Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Síða 12
miðvikudagur 24. september 200812 Fréttir Félagi Bruce Sextíu og þriggja ára konu í Ástr- alíu er haldið í gíslingu af stór- um villigelti. Fyrir tíu dögum lágu leiðir þeirra Caroline Hayers og Bruce, eins og Caroline hefur skírt göltinn, saman og sá konan að svínið var með augnsýkingu. Með hjálp smyrsla tókst Caroline að laga sýkinguna, en gölturinn launaði greiðann með því að taka völdin á sveitabæ konunnar. Bruce krefst matar af Caroline og í hvert skipti sem hún hyggst fara úr húsi varnar hann henni leiðarinnar. Um nætur rýtir hann hátt og lemur veggi utan með trýninu. Hver veit nema Bruce hafi lesið Dýrabæ eftir George Orwell. Stal úr sparigrís Síðastliðinn fimmtudag var Ryan Mueller frá Sheboygan í Wiscons- in dæmdur til sex ára fangelsis- vistar vegna innbrots. Mueller, þrjátíu og eins árs, braust inn á heimili í ágúst 2007 og stal tuttugu bandaríkjadölum, rétt tæpum tvö þúsund krónum íslenskum. Mueller var gripinn glóðvolgur þar sem hann var að fiska formú- una upp úr sparigrís lítillar stúlku sem svaf svefni hinna réttlátu við hliðina. Það var móðir stúlkunn- ar sem sem kom að Mueller. Þetta var í fjórða skipti sem Mueller var gripinn við innbrot og þetta verða honum dýrkeyptir tuttugu banda- ríkjadalir. Það sem hægt er að kalla „hrein- lyndishreyfingu“ Bandaríkjanna vex stöðugt fiskur um hrygg. Talið er að ein af hverjum sex stúlkum á aldrin- um tólf til átján ára hafi svarið „hrein- lyndis“-heit. Sumar stúlknanna ganga um með silfurhring til að undirstrika þann ásetning að stunda skírlífi, en aðrar ganga skrefinu lengra og heita að vera hreinar í öllu tilliti tilveru sinnar. „Skírlífishreyfingin“ höfðar til þeirra stúlkna sem vilja ekki einu sinni kyssa fyrir hjónaband og að sjálfsögðu er hreyfingin himnasending fyrir verndandi feður þessara stúlkna. Ein þessara stúlkna er Lauren Wil- son, heimasæta frá Colorado Springs í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Hún stundaði fullkomið hreinlífi fyr- ir brúðkaupið og hefur enga eftirsjá. „Vitneskjan um að við höfðum beðið var eitthvað svo sérstök,“ sagði hún í viðtali í Sunday Times. „Ég á við, koss vekur allt og skyndilega vill allt innra með þér veita svörun. Við iðrumst ein- skis.“ Í heimabæ sínum nýtur Lauren mikillar virðingar fyrir staðfestu sína, því hún var ekki eingöngu hrein mey þegar hún giftist Brett, kærastanum sínum, hún hafði aukinheldur aldrei kysst hann. Falla ekki í freistni En Lauren er ekki sú eina inn- an sinnar fjölskyldu sem er fylgjandi hreinlífisstefnunni. Systir hennar Khrystian, tuttugu og eins árs tónlist- armaður, velkist ekki í vafa um hvern- ig skilja beri hugtakið „hreinleiki“: „Hreinleiki, fyrir mér, er hreinleiki hugans, hreinleiki hins talaða orðs. Í það ver ég tíma mínum: tilfinninga- legan hreinleika hjartans. Það er full- komin heild.“ Khrystian telur að fjöldi meðlima í hreyfingunni verði þeim styrkur sem hættast sé við að falla í freistni. Stúlkurnar eiga sín sérstöku átrún- aðargoð, til dæmis Jonas-bræðurna, hljómsveit sem samanstendur af þrem- ur bræðrum sem allir eru hreinir svein- ar. Bræðurnir fengu reyndar háðulega útreið af hálfu breska háðfuglsins Russ- els Brand á MTV-verðlaunaafhending- unni. Í Colorado Springs er raunin þó sú að hreinlífi höfðar ekki eingöngu til stúlkna því fjöldi táningsdrengja og ungra manna er einnig reiðubúinn að leggja á sig bið hvað varðar kynlíf og kelerí þar til í hnapphelduna er komið. Föllnum svo gott sem útskúfað Innan þess hóps sem leggur áherslu á skírlífi er engin miskunn sýnd þeim sem falla. Stúlkum sem verða barnshafandi er allt að því