu voru bara boðnar 1,5 milljón-
ir dollara eða 116 milljónir íslenskra
króna.
Leikkonan Nicole Kidman hefur
ákveðið að birta ekki myndir af dótt-
ur sinni Sunday Rose sem fæddist á
dögunum en fjölmargir leikarar hafa
tekið þann pól í hæðina.
Fá þrjár milljónir Fyrir myndir
af syni þeirra levi.
Dýrustu barnamyndir í heimi
750 milljónir íslenkra króna fyrir
fyrstu myndir af tvíburunum.
Fær minna en Matthew
McConaughey jessica alba fær 116
milljónir fyrir fyrstu myndir af dóttur
sinni Honor marie. Það er helmingi
minna en matthew mcConaughey.
Glæsilegur leikarahópur
Þeir verða varla betur
mannaðir en þetta.
Vill ekki mynda dóttur
sína Nicole kidman hefur
ákveðið að birta ekki
myndir af dóttur sinni
Sunday rose.