út- skúfað. Jessica, ung kona sem ræddi við blaðamann Sunday Times, er fyrr- verandi fegurðardrottning, en henni varð á í messunni og varð barnshaf- andi þegar hún var nítján. „Sektarkenndin var yfirþyrmandi. Mamma grét, pabbi grét – þetta var erfitt,“ sagði Jessica sem, þrátt fyrir að átta ár séu liðin, á erfitt með að tala um þetta. „Jafnvel mamma mín hef- ur síðan þá komið fram við mig sem minni manneskju. Hún trúir ekki enn að ég geti tekið sjálfstæðar ákvarðan- ir,“ sagði hún. Jessica, sem nú er tut- tugu og sjö ára, missti fóstrið á sínum tíma og býr nú í „synd“ með kærasta sínum. Kærastinn hefur ekki hlotið náð fyrir augum foreldra Jessicu, sem hafa sagt að „hann geti farið til helvít- is“. Innreið Söruh Palin inn á svið bandarískra stjórnmála hefur ekki farið framhjá neinum Bandaríkja- manni og fjölskylduhagir hennar hafa brunnið heitt á vörum almenn- ings. Í ljósi sögu Jessicu er ekki erfitt að ímynda sér hvaða álit hið góða fólk sem byggir Colorado Springs hefur á dóttur Palin, sautján ára stúlku sem er barnshafandi og ógift. Ef að líkum læt- ur fellur samúðin í skaut foreldranna, ekki stúlkukindarinnar. Horft til liðinna alda Jafnvel trúarsiðir þessarar hrein- lyndishreyfingar skírskota til liðinna alda, segir Jane Treays, blaðakona Sunday Times, sem kynnti sér hreyf- inguna. Þar varð hún vitni að því þegar faðir blessaði fimm dætur sín- ar, andaktugur á svip. Blessunin var undirbúningur að árlegum Feðra- dætra-hreinlyndisdansleik. Dansleik- urinn er álitinn hápunktur hreinlynd- ishreyfingarinnar. Í glæsilegum kjólum mættu dæt- urnar til dansleiksins ásamt fylgisveini sínum – föðurnum. Undir Hollywood- kvikmyndatónlist söfnuðust stúlk- urnar í kringum stóran trékross til að sverja það heit að verða hreinlífar. Faðir Lauren og Khrystiönu, Randy Wilson, var í lykilhlutverki og sem fað- ir fimm stúlkna á aldrinum fimm ára til tuttugu og tveggja telur hann sig vita sitt lítið af hverju sem lýtur að uppeldi kvenna. Að hans sögn er lyk- ilinn að hreinlyndi og framtíðarham- ingju stúlku að finna í gæðum sam- bands hennar við föður sinn. „Það er ein spurning sem brennur á konum og hún er: „Er ég falleg? Er ég þess verð að vera eftirsótt?“ Það er verk föðurins, karlmannsins í lífi þeirra, að styrkja þá fullvissu. Ef þær fá ekki þá fullvissu frá föður sínum leita þær hennar út fyrir heimilið,“ sagði Randy Wilson, en hann og eiginkona hans komu með hugmyndina að fyrrnefnd- um dansleik. Einungis einn froskur fær koss Einn þeirra feðra sem Jane Treays ræddi við var Ken Lane. Hann sagði að hann hefði ekki vaxið úr grasi á þann hátt sem hann býður dætrum sínum, „en ef sá máti virkar, hve svalt væri það að geta sagt að maður hefði aðeins kysst einn mann í lífinu? Af hverju ekki að reyna við ævintýrið?“ Hannah, dóttir hans, sagði að þeg- ar hún væri búin að finna mann vildi hún kynnast honum betur áður en þau færu á stefnumót. „Ég fer með hann til pabba til rannsóknar og hann mun eyða miklum tíma með pabba mínum, síðan fylgir kannski hóp- stefnumót með vinum mínum og síð- an út að borða með foreldrum okkar. Hannah og systur hennar tvær grettu sig þegar Jane ýjaði að því að þær þyrftu kannski að kyssa marga froska áður en þær fyndu drauma- prinsinn sinn og ein þeirra skrifaði orðið „hórdómur“ með fingrunum og minnti Jane á inntak sjöunda boð- orðsins. Sakleysi margra foreldra sláandi Jane Treays dvaldi í tíu daga í Colorado Springs og í huga hennar lifir mynd af indælum stúlkum sem eru alveg lausar við harðneskju ungl- ingsaldursins. Engrar togstreitu varð vart í samskiptum foreldra og barna, engin þörf til að flýja eða gera tilraun- ir. Jane Austen er kvenhetja þeirra og myndir á borð við Vonir og vænting- ar eru taldar afbragðs áhorfsefni fyrir fjölskylduna. Treays var hins vegar slegin þeg- ar hún komst að því hve margir for- eldrar voru auðtrúa. Herlæknir einn, faðir tveggja dætra, upplýsti hana um að eyðnivírusinn væri svo öflugur að hann kæmist í gegnum smokk. Jane sagði honum að notkun smokka væri lykilatriði í baráttunni gegn eyðni. Nokkrum dögum síðar hafði þessi herlæknir samband við hana og við- urkenndi að hann hefði haft rangt fyr- ir sér. Smákönnun með hjálp netsins hafði leitt það í ljós. Að sögn Treays er ekki loku fyrir það skotið að eðli og mynstur sam- bands þeirra feðra og dætra sem hún kynntist gæti komið mörgum spánskt fyrir sjónir. Hún taldi þó of mikla ein- földun að ætla að segja það jaðra við sifjaspell. Að hennar mati er hvat- inn eingöngu sá að feðurnir vilja vera sterkir áhrifavaldar í lífi dætra sinna. Hvort hreinlyndishreyfingin stuðlaði að hamingjuríkari hjónaböndum og fækkun skilnaða yrði tíminn að leiða í ljós, en tilhugalífið væri gjarna stutt. Karlmenn eru samþykktir af feðr- um stúlknanna og margir vonbiðlar óska þess að fá að kvænast sem fyrst. Mögulegt er að biðlarnir séu brjálæð- islega ástfangnir, en kannski þjást þeir einungis af mikilli löngun í kynlíf. Nemandi í iðnskóla í finnska bæn- um Kauhajoki í Vestur-Finnlandi varð tíu að bana og svipti sig síðan lífi í gær- morgun. Þetta er önnur skotárásin á finnskan skóla á innan við ári. Tilræð- ismaðurinn var tuttugu og tveggja ára og að sögn vitna kom hann í skólann um ellefuleytið að staðartíma í gær- morgun, íklæddur svörtum fötum með skíðahettu og stóran sekk í farteskinu. Maðurinn var vopnaður sjálfvirku vopni og skömmu eftir að hann kom í skólann hóf hann skothríð gegn nem- endum. Um tvö hundruð nemendur voru í skólanum. Fjöldi lögreglumanna var kvaddur á staðinn og var skólinn umkringdur. Byssumaðurinn lék laus- um hala á skólasvæðinu í einhvern tíma og mikinn ugg setti að finnsku þjóð- inni, enda vart fennt yfir skólamorðin í Tuusula í nóvember þegar Pekka-Eric Auvinen, sem kallaður var „YouTube- morðinginn“, varð átta manns að ald- urtila. Áður en lögreglan réðst til atlögu var að minnsta kosti einni stúlku ekið alblóðugri á sjúkrahús. Einnig loguðu eldar á nokkrum stöðum á skólasvæð- inu. Að sögn Raimo Kytölä, kennara við skólann, særðust að minnsta kosti ellefu nemendur vegna skothríðar. Klukkan hálf tíu að íslenskum tíma lét lögreglan til skarar skríða, en um tíma voru fréttir af afdrifum byssumanns- ins mjög misvísandi, ýmist hafði hann svipt sig lífi eða var í vörslu lögregl- unnar. Síðar kom í ljós að hann hafði svipt sig lífi þegar lögreglan réðist til inngöngu, en í valnum lágu tíu nem- endur við skólann. Í kjölfar skotárásarinnar í Tuusula í nóvember komst byssueign í Finn- landi í hámæli, en óvíða í heiminum er byssueign eins algeng og þar í landi. Tíu nemendur skotnir í skotárás á skóla í Finnlandi: Byssumaður svipti sig lífi Iðnskólinn í Kauhajoki Nemandi vopnaður byssu upphóf skothríð í skólanum. Mynd AFP KolbEInn þorStEInSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Í Colorado Springs er að finna hreyfingu sem sífellt vex fiskur um hrygg. Inntak hreyfingarinnar er „hrein- lyndi“ og lögð er áhersla á skírlífi fyrir hjónaband og fyrsti koss kvenna á sér jafnvel stað og stund við hjónavígslu. Lögð er áhersla á mikilvægi sambands dætra við föður sinn og fullyrt að í því sé að finna lykilinn að framtíðarham- ingju kvenna. hreinlyndi og SkírlíFi Hreinlyndisdansleikur í Colorado Springs Í kringum trékross strengja dætur þess heit að vera hreinlyndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.